Móðir segir son sinn ekki flæktan í Pólstjörnumálið Jóhanna Sigþórsdóttir skrifar 8. apríl 2008 00:40 Maðurinn hefur setið í einangrun í Þórshöfn í Færeyjum. „Sonur minn er ekki flæktur í þetta mál, svo mikið veit ég,“ segir Íris Inga Svavarsdóttir, móðir Íslendingsins sem er nú kominn fyrir rétt í Færeyjum eftir að hafa setið í einangrun í um það bil hálft ár. Hann er ákærður fyrir þátttöku og aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða og er enn í einangrun. „Hann ætlar bara að þrauka, það er ekkert annað að gera,“ sagði Íris Inga, þegar Fréttablaðið ræddi við hana í gær. Hún hefur fengið að hitta son sinn og ræða við hann. Spurð hvort sonur hennar virðist hafa beðið skaða af hinni löngu einangrunarvist sagði hún það eiga eftir að koma í ljós síðar. „Mér finnst ekki ólíklegt að þetta eigi eftir að hafa eftirköst. Það er engin hemja að hafa mann svo lengi í einangrun,“ sagði hún. „Það er ekki eðlilegt að fara svona með fólk. En það sér fyrir endann á þessu núna.“ Hún segir að reynt hafi verið að hafa áhrif á að sonur hennar þyrfti ekki að sitja svo lengi í einangrun sem raun varð á. „En það gat enginn gert neitt, nema að standa við bakið á honum. Þetta hefur allt farið fyrir dómara í Danmörku og þeir hafa síðasta orðið.“ Íris Inga segir að lögreglan í Færeyjum hafi gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að létta manninum einangrunarvistina. „En það eina sem hann hefur getað gert er að sitja og lesa, horfa á myndbönd og hlusta á tónlist. Svo fékk hann að hafa gítarinn sinn hjá sér og það hefur stytt honum stundirnar að spila á hann. Hann hefur verið að reyna að borða betur undanfarið, en hann er orðinn ansi rýr. Vitanlega er hann kvíðinn þótt hann láti það ekki mikið í ljós. Það er engin furða því saksóknarinn ætlar sér greinilega að koma honum á bak við lás og slá í mörg ár. Ég skil ekki hvað er eiginlega í gangi. Þetta er alveg skelfilegt. Maður vonar bara að kviðdómurinn sé mannlegur og geri ráð fyrir að fólk geti gert mistök af því það lætur vinskapinn og traustið ráða.“ Spurð um kunningsskap Guðbjarna Traustasonar við soninn segir Íris Inga að þeir séu búnir að vera vinir síðan í barnaskóla. „Þarna var hann bara að gera vinum sínum greiða, eins og hann hefði gert hvenær sem Baddi hefði hringt í hann og beðið hann um að redda sér húsnæði, eins og í þetta skiptið. Hann vissi ekkert hvað þeir voru að aðhafast þegar þeir komu til Færeyja. Hvað varðar pakkann sem varð eftir þar þá skilst mér að Baddi hafi hálfþvingað hann til að taka hann að sér.“ Pólstjörnumálið Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
„Sonur minn er ekki flæktur í þetta mál, svo mikið veit ég,“ segir Íris Inga Svavarsdóttir, móðir Íslendingsins sem er nú kominn fyrir rétt í Færeyjum eftir að hafa setið í einangrun í um það bil hálft ár. Hann er ákærður fyrir þátttöku og aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða og er enn í einangrun. „Hann ætlar bara að þrauka, það er ekkert annað að gera,“ sagði Íris Inga, þegar Fréttablaðið ræddi við hana í gær. Hún hefur fengið að hitta son sinn og ræða við hann. Spurð hvort sonur hennar virðist hafa beðið skaða af hinni löngu einangrunarvist sagði hún það eiga eftir að koma í ljós síðar. „Mér finnst ekki ólíklegt að þetta eigi eftir að hafa eftirköst. Það er engin hemja að hafa mann svo lengi í einangrun,“ sagði hún. „Það er ekki eðlilegt að fara svona með fólk. En það sér fyrir endann á þessu núna.“ Hún segir að reynt hafi verið að hafa áhrif á að sonur hennar þyrfti ekki að sitja svo lengi í einangrun sem raun varð á. „En það gat enginn gert neitt, nema að standa við bakið á honum. Þetta hefur allt farið fyrir dómara í Danmörku og þeir hafa síðasta orðið.“ Íris Inga segir að lögreglan í Færeyjum hafi gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að létta manninum einangrunarvistina. „En það eina sem hann hefur getað gert er að sitja og lesa, horfa á myndbönd og hlusta á tónlist. Svo fékk hann að hafa gítarinn sinn hjá sér og það hefur stytt honum stundirnar að spila á hann. Hann hefur verið að reyna að borða betur undanfarið, en hann er orðinn ansi rýr. Vitanlega er hann kvíðinn þótt hann láti það ekki mikið í ljós. Það er engin furða því saksóknarinn ætlar sér greinilega að koma honum á bak við lás og slá í mörg ár. Ég skil ekki hvað er eiginlega í gangi. Þetta er alveg skelfilegt. Maður vonar bara að kviðdómurinn sé mannlegur og geri ráð fyrir að fólk geti gert mistök af því það lætur vinskapinn og traustið ráða.“ Spurð um kunningsskap Guðbjarna Traustasonar við soninn segir Íris Inga að þeir séu búnir að vera vinir síðan í barnaskóla. „Þarna var hann bara að gera vinum sínum greiða, eins og hann hefði gert hvenær sem Baddi hefði hringt í hann og beðið hann um að redda sér húsnæði, eins og í þetta skiptið. Hann vissi ekkert hvað þeir voru að aðhafast þegar þeir komu til Færeyja. Hvað varðar pakkann sem varð eftir þar þá skilst mér að Baddi hafi hálfþvingað hann til að taka hann að sér.“
Pólstjörnumálið Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira