Tiger Woods sigraði örugglega í Ohio í gær 6. ágúst 2007 14:34 Tiger Woods lék frábæran lokahring og fór með öruggan sigur af hólmi á heimsmótinu í golfi sem lauk í Ohio í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þetta var þriðja heimsmótið í röð sem að Tiger vinnur á Firestone golfvellinum. Suður-afríski kylfingurinn Rory Sabbatini hafði eins höggs forystu á Tiger fyrir lokahringinn í gær. Tiger náði að jafna Sabbatini strax á annarri holu og seig hægt og rólega fram úr honum í kjölfarið. Sabbatini lenti í vandræðum á fjórðu holu og fékk skolla á meðan Tiger nældi sér í fugl og var skyndilega kominn með tveggja högga forskot. Eftir það var ekki aftur snúið og Tiger hreinlega stakk keppinauta sína af. Hann lék lokahringinn á 5 höggum undir pari, sinn besta hring á mótinu og fékk ekki einn einasta skolla. Hann fékk fimm fugla og paraði hinar 13 holurnar og lauk keppni langefstur á samtals átta höggum undir pari, átta höggum á undan Sabbatini og Englendingnum Justin Rose. Fljótlega varð ljóst að spennan snerist ekki lengur um hver myndi vinna mótið heldur var mesta baráttan um annað sætið. Sabbatini lék sinn versta hring á mótinu í gær og fór hann á tveimur höggum yfir pari. Rose átti aftur á móti góðu gengi að fagna, hann náði að vinna upp sex högga forskot Sabbatinis fyrir lokahringinn og lék hann á fjórum höggum undir pari. Jafnir í fjórða sætinu á samtals einu höggi yfir pari komu Ástralinn Peter Lonard og Bandaríkjamaðurinn Chris DiMarco. Sigurvegari opna breska mótsins í síðasta mánuði, Padraig Harrington lauk keppni í fjórtánda sæti á samtals 5 höggum yfir pari. Þetta er þriðja heimsmótið í röð sem Tiger vinnur á Firestone golfvellinum. Hann hefur nú unnið sex mót á mótaröðinni á þessu tímabili en fyrir sigurinn í gær fékk hann um 360 milljónir króna. Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods lék frábæran lokahring og fór með öruggan sigur af hólmi á heimsmótinu í golfi sem lauk í Ohio í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þetta var þriðja heimsmótið í röð sem að Tiger vinnur á Firestone golfvellinum. Suður-afríski kylfingurinn Rory Sabbatini hafði eins höggs forystu á Tiger fyrir lokahringinn í gær. Tiger náði að jafna Sabbatini strax á annarri holu og seig hægt og rólega fram úr honum í kjölfarið. Sabbatini lenti í vandræðum á fjórðu holu og fékk skolla á meðan Tiger nældi sér í fugl og var skyndilega kominn með tveggja högga forskot. Eftir það var ekki aftur snúið og Tiger hreinlega stakk keppinauta sína af. Hann lék lokahringinn á 5 höggum undir pari, sinn besta hring á mótinu og fékk ekki einn einasta skolla. Hann fékk fimm fugla og paraði hinar 13 holurnar og lauk keppni langefstur á samtals átta höggum undir pari, átta höggum á undan Sabbatini og Englendingnum Justin Rose. Fljótlega varð ljóst að spennan snerist ekki lengur um hver myndi vinna mótið heldur var mesta baráttan um annað sætið. Sabbatini lék sinn versta hring á mótinu í gær og fór hann á tveimur höggum yfir pari. Rose átti aftur á móti góðu gengi að fagna, hann náði að vinna upp sex högga forskot Sabbatinis fyrir lokahringinn og lék hann á fjórum höggum undir pari. Jafnir í fjórða sætinu á samtals einu höggi yfir pari komu Ástralinn Peter Lonard og Bandaríkjamaðurinn Chris DiMarco. Sigurvegari opna breska mótsins í síðasta mánuði, Padraig Harrington lauk keppni í fjórtánda sæti á samtals 5 höggum yfir pari. Þetta er þriðja heimsmótið í röð sem Tiger vinnur á Firestone golfvellinum. Hann hefur nú unnið sex mót á mótaröðinni á þessu tímabili en fyrir sigurinn í gær fékk hann um 360 milljónir króna.
Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira