Fórnarlambið? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 10. október 2008 07:00 Niðurstaðan af eintali Davíðs Oddssonar við sjálfan sig í Kastljósi RÚV sl. þriðjudagskvöld 8. okt. vakti óskipta samúð hlustenda með örlögum þessa mæðumanns. Davíð hefur, að eigin sögn, verið saklaust fórnarlamb óreiðumanna og brennuvarga (hans eigin orð) sem á undanförnum árum hafa vaðið uppi í þjóðfélaginu og farið sínu fram, þrátt fyrir fyrirbænir og varnaðarorð hins áhrifalausa seðlabankastjóra. Sjálfur var Davíð á móti útrásinni og segist reyndar aldrei hafa skilið hana. Hann segist ítrekað hafa varað við allri þessari sláttumennsku óreiðumannanna í útlöndum, en það hafi bara enginn hlustað á sig. Hann segist hafa beðið hina einkavæddu bankastjóra að gæta hófs en þeir skelltu við skollaeyrum. Hann segist hafa beðið þá í ríkisstjórninni - eftirmenn sína - um að stöðva feigðarflanið, en meira að segja þeir hlustuðu ekki á hann. Bæði forsætis- og fjármálaráðherrann, þessir fyrrverandi undirsátar hans, daufheyrðust við fyrirbænum og bænakvaki hins áhrifalausa seðlabankastjóra. Það er alveg sama við hvern hann talaði: Enginn tók mark á orðum hans. Er nema von að honum finnist ósanngjarnt að skella skuldinni af þjóðargjaldþrotinu á hann? Samt segir hann að menn megi svo sem sín vegna gera sig að píslarvætti, ef þeim líði eitthvað betur við það. Þetta er alveg nýr Davíð sem þarna birtist þjóð sinni. Lítillátur maður, að vísu vel meinandi en atkvæðalítill og pasturslaus. En fyrst og síðast misskilinn, vanræktur og gersamlega áhrifalaus. Og meira en það. Hann var öll þessi ár þar sem hann birtist þjóð sinni sem höstugur valdsmaður, sem aðrir lutu af ótta og lotningu, í raun og veru saklaust fórnarlamb myrkraafla, sem léku sér á kaldrifjaðan hátt að fjöreggi þjóðarinnar, meðan vörslumaður þess, Davíð Oddsson, sætti ofsóknum og var lagður í einelti, einangraður og áhrifalaus hornreka. Svona getur spegilmynd samtímans orðið skrítin þegar fjölmiðlar í lýðræðisþjóðfélagi - í þessu tilviki Kastljósdrengirnir - valda ekki verkefnum sínum. Hvernig hefði alvörufjölmiðill í lýðræðisþjóðfélagi farið að í svona tilfelli? Er trúlegt að seðlabankastjóra - sem hefur „presiderað" yfir hruni lánastofnana og greiðsluþroti þjóðarbúsins, eftir að hafa mistekist í sjö ár samfellt að ná yfirlýstum markmiðum peningastefnunnar - hefði verið boðið í drottningarviðtal, sem þjónaði þeim tilgangi að upphefja hans persónu í stað þess að láta hann standa fyrir máli sínu? Með öðrum þjóðum hefði fjölmiðillinn hvatt til óháða sérfræðinga á sviði fjármála og viðskipta. Þá hefðu þeir ekki látið seðlabankastjórann komast upp með að þvo hendur sínar af eigin gerðum né heldur að leika saklaust fórnarlamb. Veruleikinn er nefnilega allur annar en leikritið sem var uppfært í Kastljósi gefur til kynna. En þá hefði seðlabankastjórinn sennilega ekki mætt í Kastljós því að hann hefur á löngum valdaferli vanið fjölmiðla við það, að hann tali bara í drottningarviðtölum. Birtingarform ritskoðunarinnar eru margvísleg, víðar en í landi Pútíns. Höfundur var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar 1991-95. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Niðurstaðan af eintali Davíðs Oddssonar við sjálfan sig í Kastljósi RÚV sl. þriðjudagskvöld 8. okt. vakti óskipta samúð hlustenda með örlögum þessa mæðumanns. Davíð hefur, að eigin sögn, verið saklaust fórnarlamb óreiðumanna og brennuvarga (hans eigin orð) sem á undanförnum árum hafa vaðið uppi í þjóðfélaginu og farið sínu fram, þrátt fyrir fyrirbænir og varnaðarorð hins áhrifalausa seðlabankastjóra. Sjálfur var Davíð á móti útrásinni og segist reyndar aldrei hafa skilið hana. Hann segist ítrekað hafa varað við allri þessari sláttumennsku óreiðumannanna í útlöndum, en það hafi bara enginn hlustað á sig. Hann segist hafa beðið hina einkavæddu bankastjóra að gæta hófs en þeir skelltu við skollaeyrum. Hann segist hafa beðið þá í ríkisstjórninni - eftirmenn sína - um að stöðva feigðarflanið, en meira að segja þeir hlustuðu ekki á hann. Bæði forsætis- og fjármálaráðherrann, þessir fyrrverandi undirsátar hans, daufheyrðust við fyrirbænum og bænakvaki hins áhrifalausa seðlabankastjóra. Það er alveg sama við hvern hann talaði: Enginn tók mark á orðum hans. Er nema von að honum finnist ósanngjarnt að skella skuldinni af þjóðargjaldþrotinu á hann? Samt segir hann að menn megi svo sem sín vegna gera sig að píslarvætti, ef þeim líði eitthvað betur við það. Þetta er alveg nýr Davíð sem þarna birtist þjóð sinni. Lítillátur maður, að vísu vel meinandi en atkvæðalítill og pasturslaus. En fyrst og síðast misskilinn, vanræktur og gersamlega áhrifalaus. Og meira en það. Hann var öll þessi ár þar sem hann birtist þjóð sinni sem höstugur valdsmaður, sem aðrir lutu af ótta og lotningu, í raun og veru saklaust fórnarlamb myrkraafla, sem léku sér á kaldrifjaðan hátt að fjöreggi þjóðarinnar, meðan vörslumaður þess, Davíð Oddsson, sætti ofsóknum og var lagður í einelti, einangraður og áhrifalaus hornreka. Svona getur spegilmynd samtímans orðið skrítin þegar fjölmiðlar í lýðræðisþjóðfélagi - í þessu tilviki Kastljósdrengirnir - valda ekki verkefnum sínum. Hvernig hefði alvörufjölmiðill í lýðræðisþjóðfélagi farið að í svona tilfelli? Er trúlegt að seðlabankastjóra - sem hefur „presiderað" yfir hruni lánastofnana og greiðsluþroti þjóðarbúsins, eftir að hafa mistekist í sjö ár samfellt að ná yfirlýstum markmiðum peningastefnunnar - hefði verið boðið í drottningarviðtal, sem þjónaði þeim tilgangi að upphefja hans persónu í stað þess að láta hann standa fyrir máli sínu? Með öðrum þjóðum hefði fjölmiðillinn hvatt til óháða sérfræðinga á sviði fjármála og viðskipta. Þá hefðu þeir ekki látið seðlabankastjórann komast upp með að þvo hendur sínar af eigin gerðum né heldur að leika saklaust fórnarlamb. Veruleikinn er nefnilega allur annar en leikritið sem var uppfært í Kastljósi gefur til kynna. En þá hefði seðlabankastjórinn sennilega ekki mætt í Kastljós því að hann hefur á löngum valdaferli vanið fjölmiðla við það, að hann tali bara í drottningarviðtölum. Birtingarform ritskoðunarinnar eru margvísleg, víðar en í landi Pútíns. Höfundur var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar 1991-95.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun