Bubbi: Tvímælalaust bardagi ársins 6. desember 2007 15:25 Bubbi Morthens á von á frábærum bardaga um helgina Mynd/Gva Hnefaleikaáhugamenn um víða veröld bíða spenntir eftir risabardaga Ricky Hatton og Floyd Mayweather í Las Vegas aðfaranótt sunnudagsins. Vísir heyrði í Bubba Morthens og fékk hann til að spá í spilin. "Líkindareikningurinn segir okkur að Mayweather vinni bardagann en við eigum nú eftir að sjá hvað setur. Þetta veltur allt á því hvernig Hatton leggur bardagann upp. Ef hann sækir beint að Mayweather lendir hann í vandræðum, en ef Hatton kemur að honum frá hægri og vinstri og sækir að honum með vinklum eins og hann gerði á móti Kostya Tszyu, á hann góða möguleika. Mayweather lenti í svona sókn á móti Luis Castillo og tapaði í rauninni þeim bardaga, svo hann kann illa við það," sagði Bubbi. Heppinn gegn De la Hoya "Mayweather þolir ekki svona pressu og hann lenti í slíkri pressu í bardaganum á móti De la Hoya. Þar var hann að tapa, en De la Hoya fjaraði út í síðustu sex lotunum eftir að hafa verið mikið betri í þeim fyrstu. Þetta segir okkur að hann hefur kannski svo mikið á sinni könnu að hann er ekki alveg nógu einbeittur - eða þá að hann er bara svo góður að hann getur gert það sem hann þarf til að vinna." Rosalegur bardagi "Ég held að þetta verði rosalegur bardagi og gott ef hann fer ekki í tólf lotur. Ef maður á að fara eftir bókinni, á Mayweather að vera líklegri, en þetta eru tveir menn með svo ólíka stíla að þetta gæti átt eftir að verða sýning. Mayweather og De la Hoya voru með svo líkan stíl að sá bardagi varð ekki eins skemmtilegur." Mayweather á topp 50 Mayweather hefur verið drjúgur við að gefa út yfirlýsingar um eigið ágæti undanfarið og kallar sig besta boxara í heimi. Er Bubbi sammála því? "Ég myndi setja hann á topp 50 yfir bestu boxara allra tíma pund fyrir pund. Ekki mikið ofar. Það eru engir smá kallar á þeim lista og það er fínt að ná inn á þann lista. Ef hann vinnur nokkra menn í röð á borð við Hatton, gæti hann farið ofar. Hann gæti kannski átt erindi inn á topp 30-40." Hatton vanmetinn Ricky Hatton er átrúnaðargoð í heimalandi sínu Englandi, en hefur litla virðingu öðlast í Bandaríkjunum hingað til. Er Hatton vanmetinn eða ofmetinn boxari? "Ég myndi nú líklega frekar segja að hann væri vanmetinn - og það þá í Bandaríkjunum. Þannig var þetta með Lennox Lewis á sínum tíma. Hann öðlaðist mjög seint virðingu í Bandaríkjunum." En hvað gerir sá sem tapar bardaganum á laugardaginn? "Það fer alveg eftir því hvernig bardaginn verður. Ef þetta verður knappur sigur getur vel verið að þeir mætist aftur. Ég tel meiri líkur á því að Mayweather hætti hugsanlega eftir þennan bardaga frekar en Hatton," sagði Bubbi að lokum. Bardaginn verður sýndur beint á Sýn aðfaranótt sunnudagsins Box Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sjá meira
Hnefaleikaáhugamenn um víða veröld bíða spenntir eftir risabardaga Ricky Hatton og Floyd Mayweather í Las Vegas aðfaranótt sunnudagsins. Vísir heyrði í Bubba Morthens og fékk hann til að spá í spilin. "Líkindareikningurinn segir okkur að Mayweather vinni bardagann en við eigum nú eftir að sjá hvað setur. Þetta veltur allt á því hvernig Hatton leggur bardagann upp. Ef hann sækir beint að Mayweather lendir hann í vandræðum, en ef Hatton kemur að honum frá hægri og vinstri og sækir að honum með vinklum eins og hann gerði á móti Kostya Tszyu, á hann góða möguleika. Mayweather lenti í svona sókn á móti Luis Castillo og tapaði í rauninni þeim bardaga, svo hann kann illa við það," sagði Bubbi. Heppinn gegn De la Hoya "Mayweather þolir ekki svona pressu og hann lenti í slíkri pressu í bardaganum á móti De la Hoya. Þar var hann að tapa, en De la Hoya fjaraði út í síðustu sex lotunum eftir að hafa verið mikið betri í þeim fyrstu. Þetta segir okkur að hann hefur kannski svo mikið á sinni könnu að hann er ekki alveg nógu einbeittur - eða þá að hann er bara svo góður að hann getur gert það sem hann þarf til að vinna." Rosalegur bardagi "Ég held að þetta verði rosalegur bardagi og gott ef hann fer ekki í tólf lotur. Ef maður á að fara eftir bókinni, á Mayweather að vera líklegri, en þetta eru tveir menn með svo ólíka stíla að þetta gæti átt eftir að verða sýning. Mayweather og De la Hoya voru með svo líkan stíl að sá bardagi varð ekki eins skemmtilegur." Mayweather á topp 50 Mayweather hefur verið drjúgur við að gefa út yfirlýsingar um eigið ágæti undanfarið og kallar sig besta boxara í heimi. Er Bubbi sammála því? "Ég myndi setja hann á topp 50 yfir bestu boxara allra tíma pund fyrir pund. Ekki mikið ofar. Það eru engir smá kallar á þeim lista og það er fínt að ná inn á þann lista. Ef hann vinnur nokkra menn í röð á borð við Hatton, gæti hann farið ofar. Hann gæti kannski átt erindi inn á topp 30-40." Hatton vanmetinn Ricky Hatton er átrúnaðargoð í heimalandi sínu Englandi, en hefur litla virðingu öðlast í Bandaríkjunum hingað til. Er Hatton vanmetinn eða ofmetinn boxari? "Ég myndi nú líklega frekar segja að hann væri vanmetinn - og það þá í Bandaríkjunum. Þannig var þetta með Lennox Lewis á sínum tíma. Hann öðlaðist mjög seint virðingu í Bandaríkjunum." En hvað gerir sá sem tapar bardaganum á laugardaginn? "Það fer alveg eftir því hvernig bardaginn verður. Ef þetta verður knappur sigur getur vel verið að þeir mætist aftur. Ég tel meiri líkur á því að Mayweather hætti hugsanlega eftir þennan bardaga frekar en Hatton," sagði Bubbi að lokum. Bardaginn verður sýndur beint á Sýn aðfaranótt sunnudagsins
Box Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sjá meira