Meðhjálpari fær klapp á kollinn Ögmundur Jónasson skrifar 22. september 2008 06:00 Ágætur þingmaður Samfylkingarinnar sagði í laugardagsþætti Hallgríms Thorsteinssonar fyrir viku að flokkur sinn hefði verið stofnaður um velferðarþjónustuna. Ég saknaði þess að viðkomandi var ekki spurður hvers vegna Samfylkingin kæmi þá ekki velferðarkerfinu til varnar þegar að því væri sótt. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, messaði yfir félögum sínum í Valhöll um helgina. Hann lofaði og prísaði Samfylkinguna, sagði að án hennar hefði ekki verið hægt að koma á lögum um nýja sjúkratryggingastofnun, sem væri forsenda þess að koma mætti á markaði með heilbrigðiskerfið. Hann lýsti þeim gleðilega áfanga að samskiptin innan heilbrigðisþjónustunnar yrðu hér eftir viðskiptalegs eðlis, það er á milli kaupenda og seljenda. Síðan var það látið fylgja með sögunni að ríkissjóður eigi að borga brúsann hvort sem um opinberan „seljanda þjónustu" væri að ræða eða einkarekinn. Jafnan yrði hins vegar leitað að hagstæðasta tilboði. En hvers vegna hefur það þá ekki verið gert? Hvers vegna hafa ríkisstjórnir og bæjarstjórnir þar sem flokkur Geirs H. Haarde hefur ráðið ítrekað gert samninga við fyrirtæki sem eru dýrari fyrir skattborgarann en buðust af hálfu opinberra aðila? Aulagangur? Varla. Einkavinavæðing? Líklegra. Ef það er stefna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að heilbrigðisþjónustan sé borguð með skattfé, eins og klifað er á meðan verið er að koma kerfisbreytingum í gegn, hvers vegna er heilbrigðisþjónustan þá ekki gerð gjaldfrjáls? Hvers vegna þetta ósamræmi á milli orða og athafna? Hvers vegna hefur verið bætt í gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu? Hvers vegna vinnur nú nefnd undir verkstjórn Péturs H. Blöndals að því að dreifa kostnaði á milli sjúklinga í kerfinu en ekki draga úr honum gagnvart sjúklingum sem heild? Fyrir kjósendur Samfylkingarinnar hlýtur það að vera umhugsunarefni þegar flokksforystu þeirra er klappað á kollinn á þeim forsendum sem nú er gert. Getur verið að Samfylkingarforystan vilji raunverulega markaðsvæða heilbrigðiskerfið eða er löngunin til að fá að halda sig innan veggja Stjórnarráðsins svo rík að öllu sé fórnandi; jafnvel að gerast þjónn og meðhjálpari við einkavæðingu heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Ágætur þingmaður Samfylkingarinnar sagði í laugardagsþætti Hallgríms Thorsteinssonar fyrir viku að flokkur sinn hefði verið stofnaður um velferðarþjónustuna. Ég saknaði þess að viðkomandi var ekki spurður hvers vegna Samfylkingin kæmi þá ekki velferðarkerfinu til varnar þegar að því væri sótt. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, messaði yfir félögum sínum í Valhöll um helgina. Hann lofaði og prísaði Samfylkinguna, sagði að án hennar hefði ekki verið hægt að koma á lögum um nýja sjúkratryggingastofnun, sem væri forsenda þess að koma mætti á markaði með heilbrigðiskerfið. Hann lýsti þeim gleðilega áfanga að samskiptin innan heilbrigðisþjónustunnar yrðu hér eftir viðskiptalegs eðlis, það er á milli kaupenda og seljenda. Síðan var það látið fylgja með sögunni að ríkissjóður eigi að borga brúsann hvort sem um opinberan „seljanda þjónustu" væri að ræða eða einkarekinn. Jafnan yrði hins vegar leitað að hagstæðasta tilboði. En hvers vegna hefur það þá ekki verið gert? Hvers vegna hafa ríkisstjórnir og bæjarstjórnir þar sem flokkur Geirs H. Haarde hefur ráðið ítrekað gert samninga við fyrirtæki sem eru dýrari fyrir skattborgarann en buðust af hálfu opinberra aðila? Aulagangur? Varla. Einkavinavæðing? Líklegra. Ef það er stefna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að heilbrigðisþjónustan sé borguð með skattfé, eins og klifað er á meðan verið er að koma kerfisbreytingum í gegn, hvers vegna er heilbrigðisþjónustan þá ekki gerð gjaldfrjáls? Hvers vegna þetta ósamræmi á milli orða og athafna? Hvers vegna hefur verið bætt í gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu? Hvers vegna vinnur nú nefnd undir verkstjórn Péturs H. Blöndals að því að dreifa kostnaði á milli sjúklinga í kerfinu en ekki draga úr honum gagnvart sjúklingum sem heild? Fyrir kjósendur Samfylkingarinnar hlýtur það að vera umhugsunarefni þegar flokksforystu þeirra er klappað á kollinn á þeim forsendum sem nú er gert. Getur verið að Samfylkingarforystan vilji raunverulega markaðsvæða heilbrigðiskerfið eða er löngunin til að fá að halda sig innan veggja Stjórnarráðsins svo rík að öllu sé fórnandi; jafnvel að gerast þjónn og meðhjálpari við einkavæðingu heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar