Meinuðu Kasparov og fréttamönnum að komast á fundarstað Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 18. maí 2007 13:55 Kasparov sagðist aðeins geta hlegið og líkti ástandinu við Simbabwe. MYND/Reuters Rússneska lögreglan hindraði í morgun mótmælendur og fréttamenn í því að fljúga á fundarstað Evrópusambandsins og Rússa í Samaraborg. Meðal þeirra sem voru stöðvaðir var Garry Kasparov stórmeistari í skák. Vélinni seinkaði um klukkutíma og fór í loftið með einn þriðja fyrirhugaðra farþega, en hvorki mótmælendur né fréttamenn. Mótmælin höfðu verið fyrirhuguð við fundarstaðin á Volgubökkum í borginni Samara sem er í um 1.000 km fjarlægð frá Moskvu. Tveir blaðamenn Wall Street Journal og London Daily Telegraph sem hugðust fljúga til Samara voru einnig stöðvaðir. Miðum þeirra og vegabréfum var haldið af embættismönnum þegar tölvukerfið "kannaðist ekki við þá." Garry Kasparov sagði að starfsmenn flugvallarins hefðu sömuleiðis sagt að flugmiði hans kæmist ekki í gegn í tölvukerfi þeirra. Alexander Adamov yfirmaður flugvllalögreglunnar sagði Reuters að það ætti við um Kasparov og fólkið sem hann ferðaðist með. Kasparov lýsti manninum sem “leikbrúðu” og bætti við að augljóst væri að um væri að ræða skipun “að ofan.” Ungmennahópur á vegum stjórnvalda dreyfði bæklingum á flugvellinum. Á þeim stóð að geðheilsa Kasparovs og Eduard Limonovs leiðtoga Bolsévíka, væri óstöðug og þeir gætu lagt líf annarra farþega í hættu. Dimitri Peskov aðstoðartalsmaður Kremlinstjórnarinnar sagði að engin brögð væru í tafli af hálfu yfirvalda og neitaði að málið myndi hafa áhrif á fundinn. Kasparov líkti ástandinu við ásandið í Simbabwe og Belarus, en löndin eru af vesturlöndum talin þau ólýðræðislegustu í heimi. Angela Merkel kanslari Þýskalands, sem nú fer með formennsku í Evrópusambandinu, lét í ljós áhyggjur vegna frétta af málinu. Erlent Tengdar fréttir Mikil spenna á fundi Rússa og ESB Jose Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varaði Rússa í dag við einingu innan sambandsins. Ef vandamál væru við eitt ríki innan þess, væri það vandamál allra aðildarlandanna. Ummælin lét Barroso falla eftir fund milli ESB og Rússa. Hann sagði einnig að sambandið væri byggt á lögmálum um samstöðu. Fjölda mómælenda var meinaður aðgangur að ráðstefnustaðnum. 18. maí 2007 10:45 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Rússneska lögreglan hindraði í morgun mótmælendur og fréttamenn í því að fljúga á fundarstað Evrópusambandsins og Rússa í Samaraborg. Meðal þeirra sem voru stöðvaðir var Garry Kasparov stórmeistari í skák. Vélinni seinkaði um klukkutíma og fór í loftið með einn þriðja fyrirhugaðra farþega, en hvorki mótmælendur né fréttamenn. Mótmælin höfðu verið fyrirhuguð við fundarstaðin á Volgubökkum í borginni Samara sem er í um 1.000 km fjarlægð frá Moskvu. Tveir blaðamenn Wall Street Journal og London Daily Telegraph sem hugðust fljúga til Samara voru einnig stöðvaðir. Miðum þeirra og vegabréfum var haldið af embættismönnum þegar tölvukerfið "kannaðist ekki við þá." Garry Kasparov sagði að starfsmenn flugvallarins hefðu sömuleiðis sagt að flugmiði hans kæmist ekki í gegn í tölvukerfi þeirra. Alexander Adamov yfirmaður flugvllalögreglunnar sagði Reuters að það ætti við um Kasparov og fólkið sem hann ferðaðist með. Kasparov lýsti manninum sem “leikbrúðu” og bætti við að augljóst væri að um væri að ræða skipun “að ofan.” Ungmennahópur á vegum stjórnvalda dreyfði bæklingum á flugvellinum. Á þeim stóð að geðheilsa Kasparovs og Eduard Limonovs leiðtoga Bolsévíka, væri óstöðug og þeir gætu lagt líf annarra farþega í hættu. Dimitri Peskov aðstoðartalsmaður Kremlinstjórnarinnar sagði að engin brögð væru í tafli af hálfu yfirvalda og neitaði að málið myndi hafa áhrif á fundinn. Kasparov líkti ástandinu við ásandið í Simbabwe og Belarus, en löndin eru af vesturlöndum talin þau ólýðræðislegustu í heimi. Angela Merkel kanslari Þýskalands, sem nú fer með formennsku í Evrópusambandinu, lét í ljós áhyggjur vegna frétta af málinu.
Erlent Tengdar fréttir Mikil spenna á fundi Rússa og ESB Jose Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varaði Rússa í dag við einingu innan sambandsins. Ef vandamál væru við eitt ríki innan þess, væri það vandamál allra aðildarlandanna. Ummælin lét Barroso falla eftir fund milli ESB og Rússa. Hann sagði einnig að sambandið væri byggt á lögmálum um samstöðu. Fjölda mómælenda var meinaður aðgangur að ráðstefnustaðnum. 18. maí 2007 10:45 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Mikil spenna á fundi Rússa og ESB Jose Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varaði Rússa í dag við einingu innan sambandsins. Ef vandamál væru við eitt ríki innan þess, væri það vandamál allra aðildarlandanna. Ummælin lét Barroso falla eftir fund milli ESB og Rússa. Hann sagði einnig að sambandið væri byggt á lögmálum um samstöðu. Fjölda mómælenda var meinaður aðgangur að ráðstefnustaðnum. 18. maí 2007 10:45