Í einangrun í fimm mánuði í Færeyjum 13. mars 2008 00:01 Samtals ellefu vitni verða leidd fram í dómssal í Færeyjum þegar aðalmeðferð í máli Íslendingsins fer fram. Þess verður krafist að hann sitji í gæsluvarðhaldi og einangrun þar til vitnaleiðslum er lokið. Íslendingurinn sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í Færeyjum frá 20. september vegna meintrar aðildar að Pólstjörnumálinu, er enn í einangrun. Hann var síðast úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald og einangrun 7. mars. Hann áfrýjaði til æðra dómsstigs, sem staðfesti úrskurðinn á mánudag. Maðurinn sem er 25 ára hefur setið í einangrun í rétta tæpa fimm mánuði, eða megnið af tímanum frá því að hann var handtekinn. Frá þessu greinir Linda Margarete Hasselberg saksóknari í málinu í samtali við Fréttablaðið. Hún segir enn fremur að gæsluvarðhald yfir manninum renni næst út 4. apríl. Þá verði krafist áframhaldandi gæsluvarðhaldsvistar og einangrunar þar til vitnaleiðslur hafi farið fram í dómssal, en þar verður málið tekið fyrir 7. apríl. Íslendingurinn er ekki einungis ákærður fyrir vörslu á 1,8 kílóum af e-töfludufti og amfetamíni. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa tekið á móti og haft í vörslum sínum tæplega 40 kíló af amfetamíni, e-töflum og e-töfludufti meðan Pólstjörnumennirnir höfðu viðdvöl með skútu sína í Færeyjum. Henni sigldu þeir síðan hingað til lands með 40 kílóin innanborðs eins og kunnugt er og voru teknir af lögreglu við komuna til Fáskrúðsfjarðar. Sakborningarnir í því máli hafa hlotið þunga dóma. Tæp tvö kíló af efnunum fundust eftir heimsókn Pólstjörnumannanna í skotti bifreiðar Íslendingsins í Færeyjum. „Ákvörðunin þann 7. mars um áframhaldandi gæsluvarðhald og einangrun var tekin á þeim grunni að koma í veg fyrir að maðurinn geti haft áhrif á yfirstandandi rannsókn lögreglu, til að mynda á vitni,“ segir saksóknari. „Þegar það rennur út þann 4. apríl verður krafist framlengingar yfir honum til 11.apríl, eða þar til aðalmeðferð málsins lýkur. Þess verður krafist að hann sæti bæði gæsluvarðhaldi og einangrun til loka hennar. Eftir það getur hann ekki haft áhrif á framburð vitna. Loks fer það eftir þyngd dómsins hvort sett verður fram krafa um að maðurinn hefji afplánun strax og hann liggur fyrir.“ Saksóknari segir að samtals ellefu vitni verði leidd fyrir dóminn. Þau séu frá Færeyjum, Íslandi og Danmörku. Það verður síðan í höndum kviðdóms að ákvarða sekt eða sýknu Íslendingsins. Pólstjörnumálið Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Íslendingurinn sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í Færeyjum frá 20. september vegna meintrar aðildar að Pólstjörnumálinu, er enn í einangrun. Hann var síðast úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald og einangrun 7. mars. Hann áfrýjaði til æðra dómsstigs, sem staðfesti úrskurðinn á mánudag. Maðurinn sem er 25 ára hefur setið í einangrun í rétta tæpa fimm mánuði, eða megnið af tímanum frá því að hann var handtekinn. Frá þessu greinir Linda Margarete Hasselberg saksóknari í málinu í samtali við Fréttablaðið. Hún segir enn fremur að gæsluvarðhald yfir manninum renni næst út 4. apríl. Þá verði krafist áframhaldandi gæsluvarðhaldsvistar og einangrunar þar til vitnaleiðslur hafi farið fram í dómssal, en þar verður málið tekið fyrir 7. apríl. Íslendingurinn er ekki einungis ákærður fyrir vörslu á 1,8 kílóum af e-töfludufti og amfetamíni. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa tekið á móti og haft í vörslum sínum tæplega 40 kíló af amfetamíni, e-töflum og e-töfludufti meðan Pólstjörnumennirnir höfðu viðdvöl með skútu sína í Færeyjum. Henni sigldu þeir síðan hingað til lands með 40 kílóin innanborðs eins og kunnugt er og voru teknir af lögreglu við komuna til Fáskrúðsfjarðar. Sakborningarnir í því máli hafa hlotið þunga dóma. Tæp tvö kíló af efnunum fundust eftir heimsókn Pólstjörnumannanna í skotti bifreiðar Íslendingsins í Færeyjum. „Ákvörðunin þann 7. mars um áframhaldandi gæsluvarðhald og einangrun var tekin á þeim grunni að koma í veg fyrir að maðurinn geti haft áhrif á yfirstandandi rannsókn lögreglu, til að mynda á vitni,“ segir saksóknari. „Þegar það rennur út þann 4. apríl verður krafist framlengingar yfir honum til 11.apríl, eða þar til aðalmeðferð málsins lýkur. Þess verður krafist að hann sæti bæði gæsluvarðhaldi og einangrun til loka hennar. Eftir það getur hann ekki haft áhrif á framburð vitna. Loks fer það eftir þyngd dómsins hvort sett verður fram krafa um að maðurinn hefji afplánun strax og hann liggur fyrir.“ Saksóknari segir að samtals ellefu vitni verði leidd fyrir dóminn. Þau séu frá Færeyjum, Íslandi og Danmörku. Það verður síðan í höndum kviðdóms að ákvarða sekt eða sýknu Íslendingsins.
Pólstjörnumálið Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira