Mayweather - De la Hoya í beinni í nótt 5. maí 2007 17:50 Mayweather (til hægri) var með vígalegt föruneyti í vigtuninni og hér má sjá rapparann 50 cent halda á meistarabeltum kappans NordicPhotos/GettyImages Bardagi ársins í hnefaleikaheiminum verður í Las Vegas í nótt þar sem hinn ósigraði og yfirlýsingaglaði Floyd Mayweather tekur á móti gulldrengnum Oscar de la Hoya. Sjónvarpsstöðin Sýn sýnir bardagann beint og hefst útsending klukkan eitt í nótt. "Ég er í toppformi og tilbúinn í slaginn," sagði De la Hoya eftir vigtunina í dag. "Ég hlakka mikið til að berjast og get ekki beðið. Ég þarf að vera snjall og þolinmóður í bardaganum," sagði De la Hoya, sem er fjórum pundum þyngri en andstæðingurinn. "Þyngd og frægð vinna ekki bardaga. Hæfileikar vinna bardaga. Mér er alveg sama þó hann sé 25 pundum þyngri en ég - ég mun ganga frá honum. Hann þykist vera rosalega vænn drengur en er í raun er partídýr sem hefur gaman af því að hanga á strípibúllum," sagði Mayweather og segist hlakka til síðasta bardaga síns á ferlinum þar sem hann gæti lokið keppni með 38 sigra og ekkert tap. "Ég vil bara vera venjulegur gaur, ég á tonn af peningum og get nú farið að njóta lífsins," sagði hann. De la Hoya hefur haft orð á því hvað kyndingar andstæðingsins og hroki hafi hjálpað honum í að undirbúa sig fyrir bardagann. "Mayweather þarf á auðmýkt að halda og ég vil gefa honum hana með því að sigra hann. Hann er eins og óþekktarormur sem þarf að tukta til. Hann er auðvitað frábær boxari, en hann hefur ekki þurft að mæta nógu góðum mönnum á ferlinum til að geta kallað sig sannan meistara," sagði De la Hoya. Box Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Sjá meira
Bardagi ársins í hnefaleikaheiminum verður í Las Vegas í nótt þar sem hinn ósigraði og yfirlýsingaglaði Floyd Mayweather tekur á móti gulldrengnum Oscar de la Hoya. Sjónvarpsstöðin Sýn sýnir bardagann beint og hefst útsending klukkan eitt í nótt. "Ég er í toppformi og tilbúinn í slaginn," sagði De la Hoya eftir vigtunina í dag. "Ég hlakka mikið til að berjast og get ekki beðið. Ég þarf að vera snjall og þolinmóður í bardaganum," sagði De la Hoya, sem er fjórum pundum þyngri en andstæðingurinn. "Þyngd og frægð vinna ekki bardaga. Hæfileikar vinna bardaga. Mér er alveg sama þó hann sé 25 pundum þyngri en ég - ég mun ganga frá honum. Hann þykist vera rosalega vænn drengur en er í raun er partídýr sem hefur gaman af því að hanga á strípibúllum," sagði Mayweather og segist hlakka til síðasta bardaga síns á ferlinum þar sem hann gæti lokið keppni með 38 sigra og ekkert tap. "Ég vil bara vera venjulegur gaur, ég á tonn af peningum og get nú farið að njóta lífsins," sagði hann. De la Hoya hefur haft orð á því hvað kyndingar andstæðingsins og hroki hafi hjálpað honum í að undirbúa sig fyrir bardagann. "Mayweather þarf á auðmýkt að halda og ég vil gefa honum hana með því að sigra hann. Hann er eins og óþekktarormur sem þarf að tukta til. Hann er auðvitað frábær boxari, en hann hefur ekki þurft að mæta nógu góðum mönnum á ferlinum til að geta kallað sig sannan meistara," sagði De la Hoya.
Box Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Sjá meira