Riches á hvíta tjaldið 22. nóvember 2008 03:30 Eddie Izzard og Minnie Driver. Breski grínistinn Eddie Izzard ætlar að búa til kvikmynd byggða á sjónvarpsþáttum sínum The Riches. Izzard lék aðalhlutverkið í þeim ásamt Minnie Driver en sjónvarpsstöðin FOX ákvað að hætta framleiðslunni eftir tvær þáttaraðir. The Riches voru tilnefndir til Golden Globe- og Emmy-verðlaunanna og fjölluðu um fjölskyldu sem hafði lifibrauð sitt af því að svindla á öðru fólki. „Við funduðum og handritshöfundarnir ætla að búa til sögu," sagði Izzard við BBC. „Við ætlum að safna pening eins og Barack Obama gerði í gegnum netið og við ætlum að taka upp að hætti skæruliða. Við ætlum að mæta á staðinn og taka upp án þess kannski að hafa leyfi fyrir því." Izzard dvelur þessa dagana í London þar sem uppistandssýning hans, Stripped, fer fram. Hann játar að núna sé ekki besti tíminn fyrir sjálfstæða framleiðendur eins og hann til að safna fyrir nýju myndinni. „Það er erfitt að ná í pening og þess vegna þarf maður að beita nýjum ráðum." Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Breski grínistinn Eddie Izzard ætlar að búa til kvikmynd byggða á sjónvarpsþáttum sínum The Riches. Izzard lék aðalhlutverkið í þeim ásamt Minnie Driver en sjónvarpsstöðin FOX ákvað að hætta framleiðslunni eftir tvær þáttaraðir. The Riches voru tilnefndir til Golden Globe- og Emmy-verðlaunanna og fjölluðu um fjölskyldu sem hafði lifibrauð sitt af því að svindla á öðru fólki. „Við funduðum og handritshöfundarnir ætla að búa til sögu," sagði Izzard við BBC. „Við ætlum að safna pening eins og Barack Obama gerði í gegnum netið og við ætlum að taka upp að hætti skæruliða. Við ætlum að mæta á staðinn og taka upp án þess kannski að hafa leyfi fyrir því." Izzard dvelur þessa dagana í London þar sem uppistandssýning hans, Stripped, fer fram. Hann játar að núna sé ekki besti tíminn fyrir sjálfstæða framleiðendur eins og hann til að safna fyrir nýju myndinni. „Það er erfitt að ná í pening og þess vegna þarf maður að beita nýjum ráðum."
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira