Rekin húshjálp grunuð um rán Madeleine 30. september 2007 11:21 Madeleine hvarf 3. maí og hefur ekkert til hennar spurst. MYND/AFP Breska lögreglan leitar stúlku sem rekin var frá Mark Warner sumarhúsakeðjunni eftir allsérstaka ábendingu frá Karli Bretaprins. Nafnlaus tölvupóstur barst skrifstofu hans þar sem því er haldið fram að Madeleine hafi verið rænt af fyrrum húshjálp Mark Warner keðjunnar í Praia da Luz. Þar segir að stúlkan hafi rænt Madeleine í hefndarskyni fyrir fyrirtækið. Breska lögreglan er nú í sambandi við kollega sína í Portúgal vegna þessarar óvæntu ábendingu 150 dögum eftir hvarf stúlkunnar. Í breska dagblaðinu News of the World segir að þrátt fyrir ábendinguna hafi lögreglan í Portúgal dregið úr rannsókninni. Í upphafi hafi eitt þúsund portúgalskir lögreglumenn unnið málinu. Nú séu þeir einungis 20. Talið er að uppljóstrarinn hafi sent tölvupóstinn eftir að Karl og Camilla lýstu yfir stuðningi við Kate og Gerry McCann. Nú er verið að reyna að komast á snoðir um hver uppljóstrarinn er. Rannsóknarlögreglumenn hafa nú þegar komist að því að nafn fyrrum starfsstúlkunnar er rétt og aðrar upplýsingar í póstinum eru staðfestar. Hundruð ábendinga hafa borist bresku lögreglunni vegna málsins, en hún segir að þessi sé frábrugðin. Smáatriði sem komi fram sem séu ótrúlega nákvæm. Clarence Mitchell talsmaður McCann hjónanna segir að þau líti á hverja trúanlega ábendingu hjálpa til við að halda fókusnum á leitinni að Madeleine. Þau vonast til að ábendingin, sem og aðrar ábendingar haldi meiðandi ásökunum á hendur þeim í lágmarki. Ekki er ljóst hversu langt portúgalska lögreglan er komin í rannsókninni á húshjálpinni sem sögð er portúgölsk. Þó er staðfest að hún var rekin og var mjög ósátt við yfirmenn sína þegar hún hætti. Í tölvupóstinum segir að hún hafi verið ótrúlega bitur og viljað hefna uppsagnarinnar. Flestir þeirra sem vinna störf í tengslum við viðskiptavini Mark Warner eins og barnfóstrur, lífverðir, tenniskennarar og fólk í gestamóttöku eru ungir Bretar. Portúgalar vinna hins vegar við húshjálp, heinsun, þjónustu og öryggisgæslu. Þeir sem vinna við húshjálp fá fá lykla að íbúðunum og þær eru þrifnar einu sinni í viku. Madeleine McCann Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Sjá meira
Breska lögreglan leitar stúlku sem rekin var frá Mark Warner sumarhúsakeðjunni eftir allsérstaka ábendingu frá Karli Bretaprins. Nafnlaus tölvupóstur barst skrifstofu hans þar sem því er haldið fram að Madeleine hafi verið rænt af fyrrum húshjálp Mark Warner keðjunnar í Praia da Luz. Þar segir að stúlkan hafi rænt Madeleine í hefndarskyni fyrir fyrirtækið. Breska lögreglan er nú í sambandi við kollega sína í Portúgal vegna þessarar óvæntu ábendingu 150 dögum eftir hvarf stúlkunnar. Í breska dagblaðinu News of the World segir að þrátt fyrir ábendinguna hafi lögreglan í Portúgal dregið úr rannsókninni. Í upphafi hafi eitt þúsund portúgalskir lögreglumenn unnið málinu. Nú séu þeir einungis 20. Talið er að uppljóstrarinn hafi sent tölvupóstinn eftir að Karl og Camilla lýstu yfir stuðningi við Kate og Gerry McCann. Nú er verið að reyna að komast á snoðir um hver uppljóstrarinn er. Rannsóknarlögreglumenn hafa nú þegar komist að því að nafn fyrrum starfsstúlkunnar er rétt og aðrar upplýsingar í póstinum eru staðfestar. Hundruð ábendinga hafa borist bresku lögreglunni vegna málsins, en hún segir að þessi sé frábrugðin. Smáatriði sem komi fram sem séu ótrúlega nákvæm. Clarence Mitchell talsmaður McCann hjónanna segir að þau líti á hverja trúanlega ábendingu hjálpa til við að halda fókusnum á leitinni að Madeleine. Þau vonast til að ábendingin, sem og aðrar ábendingar haldi meiðandi ásökunum á hendur þeim í lágmarki. Ekki er ljóst hversu langt portúgalska lögreglan er komin í rannsókninni á húshjálpinni sem sögð er portúgölsk. Þó er staðfest að hún var rekin og var mjög ósátt við yfirmenn sína þegar hún hætti. Í tölvupóstinum segir að hún hafi verið ótrúlega bitur og viljað hefna uppsagnarinnar. Flestir þeirra sem vinna störf í tengslum við viðskiptavini Mark Warner eins og barnfóstrur, lífverðir, tenniskennarar og fólk í gestamóttöku eru ungir Bretar. Portúgalar vinna hins vegar við húshjálp, heinsun, þjónustu og öryggisgæslu. Þeir sem vinna við húshjálp fá fá lykla að íbúðunum og þær eru þrifnar einu sinni í viku.
Madeleine McCann Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Sjá meira