Danshöfundur á fleygiferð um Evrópu 2. nóvember 2008 05:00 Margrét er höfundur og einn af dönsurum verksins Strength through embarrassment sem hefur verið sýnt vítt og breitt um Evrópu. fréttablaðið/Anton „Mér finnst svolítið fyndið að fara með verk sem heitir þessu nafni í ljósi þess að maður hefur heyrt að fólki hafi meðal annars verið hent út úr búðum í Danmörku," segir Margrét Bjarnadóttir, dansari og danshöfundur. Henni hefur verið boðið að sýna dansverk sitt Strength Through Embarrassment á danshátíðinni Junge Hunde í Árósum sem fer fram 6. til 14. nóvember næstkomandi. Verkið var útskrifarverk Margrétar úr ArtEZ listaháskólanum í Hollandi 2006, en titill verksins hefur kannski aldrei átt jafn vel við og einmitt núna, ekki hvað síst fyrir Íslending í Danmörku. „Allt í einu hafði þetta miklu meira vægi þegar þetta var komið í þetta samhengi. Við Íslendingar höfum verið þekkt fyrir tónlist, listir, skapandi og frjótt samfélag svo mér finnst mikilvægt að listamenn haldi áfram að fara út. Mér finnst að sá þáttur samfélagsins megi alls ekki grotna niður þó svo að bankarnir geri það," segir Margrét sem hefur verið boðið á danshátíðir vítt og breitt um Evrópu eftir að verk hennar var valið á danshátíðina Resolution! í London í fyrra. „Það er lúmskt mikil vinna að ferðast með svona verk. Með mér fara Jón Þorgeir Kristjánsson ljósahönnuður, bandaríski dansarinn Daniel Brown og þriggja manna hljómsveit. Við þjálfum svo sex manna hóp á hverjum stað fyrir sig því það væri erfitt að flytja alltaf sama hópinn, en hann kallast The Embarrassed Army og ræður í raun framvindu verksins," segir Margrét að lokum. Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Mér finnst svolítið fyndið að fara með verk sem heitir þessu nafni í ljósi þess að maður hefur heyrt að fólki hafi meðal annars verið hent út úr búðum í Danmörku," segir Margrét Bjarnadóttir, dansari og danshöfundur. Henni hefur verið boðið að sýna dansverk sitt Strength Through Embarrassment á danshátíðinni Junge Hunde í Árósum sem fer fram 6. til 14. nóvember næstkomandi. Verkið var útskrifarverk Margrétar úr ArtEZ listaháskólanum í Hollandi 2006, en titill verksins hefur kannski aldrei átt jafn vel við og einmitt núna, ekki hvað síst fyrir Íslending í Danmörku. „Allt í einu hafði þetta miklu meira vægi þegar þetta var komið í þetta samhengi. Við Íslendingar höfum verið þekkt fyrir tónlist, listir, skapandi og frjótt samfélag svo mér finnst mikilvægt að listamenn haldi áfram að fara út. Mér finnst að sá þáttur samfélagsins megi alls ekki grotna niður þó svo að bankarnir geri það," segir Margrét sem hefur verið boðið á danshátíðir vítt og breitt um Evrópu eftir að verk hennar var valið á danshátíðina Resolution! í London í fyrra. „Það er lúmskt mikil vinna að ferðast með svona verk. Með mér fara Jón Þorgeir Kristjánsson ljósahönnuður, bandaríski dansarinn Daniel Brown og þriggja manna hljómsveit. Við þjálfum svo sex manna hóp á hverjum stað fyrir sig því það væri erfitt að flytja alltaf sama hópinn, en hann kallast The Embarrassed Army og ræður í raun framvindu verksins," segir Margrét að lokum.
Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira