Stórefla þurfi atvinnuþátttöku eldri borgara og öryrkja 17. apríl 2007 18:23 Fjöldi Íslendinga yfir áttræðu á eftir að fimmfaldast fram til ársins 2050, úr 9 þúsundum í 45 þúsund og meðalævi fólks lengist um 7 ár. Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að stórefla þurfi atvinnuþátttöku eldri borgara og örkulífeyrisþega á næstu árum vegna hækkandi aldurs. Þetta kemur fram í skýrslu Samtaka atvinnulífsins sem nefnist Ísland 2050 Eldri þjóð -ný viðfangsefni. Skýrslan kemur út í tilefni af aðalfundi samtakanna sem haldinn var á Nordica hóteli í dag. Þar kemur fram að eldra fólki á Íslandi á eftir að fjölga verulega líkt og hjá öllum öðrum þjóðum heims. Ástæðan er betri lífskjör, færri barnsfæðingar, betra heilsufar og framfarir í læknavísindum. Útlit er fyrir að árið 2050 verði ævilíkur karla 86,5 ár og kvenna tæp 90 ár. Meðalævi lengist þannig um 7,5 ár hjá körlum og 7 ár hjá konum. Þá er útlit fyrir að það tímabil sem fólk nýtur lífeyris lengist um tæp 30%. Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtakanna atvinnulífsins og höfundur skýrslunnar segir að efla verði atvinnuþátttöku eldra fólks og örorkulífeyrisþega vegna sífellt bættari lífskjara og hækkandi aldurs. Mesta hindrunin sé skerðing lífeyris vegna atvinnuþátttöku fólks. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði á aðalfundi í dag að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af fjölgun lífeyrisþega næstu áratugi þar sem búið væri að byggja upp öflugt lífeyriskerfi. Eftir þrjátíu til fjörutíu ár væru flestir búnir að borga í lífeyrissjóð alla starfsævi sína. Samkvæmt mannfjöldaspá Samtaka atvinnulífsins fæddust 2,03 börn á hverja konu árið 2005 en gert er ráð fyrir að 1,9 börn fæðist á hverja konu árið 2050. Þá er útlit fyrir að konur eigi börn síðar á ævinni og algengasti barnseignaraldurinn verði 30-34 ár í staðinn fyrir 25-29 ár sem er nú. Innlent Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Fjöldi Íslendinga yfir áttræðu á eftir að fimmfaldast fram til ársins 2050, úr 9 þúsundum í 45 þúsund og meðalævi fólks lengist um 7 ár. Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að stórefla þurfi atvinnuþátttöku eldri borgara og örkulífeyrisþega á næstu árum vegna hækkandi aldurs. Þetta kemur fram í skýrslu Samtaka atvinnulífsins sem nefnist Ísland 2050 Eldri þjóð -ný viðfangsefni. Skýrslan kemur út í tilefni af aðalfundi samtakanna sem haldinn var á Nordica hóteli í dag. Þar kemur fram að eldra fólki á Íslandi á eftir að fjölga verulega líkt og hjá öllum öðrum þjóðum heims. Ástæðan er betri lífskjör, færri barnsfæðingar, betra heilsufar og framfarir í læknavísindum. Útlit er fyrir að árið 2050 verði ævilíkur karla 86,5 ár og kvenna tæp 90 ár. Meðalævi lengist þannig um 7,5 ár hjá körlum og 7 ár hjá konum. Þá er útlit fyrir að það tímabil sem fólk nýtur lífeyris lengist um tæp 30%. Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtakanna atvinnulífsins og höfundur skýrslunnar segir að efla verði atvinnuþátttöku eldra fólks og örorkulífeyrisþega vegna sífellt bættari lífskjara og hækkandi aldurs. Mesta hindrunin sé skerðing lífeyris vegna atvinnuþátttöku fólks. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði á aðalfundi í dag að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af fjölgun lífeyrisþega næstu áratugi þar sem búið væri að byggja upp öflugt lífeyriskerfi. Eftir þrjátíu til fjörutíu ár væru flestir búnir að borga í lífeyrissjóð alla starfsævi sína. Samkvæmt mannfjöldaspá Samtaka atvinnulífsins fæddust 2,03 börn á hverja konu árið 2005 en gert er ráð fyrir að 1,9 börn fæðist á hverja konu árið 2050. Þá er útlit fyrir að konur eigi börn síðar á ævinni og algengasti barnseignaraldurinn verði 30-34 ár í staðinn fyrir 25-29 ár sem er nú.
Innlent Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira