Danspönksveitin the Rapture á leið til landsins 24. maí 2007 16:39 Danspönksveitin the Rapture er væntanleg til landsins og heldur tónleika á skemmtistaðnum NASA við Austurvöll 26. júlí næstkomandi. Sveitin er frá New York og er talin ein af upphafsmönnum danspönkbylgjunnar sem hefur verið áberandi í rokktónlist undanfarin ár. ,,Færri komust að en vildu þegar sveitin tróð upp á Airwaves um árið, en þeir sem voru þeirrar gæfu aðnjótandi að sjá fjórmenningana fremja listir sínar á sviði Gauks á Stöng hafa ítrekað vitnað um að sjaldan hafi stuðkvarðinn verið jafn nálægt því að fara yfir hættumörk. Það er því í ljósi sælla minninga og fjölda áskorana sem Hr. Örlygur stendur fyrir endurkomu The Rapture á íslenska grund." segir í fréttatilkynningu frá Hr. Örlygi sem flytur sveitina inn. Tónleikarnir eru liður í tónleikaferðalagi sveitarinnar til að kynna nýjustu breiðskífu sína, Pieces of the People We Love, sem kom út á síðasta ári. Hún hefur hlotið fádæma viðtökur gagnrýnenda og almennings og hafa lög af henni á borð við „Get myself into it", „Whoo! Alright-Yeah… Uh huh" og nú síðast „Pieces of the people we love" hljómað á útvarpsstöðum og dansgólfum skemmtistaða landsins í vetur. Miðasala hefst á morgun, föstudaginn 25. maí í verslunum Skífunnar, völdum verslunum BT og á Midi.is. Miðaverð er 3.900 krónur. Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Danspönksveitin the Rapture er væntanleg til landsins og heldur tónleika á skemmtistaðnum NASA við Austurvöll 26. júlí næstkomandi. Sveitin er frá New York og er talin ein af upphafsmönnum danspönkbylgjunnar sem hefur verið áberandi í rokktónlist undanfarin ár. ,,Færri komust að en vildu þegar sveitin tróð upp á Airwaves um árið, en þeir sem voru þeirrar gæfu aðnjótandi að sjá fjórmenningana fremja listir sínar á sviði Gauks á Stöng hafa ítrekað vitnað um að sjaldan hafi stuðkvarðinn verið jafn nálægt því að fara yfir hættumörk. Það er því í ljósi sælla minninga og fjölda áskorana sem Hr. Örlygur stendur fyrir endurkomu The Rapture á íslenska grund." segir í fréttatilkynningu frá Hr. Örlygi sem flytur sveitina inn. Tónleikarnir eru liður í tónleikaferðalagi sveitarinnar til að kynna nýjustu breiðskífu sína, Pieces of the People We Love, sem kom út á síðasta ári. Hún hefur hlotið fádæma viðtökur gagnrýnenda og almennings og hafa lög af henni á borð við „Get myself into it", „Whoo! Alright-Yeah… Uh huh" og nú síðast „Pieces of the people we love" hljómað á útvarpsstöðum og dansgólfum skemmtistaða landsins í vetur. Miðasala hefst á morgun, föstudaginn 25. maí í verslunum Skífunnar, völdum verslunum BT og á Midi.is. Miðaverð er 3.900 krónur.
Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira