Skotinn og fangelsaður í Danmörku Óli Tynes skrifar 23. ágúst 2007 15:21 Lögregluvörður við vígvöllinn í Amager. MYND/Nyhedsavisen Maður sem danskir lögregluþjónar skutu eftir að hann hafði sært tvo þeirra með hnífi, hefur verið úrskurðaður í hálfs mánaðar gæsluvarðhald. Lögregluþjónarnir höfðu verið sendir til þess að aðstoða við að bera fjölskyldu út úr íbúð í Amager. Húsaleigan hafði ekki verið greidd í marga mánuði. Þegar fulltrúar fógeta komu á vettvang hafði fjölskyldan víggirt sig. Lögregluþjónarnir, karl og kona, rifu burt vígið og komust inn í íbúðina. Húsmóðirin greip þá hníf og hélt að hálsi sér. Hún hótaði að skera sig á háls. Heimilisfaðirinn greip annan hníf og bar hann að hálsi sex ára dóttur þeirra. Hann hótaði að skera hana á háls ef þau yrðu ekki látin í friði. Að sögn lögreglunnar réðst maðurinn svo skyndilega á lögregluþjónana. Hann gat fellt konuna í gólfið og stakk hnífnum í fót hennar. Þegar starfsbróðir hennar greip inn í fékk hann stungusár í handlegginn. Lögregluþjónninn dró þá upp skammbyssu sína og skaut þrem aðvörunarskotum. Í fjórða skotinu klikkaði byssan. Heimilisfaðirinn var enn veifandi hnífnum. Lögreglukonan dró þá upp sína skammbyssu og skaut hann í magann. Hann var svo fluttur á sjúkrahús og hefur nú verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Félagsmálayfirvöld tóku að sér eiginkonuna og barnið. Erlent Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Maður sem danskir lögregluþjónar skutu eftir að hann hafði sært tvo þeirra með hnífi, hefur verið úrskurðaður í hálfs mánaðar gæsluvarðhald. Lögregluþjónarnir höfðu verið sendir til þess að aðstoða við að bera fjölskyldu út úr íbúð í Amager. Húsaleigan hafði ekki verið greidd í marga mánuði. Þegar fulltrúar fógeta komu á vettvang hafði fjölskyldan víggirt sig. Lögregluþjónarnir, karl og kona, rifu burt vígið og komust inn í íbúðina. Húsmóðirin greip þá hníf og hélt að hálsi sér. Hún hótaði að skera sig á háls. Heimilisfaðirinn greip annan hníf og bar hann að hálsi sex ára dóttur þeirra. Hann hótaði að skera hana á háls ef þau yrðu ekki látin í friði. Að sögn lögreglunnar réðst maðurinn svo skyndilega á lögregluþjónana. Hann gat fellt konuna í gólfið og stakk hnífnum í fót hennar. Þegar starfsbróðir hennar greip inn í fékk hann stungusár í handlegginn. Lögregluþjónninn dró þá upp skammbyssu sína og skaut þrem aðvörunarskotum. Í fjórða skotinu klikkaði byssan. Heimilisfaðirinn var enn veifandi hnífnum. Lögreglukonan dró þá upp sína skammbyssu og skaut hann í magann. Hann var svo fluttur á sjúkrahús og hefur nú verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Félagsmálayfirvöld tóku að sér eiginkonuna og barnið.
Erlent Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira