Alan Johnston þakkar vestrænum fjölmiðlum 4. júlí 2007 13:55 Breska fréttamanninum Alan Johnston var sleppt í morgun en hann hafði verið í haldi mannræningja á Gaza í 114 daga. Hann hélt fréttamannafund í Jerúsalem í dag og sagði það stórkostlega tilfinningu að vera frjáls á ný. Johnston líkti þolraun sinni við það að vera grafinn lifandi. Honum var lengi vel haldið í einangrun í herbergi þar sem búið var að negla fyrir alla glugga. Hann sagðist oft hafa dreymt um að losna en í hvert sinn hafi hann vaknað á ný í sama herberginu. Hann sagði að hann hefði ekki verið pyntaður á meðan hann var í haldi. Á fréttamannafundi sem hann hélt í Jerúsalem í dag þakkaði hann fjölmiðlum fyrir að hafa haldið lífi í honum. Hann hafði útvarp og gat því hlustað á BBC world Service og fylgst með fréttum af máli sínu. Johnston tók sérstaklega fram að ef það hefði ekki verið fyrir framtak Hamas þá væri hann enn fangi mannræningjanna. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sagði í sínum fyrsta fyrirspurnartíma á breska þinginu í dag, að Hamas hefði leikið gríðarlega mikilvægt hlutverk. Stuttu eftir að Hamas samtökin komust til valda kröfðust þau þess að Johnston yrði látinn laus og sögðu að þau væru tilbúin að beita valdi ef með þyrfti. Mannræningjarnir, hópur sem kallar sig Her íslam, sagði á móti að ef reynt yrði að beita valdi til þess að bjarga Johnston, yrði hann drepinn. Breska stjórnin biðlaði til Hamas að bíða með aðgerðir af ótta við afleiðingarnar. Það var svo seint í gærkvöldi að liðsmenn Hamas tóku sér stöðu á húsum í kringum bækistöðvar Hers íslam. Viðræður hófust og enduðu á því að Hamas sannfærði áhrifamikinn klerk um að gefa út trúarlega tilskipun, eða Fatwa, þess efnis að sleppa ætti Johnston án skilyrða. Hann var þá látinn laus. Fatah hreyfingin, sem var við völd á Gaza áður en Hamas bolaði þeim í burtu, fagnaði því að Johnston hefði verið frelsaður. Háttsettur aðstoðarmaður Mahmoud Abbas, forseta Palestínu og leiðtoga Fatah, sakaði þó Hamas um að hafa unnið með Her íslam og skipulagt allt saman frá upphafi til enda. Erlent Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira
Breska fréttamanninum Alan Johnston var sleppt í morgun en hann hafði verið í haldi mannræningja á Gaza í 114 daga. Hann hélt fréttamannafund í Jerúsalem í dag og sagði það stórkostlega tilfinningu að vera frjáls á ný. Johnston líkti þolraun sinni við það að vera grafinn lifandi. Honum var lengi vel haldið í einangrun í herbergi þar sem búið var að negla fyrir alla glugga. Hann sagðist oft hafa dreymt um að losna en í hvert sinn hafi hann vaknað á ný í sama herberginu. Hann sagði að hann hefði ekki verið pyntaður á meðan hann var í haldi. Á fréttamannafundi sem hann hélt í Jerúsalem í dag þakkaði hann fjölmiðlum fyrir að hafa haldið lífi í honum. Hann hafði útvarp og gat því hlustað á BBC world Service og fylgst með fréttum af máli sínu. Johnston tók sérstaklega fram að ef það hefði ekki verið fyrir framtak Hamas þá væri hann enn fangi mannræningjanna. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sagði í sínum fyrsta fyrirspurnartíma á breska þinginu í dag, að Hamas hefði leikið gríðarlega mikilvægt hlutverk. Stuttu eftir að Hamas samtökin komust til valda kröfðust þau þess að Johnston yrði látinn laus og sögðu að þau væru tilbúin að beita valdi ef með þyrfti. Mannræningjarnir, hópur sem kallar sig Her íslam, sagði á móti að ef reynt yrði að beita valdi til þess að bjarga Johnston, yrði hann drepinn. Breska stjórnin biðlaði til Hamas að bíða með aðgerðir af ótta við afleiðingarnar. Það var svo seint í gærkvöldi að liðsmenn Hamas tóku sér stöðu á húsum í kringum bækistöðvar Hers íslam. Viðræður hófust og enduðu á því að Hamas sannfærði áhrifamikinn klerk um að gefa út trúarlega tilskipun, eða Fatwa, þess efnis að sleppa ætti Johnston án skilyrða. Hann var þá látinn laus. Fatah hreyfingin, sem var við völd á Gaza áður en Hamas bolaði þeim í burtu, fagnaði því að Johnston hefði verið frelsaður. Háttsettur aðstoðarmaður Mahmoud Abbas, forseta Palestínu og leiðtoga Fatah, sakaði þó Hamas um að hafa unnið með Her íslam og skipulagt allt saman frá upphafi til enda.
Erlent Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira