Harmleikur Handknattleikssambandsins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. febrúar 2008 07:00 Guðmundur Ingvarsson, formaður HSí Að fylgjast með framgöngu Handknattleikssambands síðustu daga og vikur er eins og að fylgjast með hádramatískum harmleik. Það er fyrir löngu orðið átakanlegt að fylgjast með klaufagangnum í kringum ráðningu landsliðsþjálfara og sér ekki fyrir endann á þeirri vitleysu. Steininn hefur síðan algjörlega tekið úr síðustu daga og verður ekki lengur orða bundist. Þorbergur Aðalsteinsson, stjórnarmaður HSÍ, varð sjálfum sér og handknattleiksforystunni til háborinnar skammar í þættinum Utan vallar á Sýn. Fyrir það fyrsta þá var maðurinn í mjög annarlegu ástandi og alls ekki í slíku ástandi sem menn eiga að vera í þegar þeir fara í sjónvarpsviðtöl fyrir hönd handknattleiksforystunnar. Maðurinn var ölvaður. Það getur undirritaður staðfest enda var hann á staðnum. Það geta fleiri einnig staðfest sem voru á staðnum. Hegðun hans í þættinum er síðan kapitúli út af fyrir sig. Þar ræðst Þorbergur mjög ómaklega að sumum af bestu drengjum handboltans. Þess utan braut hann trúnað við stjórn sem og þá þjálfara sem hafa verið í viðræðum við HSÍ. Það er háalvarlegt. Stjórn HSÍ beit síðan höfuðið af skömminni með því að taka málið ekki föstum tökum á neyðarfundi síðasta föstudag. Þess í stað var ákveðið að stinga höfðinu í sandinn. Þorbergur sjálfur hefði þess utan átt að sjá sóma sinn í því að stíga til hliðar. Með því hefði hann séð til þess að HSÍ héldi einhverjum trúverðugleika en niðurstaðan er álitshnekkir fyrir sambandið sem er nú rúið öllum trúverðugleika. Handknattleiksforystan sýndi svo um munaði með viðbrögðum sínum að hún er ekki starfi sínu vaxin. Þær útskýringar að Þorbergur hefði verið þarna sem persónan Þorbergur en ekki stjórnarmaðurinn Þorbergur halda engu vatni og eru í raun svo barnalegar að það tekur engu tali. Ef Þorbergur hefði eingöngu tjáð sig um sinn landsliðsþjálfaraferil og handboltann almennt hefði þessi afsökun gengið. Hann talaði aftur á móti um nánast ekkert annað en málefni HSÍ. Ekki bara innri málefni sambandsins heldur þau allra innstu. Þessi málsvörn HSÍ er líklega sú slakasta síðan Maradona sagði hendi Guðs hafa skorað frægt mark gegn Englendingum á HM 1986. Þorbergur segir að HSÍ hefði orðið við öllum kröfum þeirra Dags og Arons en þeir hafi samt sagt nei. Það skilur hann ekki. Hann gleymir því aftur á móti að þegar menn ákveða að þiggja störf skoða þeir einnig vinnuumhverfið og ekki síst þá einstaklinga sem þeir þurfa að vinna með. Má segja að ástandið innan herbúða HSÍ hafi kristallast í hegðun Þorbergs og stjórnarinnar síðustu daga og ég lái þessum mönnum ekki fyrir að hafna starfinu. Hver vill vinna með einstaklingum sem koma svona fram og öðrum sem leggja blessun sína yfir slíka framkomu? Þessi framkoma er á allan hátt óverjanleg og til háborinnar skammar. HSÍ stendur nú eftir án þjálfara, trúverðugleika og virðingar. Íslenski handboltinn Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Að fylgjast með framgöngu Handknattleikssambands síðustu daga og vikur er eins og að fylgjast með hádramatískum harmleik. Það er fyrir löngu orðið átakanlegt að fylgjast með klaufagangnum í kringum ráðningu landsliðsþjálfara og sér ekki fyrir endann á þeirri vitleysu. Steininn hefur síðan algjörlega tekið úr síðustu daga og verður ekki lengur orða bundist. Þorbergur Aðalsteinsson, stjórnarmaður HSÍ, varð sjálfum sér og handknattleiksforystunni til háborinnar skammar í þættinum Utan vallar á Sýn. Fyrir það fyrsta þá var maðurinn í mjög annarlegu ástandi og alls ekki í slíku ástandi sem menn eiga að vera í þegar þeir fara í sjónvarpsviðtöl fyrir hönd handknattleiksforystunnar. Maðurinn var ölvaður. Það getur undirritaður staðfest enda var hann á staðnum. Það geta fleiri einnig staðfest sem voru á staðnum. Hegðun hans í þættinum er síðan kapitúli út af fyrir sig. Þar ræðst Þorbergur mjög ómaklega að sumum af bestu drengjum handboltans. Þess utan braut hann trúnað við stjórn sem og þá þjálfara sem hafa verið í viðræðum við HSÍ. Það er háalvarlegt. Stjórn HSÍ beit síðan höfuðið af skömminni með því að taka málið ekki föstum tökum á neyðarfundi síðasta föstudag. Þess í stað var ákveðið að stinga höfðinu í sandinn. Þorbergur sjálfur hefði þess utan átt að sjá sóma sinn í því að stíga til hliðar. Með því hefði hann séð til þess að HSÍ héldi einhverjum trúverðugleika en niðurstaðan er álitshnekkir fyrir sambandið sem er nú rúið öllum trúverðugleika. Handknattleiksforystan sýndi svo um munaði með viðbrögðum sínum að hún er ekki starfi sínu vaxin. Þær útskýringar að Þorbergur hefði verið þarna sem persónan Þorbergur en ekki stjórnarmaðurinn Þorbergur halda engu vatni og eru í raun svo barnalegar að það tekur engu tali. Ef Þorbergur hefði eingöngu tjáð sig um sinn landsliðsþjálfaraferil og handboltann almennt hefði þessi afsökun gengið. Hann talaði aftur á móti um nánast ekkert annað en málefni HSÍ. Ekki bara innri málefni sambandsins heldur þau allra innstu. Þessi málsvörn HSÍ er líklega sú slakasta síðan Maradona sagði hendi Guðs hafa skorað frægt mark gegn Englendingum á HM 1986. Þorbergur segir að HSÍ hefði orðið við öllum kröfum þeirra Dags og Arons en þeir hafi samt sagt nei. Það skilur hann ekki. Hann gleymir því aftur á móti að þegar menn ákveða að þiggja störf skoða þeir einnig vinnuumhverfið og ekki síst þá einstaklinga sem þeir þurfa að vinna með. Má segja að ástandið innan herbúða HSÍ hafi kristallast í hegðun Þorbergs og stjórnarinnar síðustu daga og ég lái þessum mönnum ekki fyrir að hafna starfinu. Hver vill vinna með einstaklingum sem koma svona fram og öðrum sem leggja blessun sína yfir slíka framkomu? Þessi framkoma er á allan hátt óverjanleg og til háborinnar skammar. HSÍ stendur nú eftir án þjálfara, trúverðugleika og virðingar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita