Greið leið fyrir fíkniefnasmyglara víða um land 21. september 2007 13:00 Ekki er virkt sólarhringseftirlit í öllum höfnum landsins og því meiri líkur á að greið leið sé fyrir fíkniefnasmyglara þar sem eftirliti er ábótavant. Þetta segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Hann setur spurningarmerki við það að stjórnvöld verji miklu fé í hryðjuverkavarnir og segir að skoða verði hvernig fjármunum til eftirlits sé varið. Gísli var gestur í hádegisviðtalinu á Stöð 2 þar sem hann ræddi um öryggi í höfnum landsins í kjölfar frétta af umfangsmiklu fíkniefnasmygli á Fáskrúðsfirði sem upp komst í gær. Gísli segir að á síðustu 3-4 árum hafi eftirlitið í stærstu höfnum landsins eflst mikið. Það sé þríþætt og snúi í fyrsta lagi að eftirliti með öryggi og umferð, í öðru lagi að eftirliti með fiskveiðistjórnunarkerfinu og í þriðja lagi að vörnum gegn hryðjuverkum. Gísli segir kerfið betra en nokkru sinni „en það er hins vegar spurning hverning samhæfingin er milli einstakra þátta og á hvað er verið að leggja áherslu hverju sinni." Hann telur að málið á Fáskrúðsfirði ýti rækilega við mönnum að skoða kerfið heildstætt.Misbrestur á eftirliti með tilkynningum báta Aðspurður segir hann ákveðnar reglur í gildi um að öll skip eigi að tilkynna sig þegar þau komi innn í efnahagslögsöguna og einnig sólarhring áður en komið er til hafnar. Með vaxandi siglingum smærri skúta og báta hafi dottið upp fyrir í einhverjum tilvikum að fylgjast með því. Hann bendir á að litlum bátum sem koma til landsins yfir sumartímann hafi fjölgað mikið undanfarin ár og þeir skipti líklega hundruðum. Þá segir hann aðspurður að hafnir landsins séu afar misjafnar. Þær stærri séu með sólarhringsvaktir og geti því vel fylgst með umferðinni. „En svo eru auðvitað mjög margar miklu smærri hafnir sem eru ekki með sólarhringsvakt, fáa starfsmenn, jafnvel ekki nema hálft stöðugildi," segir Gísli og bendir á að á hluta Austurlands og Norðausturlands séu hafnir sem ekki séu með virkt eftirlit allan sólarhringinn. „Það eru meiri líkur á að það sé greið leið þar." Hann bendir enn fremur á að ekki þurfi einu sinni höfn til því hægt sé að komast ansi nærri landi á litlum bátum sem ekki séu allir með staðsetningartæki. Hið virka eftirlit verði því að vera á hafinu ekki síður en höfnunum. Gísli segir að skoða verði í hvað peningar til eftirlits fari. „Við erum að verja verulegum peningum í hryðjuverkavarnir, Er það akkúrat það sem við þurfum á að halda?" spyr Gísli. Aðspurður hvort hann telji að koma verði á fót sérstakri sjólögreglu segir Gísli að vísir að slíku sé þegar í Reykjavík. Lögreglan hafi brugðist við vaxandi umferð báta um Faxaflóa og sömuleiðis vaxandi bátaeign á Íslandi. Pólstjörnumálið Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Ekki er virkt sólarhringseftirlit í öllum höfnum landsins og því meiri líkur á að greið leið sé fyrir fíkniefnasmyglara þar sem eftirliti er ábótavant. Þetta segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Hann setur spurningarmerki við það að stjórnvöld verji miklu fé í hryðjuverkavarnir og segir að skoða verði hvernig fjármunum til eftirlits sé varið. Gísli var gestur í hádegisviðtalinu á Stöð 2 þar sem hann ræddi um öryggi í höfnum landsins í kjölfar frétta af umfangsmiklu fíkniefnasmygli á Fáskrúðsfirði sem upp komst í gær. Gísli segir að á síðustu 3-4 árum hafi eftirlitið í stærstu höfnum landsins eflst mikið. Það sé þríþætt og snúi í fyrsta lagi að eftirliti með öryggi og umferð, í öðru lagi að eftirliti með fiskveiðistjórnunarkerfinu og í þriðja lagi að vörnum gegn hryðjuverkum. Gísli segir kerfið betra en nokkru sinni „en það er hins vegar spurning hverning samhæfingin er milli einstakra þátta og á hvað er verið að leggja áherslu hverju sinni." Hann telur að málið á Fáskrúðsfirði ýti rækilega við mönnum að skoða kerfið heildstætt.Misbrestur á eftirliti með tilkynningum báta Aðspurður segir hann ákveðnar reglur í gildi um að öll skip eigi að tilkynna sig þegar þau komi innn í efnahagslögsöguna og einnig sólarhring áður en komið er til hafnar. Með vaxandi siglingum smærri skúta og báta hafi dottið upp fyrir í einhverjum tilvikum að fylgjast með því. Hann bendir á að litlum bátum sem koma til landsins yfir sumartímann hafi fjölgað mikið undanfarin ár og þeir skipti líklega hundruðum. Þá segir hann aðspurður að hafnir landsins séu afar misjafnar. Þær stærri séu með sólarhringsvaktir og geti því vel fylgst með umferðinni. „En svo eru auðvitað mjög margar miklu smærri hafnir sem eru ekki með sólarhringsvakt, fáa starfsmenn, jafnvel ekki nema hálft stöðugildi," segir Gísli og bendir á að á hluta Austurlands og Norðausturlands séu hafnir sem ekki séu með virkt eftirlit allan sólarhringinn. „Það eru meiri líkur á að það sé greið leið þar." Hann bendir enn fremur á að ekki þurfi einu sinni höfn til því hægt sé að komast ansi nærri landi á litlum bátum sem ekki séu allir með staðsetningartæki. Hið virka eftirlit verði því að vera á hafinu ekki síður en höfnunum. Gísli segir að skoða verði í hvað peningar til eftirlits fari. „Við erum að verja verulegum peningum í hryðjuverkavarnir, Er það akkúrat það sem við þurfum á að halda?" spyr Gísli. Aðspurður hvort hann telji að koma verði á fót sérstakri sjólögreglu segir Gísli að vísir að slíku sé þegar í Reykjavík. Lögreglan hafi brugðist við vaxandi umferð báta um Faxaflóa og sömuleiðis vaxandi bátaeign á Íslandi.
Pólstjörnumálið Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira