Frábær Mayweather rotaði Hatton 9. desember 2007 06:25 Mayweather kláraði dæmið í 10. lotu NordicPhotos/GettyImages Bandaríkjamaðurinn Floyd Mayweather sýndi og sannaði yfirburði sína sem einn besti hnefaleikari heimsins í nótt þegar hann rotaði Englendinginn Ricky Hatton í 10. lotu í risabardaga þeirra í Las Vegas í Bandaríkjunum. Þetta var fyrsta tap Hatton á ferlinum og þýðir að Mayweather getur bætt WBC beltinu í veltivigt í glæsilegt verðlaunasafn sitt. Hatton var mjög grimmur í byrjun bardagans en dómarinn Joe Cortez blandaði sér meira í návígin en góðu hófi gegndi og lagði strangar línur í byrjun. Hatton pressaði stíft fyrstu loturnar og komst ágætlega frá þeim, en hinn kjaftfori en hæfileikaríki Mayweather gekk á lagið um miðbik bardagans. Hann var duglegur við að læsa á Hatton og ná sér í hvíld inn á milli þess sem hann sótti með fallegum flettum í lok hverrar lotu og skoraði stig hjá dómurunum. Mayweather fór svo fyrst að landa stóru höggunum í áttundu og níundu lotunum og á þeim tímapunkti var hann búinn að ná tökum á bardaganum. Það var svo í þeirri tíundu sem hann veitti Manchester-manninum náðarhöggið með glæsilegum og föstum vinstri krók sem sendi Hatton af krafti út í hornið og í strigann. Þá var allur vindur úr Hatton og augnablikum síðar var hann kominn aftur í gólfið og Cortez dómari stöðvaði bardagann. Hatton sá stjörnur í 10. lotunniNordicPhotos/GettyImages Hnefaleikasérfræðingar voru margir hverjir á því að Cortez dómari hefði farið illa að ráði sínu í bardaganum og gert Mayweather lífið auðveldara með því að brjóta návígi þeirra upp ítrekað, en það breytir ekki þeirri staðreynd að Bandaríkjamaðurinn háværi sýndi að hann er sá besti í heiminum pund fyrir pund. Mayweather hrósaði andstæðingi sínum í hástert eftir bardagann og þakkaði sérstaklega bresku stuðningsmönnunum sem mættu til Las Vegas fyrir þátttöku þeirra í fjörinu. Bretarnir settu svip sinn á bardagann með sífelldum söngvum og fagnaðarlátum ekki ósvipuðum þeim sem heyrast á knattspyrnuleikjum á Englandi og á meðal áhorfenda voru allar helstu stjörnurnar í bransanum eins og t.d. David Beckham, Sylvester Stallone og Denzel Washington svo fáir séu nefndir. Hatton tók tapinu með sinni alkunnu auðmýkt og skopskyni og viðurkenndi yfirburði andstæðings síns. Hann sagðist ef til vill hafa farið aðeins út af sporinu í bardagaáætlun sinni. Hann var spurður út í dómgæsluna og sagðist ósáttur við að Mayweather hefði notað nokkur af bellibrögðunum úr bókinni til að landa góðum höggum á sig - en sagði að þegar upp væri staðir væri þetta bardagi en ekki kitlukeppni. Það er óhætt að segja að bardagi ársins hafi því staðið fyllilega undir væntingum. Box Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Floyd Mayweather sýndi og sannaði yfirburði sína sem einn besti hnefaleikari heimsins í nótt þegar hann rotaði Englendinginn Ricky Hatton í 10. lotu í risabardaga þeirra í Las Vegas í Bandaríkjunum. Þetta var fyrsta tap Hatton á ferlinum og þýðir að Mayweather getur bætt WBC beltinu í veltivigt í glæsilegt verðlaunasafn sitt. Hatton var mjög grimmur í byrjun bardagans en dómarinn Joe Cortez blandaði sér meira í návígin en góðu hófi gegndi og lagði strangar línur í byrjun. Hatton pressaði stíft fyrstu loturnar og komst ágætlega frá þeim, en hinn kjaftfori en hæfileikaríki Mayweather gekk á lagið um miðbik bardagans. Hann var duglegur við að læsa á Hatton og ná sér í hvíld inn á milli þess sem hann sótti með fallegum flettum í lok hverrar lotu og skoraði stig hjá dómurunum. Mayweather fór svo fyrst að landa stóru höggunum í áttundu og níundu lotunum og á þeim tímapunkti var hann búinn að ná tökum á bardaganum. Það var svo í þeirri tíundu sem hann veitti Manchester-manninum náðarhöggið með glæsilegum og föstum vinstri krók sem sendi Hatton af krafti út í hornið og í strigann. Þá var allur vindur úr Hatton og augnablikum síðar var hann kominn aftur í gólfið og Cortez dómari stöðvaði bardagann. Hatton sá stjörnur í 10. lotunniNordicPhotos/GettyImages Hnefaleikasérfræðingar voru margir hverjir á því að Cortez dómari hefði farið illa að ráði sínu í bardaganum og gert Mayweather lífið auðveldara með því að brjóta návígi þeirra upp ítrekað, en það breytir ekki þeirri staðreynd að Bandaríkjamaðurinn háværi sýndi að hann er sá besti í heiminum pund fyrir pund. Mayweather hrósaði andstæðingi sínum í hástert eftir bardagann og þakkaði sérstaklega bresku stuðningsmönnunum sem mættu til Las Vegas fyrir þátttöku þeirra í fjörinu. Bretarnir settu svip sinn á bardagann með sífelldum söngvum og fagnaðarlátum ekki ósvipuðum þeim sem heyrast á knattspyrnuleikjum á Englandi og á meðal áhorfenda voru allar helstu stjörnurnar í bransanum eins og t.d. David Beckham, Sylvester Stallone og Denzel Washington svo fáir séu nefndir. Hatton tók tapinu með sinni alkunnu auðmýkt og skopskyni og viðurkenndi yfirburði andstæðings síns. Hann sagðist ef til vill hafa farið aðeins út af sporinu í bardagaáætlun sinni. Hann var spurður út í dómgæsluna og sagðist ósáttur við að Mayweather hefði notað nokkur af bellibrögðunum úr bókinni til að landa góðum höggum á sig - en sagði að þegar upp væri staðir væri þetta bardagi en ekki kitlukeppni. Það er óhætt að segja að bardagi ársins hafi því staðið fyllilega undir væntingum.
Box Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira