Skólinn í Malenga Stefán Jón Hafstein skrifar 6. september 2008 05:15 Skólastjórinn í Malenga er mjög lágvaxinn maður, svo sem títt er um Malava sem bera í sér erfðaþátt pygmea. Þar sem hann situr virðulega klæddur í jakka með bindi við borð í kompu sinni ná spjöld hátt upp eftir öllum veggjum svo hvergi sér í. Þetta eru mætingatöflur, einkunnagröf, nemendaskrár og línurit. Allar þessar upplýsingar kæmust snyrtilega fyrir á einu skjali í töflureikni í tölvu. En hér er engin tölva. Ekki heldur sími. Hann og aðstoðarskólastjórinn sýna okkur pappaspjöld með ýmsum orðum sem skráð hafa verið með sandi og lími. Til lesæfinga; hér eru afskaplega fáar bækur. Foreldrar komu saman og bjuggu til orðaspjöldin. Fyrir utan kytruna er hálfköruð bygging úr heimagerðum múrsteinum. Foreldrar ætla að byggja skólabókasafn. Það vantar reyndar þakjárn og sement. Haft var samband við þingmann um að redda hlutum. Já, og reyndar vantar líka bækur. Á móti stendur gamla skólaálman með þakið hrunið inn í kennslustofu, en „nýja" álman sem senn verður 20 ára stendur hurðalaus, vanbúin öllu. Í skólanum eru 900 nemendur og átta kennarar. Hlutfall nemenda og kennara er 120:1 en „æskilegt" hlutfall í þessu landi er 60:1 gangi þróunarverkefni eftir. Ef allir krakkar á svæði skólans mættu væri hlutfallið 200 nemendur á hvern kennara; hér tíðkast það bara ekki að krakkarnir mæti allir í skóla. Skráð börn eru mikið fjarverandi og stúlkur ljúka oft ekki grunnskóla því ótímabær þungun er algeng. Krakkarnir ganga 5-15 km daglega í skólann. Í þorpunum í kring búa sjálfsþurftarbændur sem varla hafa í sig og á og þegar mikið er að gera á búinu getur verið þörf smárra handa að hjálpa til. Í skjóli við gömlu álmuna er bambusveggur og þar innan eru stúlkur sem kokka sér mat. Metnaðurinn er mikill fyrir hönd þeirra sem eiga að gangast undir samræmdu prófin. Tveimur mánuðum áður en þau hefjast er krökkunum sagt að mæta með steinolíu og mat, koma sér fyrir í skólanum með brekán og bastmottur og lesa af kappi. Piltar eru við samskonar matseld við hlóðir, kennarar stía sundur kynjunum til að halda aga og festu við próflærdóminn. Hér og þar standa litlar ferðatöskur með því sem þau hafa tekið með sér. Ef þau ná samræmdu prófunum geta þau sótt um framhaldsskóla. Þeir eru flestir óbyggðir í héraðinu og kennt á berri jörðinni eins og reyndar er títt með skóla í Malaví. Innan við 6-7% í hverjum árgangi fara í framhaldsskóla. Ástæða heimsóknar okkar er sú að Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur hjálpað til við byggingu á nær tveimur tugum skóla í héraðinu og nú er komið að þessum. Gera þarf upp kennarahúsin, því án þeirra fæst ekki hæft starfsfólk. Koma þarf upp umhverfisvænum kömrum. Þá vantar húsgögn í kennslustofur, þjálfa þarf kennara, útvega námsgögn og lykilatriði í öllu skólastarfi er svo að bjóða upp á skólamáltíðir. Læsi í Malaví er rúmlega 60%, minna hjá konum en körlum. Skólastefna stjórnvalda næsta áratug gerir ráð fyrir að 20% af ríkisútgjöldum fari til menntamála, með aðaláherslu á grunnskóla, en líka með framlögum til leikskóla og framhaldsskóla auk fullorðinsfræðslu og menntabrauta fyrir unglinga sem hafa dottið úr skóla. Áætlunin er útfærð allt niður í fjölda lesbóka og blýanta sem hvert barn á að fá. Byggja á 500 skóla og útvega 650 000 skólamáltíðir árlega. Vonast er til að þá útskrifist 80% af hverjum árgangi úr grunnskóla sem væri stórkostlegt framfaraskref. Þetta kostar sitt. Ef hagvöxtur verður 6,5% árlega eins og spáð er, og framlög verða áfram 20% af ríkisútgjöldum, vantar 150 milljónir Bandaríkjadala árlega til að ná endum saman. Það eru litlir 12 milljarðar króna á ári hverju. Erlend ríki hafa skuldbundið sem svarar til helmingi þess fjár í ár, en óvíst er með framtíðina. Það vantar því töluvert mikið til að hægt sé að fjármagna þessa áætlun, enda landið með þeim fátækustu í heimi. Það má heita metnaðarfullt að verja fimmtungi ríkisútgjalda til menntamála, en lýsandi er fyrir stöðuna að á áratug þurfi samt að minnsta kosti 60 milljarða íslenskra króna erlendis frá til viðbótar við álíka upphæð sem nú er veitt á ári í þróunaraðstoð til menntamála. Og þá er allt annað eftir. En á næstunni eru samræmd próf í Malaví og krakkarnir sem nú kokka bak við hús og sofa á bastmottum allar nætur milli lestranna ætla sér stóra hluti hvað sem öllu líður. Höfundur starfar fyrir Þróunarsamvinnustofnun í Namibíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Skólastjórinn í Malenga er mjög lágvaxinn maður, svo sem títt er um Malava sem bera í sér erfðaþátt pygmea. Þar sem hann situr virðulega klæddur í jakka með bindi við borð í kompu sinni ná spjöld hátt upp eftir öllum veggjum svo hvergi sér í. Þetta eru mætingatöflur, einkunnagröf, nemendaskrár og línurit. Allar þessar upplýsingar kæmust snyrtilega fyrir á einu skjali í töflureikni í tölvu. En hér er engin tölva. Ekki heldur sími. Hann og aðstoðarskólastjórinn sýna okkur pappaspjöld með ýmsum orðum sem skráð hafa verið með sandi og lími. Til lesæfinga; hér eru afskaplega fáar bækur. Foreldrar komu saman og bjuggu til orðaspjöldin. Fyrir utan kytruna er hálfköruð bygging úr heimagerðum múrsteinum. Foreldrar ætla að byggja skólabókasafn. Það vantar reyndar þakjárn og sement. Haft var samband við þingmann um að redda hlutum. Já, og reyndar vantar líka bækur. Á móti stendur gamla skólaálman með þakið hrunið inn í kennslustofu, en „nýja" álman sem senn verður 20 ára stendur hurðalaus, vanbúin öllu. Í skólanum eru 900 nemendur og átta kennarar. Hlutfall nemenda og kennara er 120:1 en „æskilegt" hlutfall í þessu landi er 60:1 gangi þróunarverkefni eftir. Ef allir krakkar á svæði skólans mættu væri hlutfallið 200 nemendur á hvern kennara; hér tíðkast það bara ekki að krakkarnir mæti allir í skóla. Skráð börn eru mikið fjarverandi og stúlkur ljúka oft ekki grunnskóla því ótímabær þungun er algeng. Krakkarnir ganga 5-15 km daglega í skólann. Í þorpunum í kring búa sjálfsþurftarbændur sem varla hafa í sig og á og þegar mikið er að gera á búinu getur verið þörf smárra handa að hjálpa til. Í skjóli við gömlu álmuna er bambusveggur og þar innan eru stúlkur sem kokka sér mat. Metnaðurinn er mikill fyrir hönd þeirra sem eiga að gangast undir samræmdu prófin. Tveimur mánuðum áður en þau hefjast er krökkunum sagt að mæta með steinolíu og mat, koma sér fyrir í skólanum með brekán og bastmottur og lesa af kappi. Piltar eru við samskonar matseld við hlóðir, kennarar stía sundur kynjunum til að halda aga og festu við próflærdóminn. Hér og þar standa litlar ferðatöskur með því sem þau hafa tekið með sér. Ef þau ná samræmdu prófunum geta þau sótt um framhaldsskóla. Þeir eru flestir óbyggðir í héraðinu og kennt á berri jörðinni eins og reyndar er títt með skóla í Malaví. Innan við 6-7% í hverjum árgangi fara í framhaldsskóla. Ástæða heimsóknar okkar er sú að Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur hjálpað til við byggingu á nær tveimur tugum skóla í héraðinu og nú er komið að þessum. Gera þarf upp kennarahúsin, því án þeirra fæst ekki hæft starfsfólk. Koma þarf upp umhverfisvænum kömrum. Þá vantar húsgögn í kennslustofur, þjálfa þarf kennara, útvega námsgögn og lykilatriði í öllu skólastarfi er svo að bjóða upp á skólamáltíðir. Læsi í Malaví er rúmlega 60%, minna hjá konum en körlum. Skólastefna stjórnvalda næsta áratug gerir ráð fyrir að 20% af ríkisútgjöldum fari til menntamála, með aðaláherslu á grunnskóla, en líka með framlögum til leikskóla og framhaldsskóla auk fullorðinsfræðslu og menntabrauta fyrir unglinga sem hafa dottið úr skóla. Áætlunin er útfærð allt niður í fjölda lesbóka og blýanta sem hvert barn á að fá. Byggja á 500 skóla og útvega 650 000 skólamáltíðir árlega. Vonast er til að þá útskrifist 80% af hverjum árgangi úr grunnskóla sem væri stórkostlegt framfaraskref. Þetta kostar sitt. Ef hagvöxtur verður 6,5% árlega eins og spáð er, og framlög verða áfram 20% af ríkisútgjöldum, vantar 150 milljónir Bandaríkjadala árlega til að ná endum saman. Það eru litlir 12 milljarðar króna á ári hverju. Erlend ríki hafa skuldbundið sem svarar til helmingi þess fjár í ár, en óvíst er með framtíðina. Það vantar því töluvert mikið til að hægt sé að fjármagna þessa áætlun, enda landið með þeim fátækustu í heimi. Það má heita metnaðarfullt að verja fimmtungi ríkisútgjalda til menntamála, en lýsandi er fyrir stöðuna að á áratug þurfi samt að minnsta kosti 60 milljarða íslenskra króna erlendis frá til viðbótar við álíka upphæð sem nú er veitt á ári í þróunaraðstoð til menntamála. Og þá er allt annað eftir. En á næstunni eru samræmd próf í Malaví og krakkarnir sem nú kokka bak við hús og sofa á bastmottum allar nætur milli lestranna ætla sér stóra hluti hvað sem öllu líður. Höfundur starfar fyrir Þróunarsamvinnustofnun í Namibíu.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar