Dennis: Alonso og Hamilton eru bestu félagar 25. maí 2007 11:58 Á myndinni sést Fernando Alonso keyra æfingahring í Monaco. MYND/AFP Ron Dennis, liðsstjóri McLaren-Mercedes, segir sögusagnir um að ósætti sé á milli Fernando Alsono, núverandi heimsmeistara, og nýliðans Lewis Hamilton, sem nú leiðir keppni ökuþóra, algjöra vitleysu. Margt hefur heyrst um að Alonso sé ósáttur við Hamilton vegna velgengi hans. Dennis blæs á þær sögur. „Ef þið gætuð séð líkamstjáningu þeirra, hvernig þeir eru þegar þeir leika sér í tölvuleikjum saman, þá sést að þeir eru kappssamir og vilja vinna, en ekki að það komi niður á sambandi þeirra eða sambandi liðsheildarinnar." Dennis notaði einnig tækifærið á fréttamannafundi í gær til þess að gagnrýna ummæli Eddie Jordan og Keke Rosberg sem sögðu Hamilton ekki enn hafa sýnt að hann búi yfir nauðsynlegri hörku til þess að gera hvað sem þarf til þess að sigra. „Ég held að þeir ættu bara að þegja og einbeita sér að sínum eigin málum sem ég er nokkuð viss um að sé það besta í stöðunni fyrir þá." Formúla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Ron Dennis, liðsstjóri McLaren-Mercedes, segir sögusagnir um að ósætti sé á milli Fernando Alsono, núverandi heimsmeistara, og nýliðans Lewis Hamilton, sem nú leiðir keppni ökuþóra, algjöra vitleysu. Margt hefur heyrst um að Alonso sé ósáttur við Hamilton vegna velgengi hans. Dennis blæs á þær sögur. „Ef þið gætuð séð líkamstjáningu þeirra, hvernig þeir eru þegar þeir leika sér í tölvuleikjum saman, þá sést að þeir eru kappssamir og vilja vinna, en ekki að það komi niður á sambandi þeirra eða sambandi liðsheildarinnar." Dennis notaði einnig tækifærið á fréttamannafundi í gær til þess að gagnrýna ummæli Eddie Jordan og Keke Rosberg sem sögðu Hamilton ekki enn hafa sýnt að hann búi yfir nauðsynlegri hörku til þess að gera hvað sem þarf til þess að sigra. „Ég held að þeir ættu bara að þegja og einbeita sér að sínum eigin málum sem ég er nokkuð viss um að sé það besta í stöðunni fyrir þá."
Formúla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira