Endurútgefur Ólaf Jóhann 11. september 2008 06:00 Pétur Már Ólafsson segir það hafa blundað í honum lengi að endurútgefa þríleik Ólafs Jóhanns Sigurðssonar um blaðamanninn Pál Jónsson. „Þetta er gamall draumur sem hefur blundað í mér lengi,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá bókaforlaginu Veröld, sem mun endurútgefa þríleik Ólafs Jóhanns Sigurðssonar um Pál Jónsson blaðamann á komandi mánuðum. Þríleikurinn hefur verið ófáanlegur um árabil, en bækurnar, Gangvirkið, Seiður og hélog og Drekar og smáfuglar, komu út á árunum 1955-1983. „Við gefum þetta stórvirki nú út í tveimur hlutum í stað þriggja. Upphaflega ætluðum við að reyna að koma þessu í eitt bindi, en það reyndist bara ógjörningur,“ segir Pétur, enda skáldverkið viðamikið. Fyrri hlutinn, fyrri bækurnar tvær, kemur út í lok mánaðar, á sama tíma og Ólafur Jóhann hefði fagnað níræðisafmæli, en sá seinni eftir áramót. Verkið gerist um og eftir stríðsárin og er að sögn Péturs eitt viðamesta skáldverkið um lífið á landinu á þessu mikla umbrotaskeiði. „Því miður hefur kannski verið hljóðara um Ólaf Jóhann undanfarin ár en hann á skilið, hann var einn okkar mesti rithöfundur á 20. öld,“ segir Pétur, sem vonast til að endurvekja áhuga fólks á höfundinum. „Þetta verk hefur verið ófáanlegt í mörg ár, og sem dæmi um það reyndum við að finna gömul eintök til að hafa til hliðsjónar núna í nýrri útgáfu, en það reyndist bara ómögulegt að finna þau á fornbókasölum. Við erum mjög stolt af því að fá að gera þetta og vonum að þjóðin kunni að meta þennan mikla snilling að verðleikum,“ segir Pétur. - sun Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þetta er gamall draumur sem hefur blundað í mér lengi,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá bókaforlaginu Veröld, sem mun endurútgefa þríleik Ólafs Jóhanns Sigurðssonar um Pál Jónsson blaðamann á komandi mánuðum. Þríleikurinn hefur verið ófáanlegur um árabil, en bækurnar, Gangvirkið, Seiður og hélog og Drekar og smáfuglar, komu út á árunum 1955-1983. „Við gefum þetta stórvirki nú út í tveimur hlutum í stað þriggja. Upphaflega ætluðum við að reyna að koma þessu í eitt bindi, en það reyndist bara ógjörningur,“ segir Pétur, enda skáldverkið viðamikið. Fyrri hlutinn, fyrri bækurnar tvær, kemur út í lok mánaðar, á sama tíma og Ólafur Jóhann hefði fagnað níræðisafmæli, en sá seinni eftir áramót. Verkið gerist um og eftir stríðsárin og er að sögn Péturs eitt viðamesta skáldverkið um lífið á landinu á þessu mikla umbrotaskeiði. „Því miður hefur kannski verið hljóðara um Ólaf Jóhann undanfarin ár en hann á skilið, hann var einn okkar mesti rithöfundur á 20. öld,“ segir Pétur, sem vonast til að endurvekja áhuga fólks á höfundinum. „Þetta verk hefur verið ófáanlegt í mörg ár, og sem dæmi um það reyndum við að finna gömul eintök til að hafa til hliðsjónar núna í nýrri útgáfu, en það reyndist bara ómögulegt að finna þau á fornbókasölum. Við erum mjög stolt af því að fá að gera þetta og vonum að þjóðin kunni að meta þennan mikla snilling að verðleikum,“ segir Pétur. - sun
Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira