Slasaður eftir stökk af hótelsvölum í sveppavímu 13. júlí 2007 13:18 Ofskynjunarsveppir MYND/Getty Images 19 ára gamall íslenskur ferðamaður brotnaði á báðum fótum í Amsterdam um síðustu helgi, þegar hann stökk fram af svölum af annarri hæð hótels undir áhrifum ferskra ofskynjunarsveppa. Pilturinn er með gifs á báðum fótum. Samkvæmt fréttavef hollenska blaðsins De Volkskrant, borðaði hann 13 sveppi ásamt vini sínum. Þegar víman tók völdin varð hann óttasleginn og hélt að einhver væri að elta sig. Þá hljóp hann með hendur fyrir eyrum og stökk fram af svölunum á hótelinu. Eftir það reyndi hann að draga sig áfram á stéttinni en tókst það ekki sökum áverka. Því næst var hann kominn á sjúkrahús en man ekki hvað gerðist í millitíðinni. Óttast er að pilturinn, sem er að læra trésmíði, muni ekki ná sér að fullu af fótmeiðslum sínum, og jafnvel talið að hann muni ekki geta unnið erfiðisvinnu í framtíðinni. Faðir piltsins flaug til Amsterdam til að sækja drenginn og er von á feðgunum til landsins í dag. Löglegt er að selja ferska ofskynjunarsveppi í Hollandi, en bannað er að selja þá þurrkaða. Einnig kemur fram að neysla ofskynjunarsveppa sé hættulegri ef áfengi er við hönd, en pilturinn segist aðeins hafa drukkið te fyrr um kvöldið. Fram kemur að þetta sé þriðja atvikið í Amsterdam, sem rekja má beint til ferskra ofskynjunarsveppa síðastliðna fimm mánuði. Í mars síðastliðnum lét 17 ára stelpa lífið eftir að hafa stokkið fram af þaki vísindasafns í sveppavímu og í júní missti breskur ferðamaður stjórn á sér eftir neyslu sveppanna. Sá rústaði hóelherberginu sínu og kastaði ýmsum hlutum á götuna við hótelið, sem varð til þess að einn gangfarandi slasaðist. Innlent Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
19 ára gamall íslenskur ferðamaður brotnaði á báðum fótum í Amsterdam um síðustu helgi, þegar hann stökk fram af svölum af annarri hæð hótels undir áhrifum ferskra ofskynjunarsveppa. Pilturinn er með gifs á báðum fótum. Samkvæmt fréttavef hollenska blaðsins De Volkskrant, borðaði hann 13 sveppi ásamt vini sínum. Þegar víman tók völdin varð hann óttasleginn og hélt að einhver væri að elta sig. Þá hljóp hann með hendur fyrir eyrum og stökk fram af svölunum á hótelinu. Eftir það reyndi hann að draga sig áfram á stéttinni en tókst það ekki sökum áverka. Því næst var hann kominn á sjúkrahús en man ekki hvað gerðist í millitíðinni. Óttast er að pilturinn, sem er að læra trésmíði, muni ekki ná sér að fullu af fótmeiðslum sínum, og jafnvel talið að hann muni ekki geta unnið erfiðisvinnu í framtíðinni. Faðir piltsins flaug til Amsterdam til að sækja drenginn og er von á feðgunum til landsins í dag. Löglegt er að selja ferska ofskynjunarsveppi í Hollandi, en bannað er að selja þá þurrkaða. Einnig kemur fram að neysla ofskynjunarsveppa sé hættulegri ef áfengi er við hönd, en pilturinn segist aðeins hafa drukkið te fyrr um kvöldið. Fram kemur að þetta sé þriðja atvikið í Amsterdam, sem rekja má beint til ferskra ofskynjunarsveppa síðastliðna fimm mánuði. Í mars síðastliðnum lét 17 ára stelpa lífið eftir að hafa stokkið fram af þaki vísindasafns í sveppavímu og í júní missti breskur ferðamaður stjórn á sér eftir neyslu sveppanna. Sá rústaði hóelherberginu sínu og kastaði ýmsum hlutum á götuna við hótelið, sem varð til þess að einn gangfarandi slasaðist.
Innlent Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira