Örvhentir og blindir fagna breytingum 27. febrúar 2008 06:00 Björg Magnúsdóttir nýkjörinn formaður Stúdentaráðs fagnar þeim breytingum sem hafa verið gerðar á Háskólabíói. fréttablaðið/stefán Örvhentir nemendur við Háskóla Íslands taka þeim breytingum sem hafa verið gerðar á nýjum kvikmyndasölum Háskólabíós fagnandi. Ný sæti með borðum fyrir örvhenta hefur verið komið fyrir yst vinstra megin í hverri sætaröð og eiga þeir því auðveldara með það en áður að glósa í fyrirlestrum. blindraletur Blindraletur hefur verið sett upp til að auðvelda blindum aðgang að háskólanum. Sætin eru jafnframt sérhönnuð þannig að þau rugga ekki til að þau trufli síður nemendur sem þurfa að glósa. Einnig er rafmagn í hverju sæti til að hægt sé að stinga þar fartölvu í samband. „Ég hef talað við fólk út af nýja bíóinu og það hefur lýst yfir mikilli ánægju með það. Að sjálfsögðu er þetta mikil búbót,“ segir Björg Magnúsdóttir, nýkjörinn formaður Stúdentaráðs. Jón Eiríkur Jóhannesson, rekstrarstjóri kvikmyndahúsa Senu, segir að kennarar hafi einnig lýst yfir ánægju með salina. „Það eru komin ný púlt þar sem þeir geta stýrt ljósum og haft tölvu á einum stað,“ segir hann. „Við höfum átt feikilega gott samstarf við Háskólann í þessum breytingum. Báðir aðilar hafa það sameiginlega markmið að hefja húsið upp til fyrri virðingar.“ Auk þess sem örvhentir nemendur fagna breytingunum á sölunum hafa nýjar blindraletursmerkingar í byggingum Háskólans haft góð áhrif. „Áður en háskólatorgið var tekið í notkun voru allar byggingar Háskólans blindraletursmerktar til að vekja athygli á því að blindir gætu ekki mögulega komist um. Í kjölfarið skráðu tveir blindir einstaklingar sig í skólann,“ segir Björg. Til stendur að bæta fleiri blindramerkingum við á háskólatorginu á næstunni til að auðvelda blindum enn frekari aðgengi að Háskólanum. - fb Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Örvhentir nemendur við Háskóla Íslands taka þeim breytingum sem hafa verið gerðar á nýjum kvikmyndasölum Háskólabíós fagnandi. Ný sæti með borðum fyrir örvhenta hefur verið komið fyrir yst vinstra megin í hverri sætaröð og eiga þeir því auðveldara með það en áður að glósa í fyrirlestrum. blindraletur Blindraletur hefur verið sett upp til að auðvelda blindum aðgang að háskólanum. Sætin eru jafnframt sérhönnuð þannig að þau rugga ekki til að þau trufli síður nemendur sem þurfa að glósa. Einnig er rafmagn í hverju sæti til að hægt sé að stinga þar fartölvu í samband. „Ég hef talað við fólk út af nýja bíóinu og það hefur lýst yfir mikilli ánægju með það. Að sjálfsögðu er þetta mikil búbót,“ segir Björg Magnúsdóttir, nýkjörinn formaður Stúdentaráðs. Jón Eiríkur Jóhannesson, rekstrarstjóri kvikmyndahúsa Senu, segir að kennarar hafi einnig lýst yfir ánægju með salina. „Það eru komin ný púlt þar sem þeir geta stýrt ljósum og haft tölvu á einum stað,“ segir hann. „Við höfum átt feikilega gott samstarf við Háskólann í þessum breytingum. Báðir aðilar hafa það sameiginlega markmið að hefja húsið upp til fyrri virðingar.“ Auk þess sem örvhentir nemendur fagna breytingunum á sölunum hafa nýjar blindraletursmerkingar í byggingum Háskólans haft góð áhrif. „Áður en háskólatorgið var tekið í notkun voru allar byggingar Háskólans blindraletursmerktar til að vekja athygli á því að blindir gætu ekki mögulega komist um. Í kjölfarið skráðu tveir blindir einstaklingar sig í skólann,“ segir Björg. Til stendur að bæta fleiri blindramerkingum við á háskólatorginu á næstunni til að auðvelda blindum enn frekari aðgengi að Háskólanum. - fb
Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira