Boston valtaði yfir Denver 8. nóvember 2007 09:38 Það er gaman í Boston þessa dagana og hér fagna þeir Kevin Garnett og Paul Pierce auðveldum sigri á Denver í nótt NordicPhotos/GettyImages Boston vann í nótt þriðja leik sinn í röð í NBA deildinni í körfubolta þegar liðið burstaði Denver 119-93 á heimavelli sínum. Alls voru níu leikir á dagskrá í nótt og margir þeirra mjög áhugaverðir. Þríeyki þeirra Boston manna fór mikinn í auðveldum sigri á Denver og hitti liðið úr 74% skota sinna í fyrri hálfleik. Paul Pierce skoraði 26 stig í leiknum og Ray Allen 22, en Kevin Garnett var besti maður vallarins og skoraði 23 stig, hirti 13 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Allen Iverson var stigahæstur í arfaslöku Denverliði með 22 stig. LA Clippers heldur áfram mjög óvæntri byrjun sinni og í nótt vann liðið fjórða leikinn í röð í upphafi tímabils með því að skella Indiana á útivelli 104-89. Sam Cassell skoraði 35 stig fyrir Clippers og Chris Kaman hirti 22 fráköst, en Danny Granger skoraði 16 stig fyrir heimamenn. Phoenix lá í Atlanta Atlanta gerði sér lítið fyrir og lagði Phoenix á heimavelli sínum 105-96. Josh Smith skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst fyrir Atlanta og Marvin Williams var með 20 stig og 12 fráköst. Steve Nash var góður í liði Phoenix með 34 stig og 11 stoðsendingar og hitti úr 7 af 10 þristum. Shawn Marion skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. Það var einmitt í fráköstunum sem heimamenn skópu sigurinn með því að vinna baráttuna 56-40. Philadelphia rúllaði yfir Charlotte 94-63 og virðist lið Charlotte gjörsamlega heillum horfið eftir að leikstjórnandinn Raymond Felton meiddist á dögunum. Andre Iguodala skoraði 19 stig fyrir heimamenn en Roy Carroll setti 16 fyrir slaka gestina. Orlando lagði Toronto á útivelli 105-96 þar sem Hedo Turkoglu skoraði 24 stig og hirti 15 fráköst fyrir Orlando og Rashard Lewis skoraði einnig 24 stig, en Chris Bosh var bestur hjá Kanadaliðinu með 26 stig og 10 fráköst. Enn tapar Miami San Antonio færði Miami fjórða tapið í röð í deildinni með 88-78 sigri á heimavelli. Manu Ginobili skoraði 25 stig, hirti 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar hjá San Antonio en Shaquille O´Neal skoraði 17 stig fyrir Miami - sem hefur nú tapað 17 leikjum í röð í öllum keppnum. Seattle er enn án sigurs í deildarkeppninni og tapaði fimmta leiknum í röð í nótt. Seattle tapaði heima fyrir Memphis 105-98 þar sem Rudy Gay gerði 25 stig fyrir Memphis en Chris Wilcox setti 21 fyrir Seattle. Portland vann fyrsta sigur sinn á tímabilinu með því að leggja New Orleans nokkuð óvænt 93-90 og var þetta jafnframt fyrsta tap New Orleans. David West átti stórleik hjá New Orleans og skoraði 34 stig og hirti 18 fráköst, en það dugði ekki til. Martell Webster og Jarrett Jack skoruðu 20 stig hvor fyrir Portland. Stórkostlegur leikur LeBron James dugði ekki Loks vann Utah dramatískan sigur á Cleveland 103-101 þar sem leikstjórnandinn Deron Williams tryggði heimamönnum sigur með sniðskoti rúmri sekúndu fyrir leikslok. Áður hafði LeBron James jafnað leikinn fyrir Cleveland með ótrúlegum þristi. James var besti maður vallarins og náði tröllaþrennu með 32 stigum, 15 fráköstum og 13 stoðsendingum. Paul Millsap var stigahæstur hjá Utah með 24 stig af bekknum og Carlos Boozer skoraði 23 stig og hirti 12 fráköst. NBA Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Fleiri fréttir Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Sjá meira
Boston vann í nótt þriðja leik sinn í röð í NBA deildinni í körfubolta þegar liðið burstaði Denver 119-93 á heimavelli sínum. Alls voru níu leikir á dagskrá í nótt og margir þeirra mjög áhugaverðir. Þríeyki þeirra Boston manna fór mikinn í auðveldum sigri á Denver og hitti liðið úr 74% skota sinna í fyrri hálfleik. Paul Pierce skoraði 26 stig í leiknum og Ray Allen 22, en Kevin Garnett var besti maður vallarins og skoraði 23 stig, hirti 13 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Allen Iverson var stigahæstur í arfaslöku Denverliði með 22 stig. LA Clippers heldur áfram mjög óvæntri byrjun sinni og í nótt vann liðið fjórða leikinn í röð í upphafi tímabils með því að skella Indiana á útivelli 104-89. Sam Cassell skoraði 35 stig fyrir Clippers og Chris Kaman hirti 22 fráköst, en Danny Granger skoraði 16 stig fyrir heimamenn. Phoenix lá í Atlanta Atlanta gerði sér lítið fyrir og lagði Phoenix á heimavelli sínum 105-96. Josh Smith skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst fyrir Atlanta og Marvin Williams var með 20 stig og 12 fráköst. Steve Nash var góður í liði Phoenix með 34 stig og 11 stoðsendingar og hitti úr 7 af 10 þristum. Shawn Marion skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. Það var einmitt í fráköstunum sem heimamenn skópu sigurinn með því að vinna baráttuna 56-40. Philadelphia rúllaði yfir Charlotte 94-63 og virðist lið Charlotte gjörsamlega heillum horfið eftir að leikstjórnandinn Raymond Felton meiddist á dögunum. Andre Iguodala skoraði 19 stig fyrir heimamenn en Roy Carroll setti 16 fyrir slaka gestina. Orlando lagði Toronto á útivelli 105-96 þar sem Hedo Turkoglu skoraði 24 stig og hirti 15 fráköst fyrir Orlando og Rashard Lewis skoraði einnig 24 stig, en Chris Bosh var bestur hjá Kanadaliðinu með 26 stig og 10 fráköst. Enn tapar Miami San Antonio færði Miami fjórða tapið í röð í deildinni með 88-78 sigri á heimavelli. Manu Ginobili skoraði 25 stig, hirti 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar hjá San Antonio en Shaquille O´Neal skoraði 17 stig fyrir Miami - sem hefur nú tapað 17 leikjum í röð í öllum keppnum. Seattle er enn án sigurs í deildarkeppninni og tapaði fimmta leiknum í röð í nótt. Seattle tapaði heima fyrir Memphis 105-98 þar sem Rudy Gay gerði 25 stig fyrir Memphis en Chris Wilcox setti 21 fyrir Seattle. Portland vann fyrsta sigur sinn á tímabilinu með því að leggja New Orleans nokkuð óvænt 93-90 og var þetta jafnframt fyrsta tap New Orleans. David West átti stórleik hjá New Orleans og skoraði 34 stig og hirti 18 fráköst, en það dugði ekki til. Martell Webster og Jarrett Jack skoruðu 20 stig hvor fyrir Portland. Stórkostlegur leikur LeBron James dugði ekki Loks vann Utah dramatískan sigur á Cleveland 103-101 þar sem leikstjórnandinn Deron Williams tryggði heimamönnum sigur með sniðskoti rúmri sekúndu fyrir leikslok. Áður hafði LeBron James jafnað leikinn fyrir Cleveland með ótrúlegum þristi. James var besti maður vallarins og náði tröllaþrennu með 32 stigum, 15 fráköstum og 13 stoðsendingum. Paul Millsap var stigahæstur hjá Utah með 24 stig af bekknum og Carlos Boozer skoraði 23 stig og hirti 12 fráköst.
NBA Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Fleiri fréttir Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn