Smygl á bréfi olli lengd einangrunar 8. apríl 2008 00:40 Ástæða þess að 25 ára Íslendingur hefur setið í einangrun í fangelsi í Færeyjum svo mánuðum skiptir er sú að hann smyglaði bréfi út úr fangelsinu til kærustunnar sinnar. Þar með var hann settur í einangrun aftur, eftir að hafa verið tæpan mánuð í opnu gæsluvarðhaldi. Kærastan, sem er færeysk, er eitt af aðalvitnum í málinu, samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið aflaði sér. Réttarhöld hófust í máli unga mannsins í gærmorgun. Hann er ákærður fyrir aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða með því að hafa tekið á móti og haft í vörslum sínum 24,3 kíló af amfetamíni, nær 15 kíló af e-töfludufti og 1.746 e-töflur. Af þessu magni urðu 796 grömm af amfetamíni og 982 grömm af e-töfludufti eftir í vörslu mannsins í Færeyjum, þegar Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson sigldu skútu með megninu af fíkniefnunum til Íslands, þar sem þeir voru teknir í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Færeyska blaðið Dimmalætting greindi frá því að í dómsal í gær hefði meðal annars komið fram, að samkvæmt útreikningum sem ákæruvaldið hefði látið gera mætti framleiða rúmlega 200 þúsund töflur úr heildarmagni e-töfluduftsins sem smyglað var með skútunni. Þá hefði mátt framleiða yfir 14 þúsund e-töflur úr þeim hluta duftsins sem eftir varð í Færeyjum. Maðurinn var handtekinn í Færeyjum 20. september ásamt öðrum manni, færeyskum. Hinum síðarnefnda var síðan sleppt og verður hann ekki ákærður í málinu. Íslendingurinn sat í einangrun fram í nóvember, en þá var henni aflétt og hann settur í gæsluvarðhald. Eftir tæpan mánuð var hann aftur settur í einangrun þegar upp komst að hann hafði smyglað bréfi út úr fangelsinu til kærustu sinnar. Íslendingurinn játaði sök í sumum ákæruliðum en neitaði hvað aðra varðar. Kviðdómur hefur verið kallaður saman til að dæma um sekt hans eða sakleysi, en það er ekki gert nema fangelsisrefsing sé talin varða að minnsta kosti fjórum árum. Saksóknari í málinu hefur krafist tíu ára fangelsis yfir honum, að lágmarki. Pólstjörnumálið Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Ástæða þess að 25 ára Íslendingur hefur setið í einangrun í fangelsi í Færeyjum svo mánuðum skiptir er sú að hann smyglaði bréfi út úr fangelsinu til kærustunnar sinnar. Þar með var hann settur í einangrun aftur, eftir að hafa verið tæpan mánuð í opnu gæsluvarðhaldi. Kærastan, sem er færeysk, er eitt af aðalvitnum í málinu, samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið aflaði sér. Réttarhöld hófust í máli unga mannsins í gærmorgun. Hann er ákærður fyrir aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða með því að hafa tekið á móti og haft í vörslum sínum 24,3 kíló af amfetamíni, nær 15 kíló af e-töfludufti og 1.746 e-töflur. Af þessu magni urðu 796 grömm af amfetamíni og 982 grömm af e-töfludufti eftir í vörslu mannsins í Færeyjum, þegar Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson sigldu skútu með megninu af fíkniefnunum til Íslands, þar sem þeir voru teknir í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Færeyska blaðið Dimmalætting greindi frá því að í dómsal í gær hefði meðal annars komið fram, að samkvæmt útreikningum sem ákæruvaldið hefði látið gera mætti framleiða rúmlega 200 þúsund töflur úr heildarmagni e-töfluduftsins sem smyglað var með skútunni. Þá hefði mátt framleiða yfir 14 þúsund e-töflur úr þeim hluta duftsins sem eftir varð í Færeyjum. Maðurinn var handtekinn í Færeyjum 20. september ásamt öðrum manni, færeyskum. Hinum síðarnefnda var síðan sleppt og verður hann ekki ákærður í málinu. Íslendingurinn sat í einangrun fram í nóvember, en þá var henni aflétt og hann settur í gæsluvarðhald. Eftir tæpan mánuð var hann aftur settur í einangrun þegar upp komst að hann hafði smyglað bréfi út úr fangelsinu til kærustu sinnar. Íslendingurinn játaði sök í sumum ákæruliðum en neitaði hvað aðra varðar. Kviðdómur hefur verið kallaður saman til að dæma um sekt hans eða sakleysi, en það er ekki gert nema fangelsisrefsing sé talin varða að minnsta kosti fjórum árum. Saksóknari í málinu hefur krafist tíu ára fangelsis yfir honum, að lágmarki.
Pólstjörnumálið Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira