Sarkozy orðinn forseti 16. maí 2007 13:09 Nicolas Sarkozy sór embættiseið sinn sem forseti Frakklands í morgun. Í setningarræðu sinni kallaði hann eftir þjóðareiningu og boðaði breytingar á frönsku samfélagi. Búist er við að Sarkozy skipi ríkisstjórn sína í fyrsta lagi á morgun. Þar með er tólf ára valdatíð Jacques Chiracs formlega lokið en hann flutti kveðjuræðu sína í gær. Í morgun hitti hann Sarkozy í forsetahöllinni í París og afhenti honum aðgangskóðana að kjarnorkuvopnabúri Frakklands og að þeim fundi loknum hófst sjálf innsetningarathöfnin. Í ræðunni sem Sarkozy hélt við þetta tækifæri hét hann því að sameina frönsku þjóðina á ný og koma á ýmsum breytingum sem gerðu Frakkland sterkara, bæði í efnahagslegu og stjórnmálalegu tilliti. Í utanríkismálum kvaðst nýi forsetinn ætla að setja mannréttinda- og loftslagsmál á oddinn. Að ræðu sinni lokinni gekk Sarkozy strax að konu sinni Ceciliu og kyssti hana en með því hafa þau eflaust viljað slá á þrálátan orðróm um að hún styddi eiginmann sinn ekki heilshugar. Síðar í dag mun Sarkozy leggja blómssveig að leiði óþekkta hermannsins við Sigurbogann en svo heldur hann til Þýskalands til fundar við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Markmið þeirrar ferðar er ekki síst að undirstrika mikilvægi þessara tveggja öflugustu ríkja álfunnar. Búist er við að Sarkozy geri íhaldsmanninn Francois Fillon að forsætisráðherra sínum á morgun og á föstudag verði aðrir ráðherrar skipaðir. Erlent Fréttir Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Nicolas Sarkozy sór embættiseið sinn sem forseti Frakklands í morgun. Í setningarræðu sinni kallaði hann eftir þjóðareiningu og boðaði breytingar á frönsku samfélagi. Búist er við að Sarkozy skipi ríkisstjórn sína í fyrsta lagi á morgun. Þar með er tólf ára valdatíð Jacques Chiracs formlega lokið en hann flutti kveðjuræðu sína í gær. Í morgun hitti hann Sarkozy í forsetahöllinni í París og afhenti honum aðgangskóðana að kjarnorkuvopnabúri Frakklands og að þeim fundi loknum hófst sjálf innsetningarathöfnin. Í ræðunni sem Sarkozy hélt við þetta tækifæri hét hann því að sameina frönsku þjóðina á ný og koma á ýmsum breytingum sem gerðu Frakkland sterkara, bæði í efnahagslegu og stjórnmálalegu tilliti. Í utanríkismálum kvaðst nýi forsetinn ætla að setja mannréttinda- og loftslagsmál á oddinn. Að ræðu sinni lokinni gekk Sarkozy strax að konu sinni Ceciliu og kyssti hana en með því hafa þau eflaust viljað slá á þrálátan orðróm um að hún styddi eiginmann sinn ekki heilshugar. Síðar í dag mun Sarkozy leggja blómssveig að leiði óþekkta hermannsins við Sigurbogann en svo heldur hann til Þýskalands til fundar við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Markmið þeirrar ferðar er ekki síst að undirstrika mikilvægi þessara tveggja öflugustu ríkja álfunnar. Búist er við að Sarkozy geri íhaldsmanninn Francois Fillon að forsætisráðherra sínum á morgun og á föstudag verði aðrir ráðherrar skipaðir.
Erlent Fréttir Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira