Lögbundin stjórnsýsla og nektardans Björn Bjarnason skrifar 7. ágúst 2008 00:01 umræðan Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi vinstri grænna, lætur að því liggja í grein í Fréttablaðinu 6. ágúst, að það hafi ráðist af geðþótta mínum og þvingunum gagnvart lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, að dóms- og kirkjumálaráðuneytið komst að þeirri rökstuddu niðurstöðu hinn 15. maí sl., að umsagnir embættis lögreglustjórans um rekstrarleyfi vegna veitingastaðarins Goldfingers í Kópavogi væru haldnar þeim efnisannmörkum að ógilda bæri ákvörðun sýslumannsins í Kópavogi frá október 2007 um rekstrarleyfið og sýslumanni bæri að leita eftir nýrri umsögn lögreglustjórans áður en hann tæki veitingu umrædds leyfis til meðferðar á ný. Úrskurð ráðuneytisins um þetta efni má lesa á vefsíðu þess, en þar var hann birtur með fréttatilkynningu 23. maí, 2008. Ráðuneytið tók málið til úrskurðar á grundvelli stjórnsýslukæru frá lögmanni Goldfingers. Að kenna málsmeðferð ráðuneytisins og niðurstöðu þess við þvingun á lögreglustjórann, lýsir bæði vanþekkingu og óvild. Samkvæmt lögunum skal sá, sem veitir leyfi til að reka veitingastað, í þessu tilviki sýslumaðurinn í Kópavogi, leita umsagna sveitarstjórnar, heilbrigðisnefndar, slökkviliðs, vinnueftirlits, byggingarfulltrúa og lögreglu sem m.a. kveður á um nauðsyn til dyravörslu. Óheimilt er að gefa út rekstrarleyfi ef einhver framangreindra aðila leggst gegn útgáfu leyfisins og skal rekstrarleyfi jafnframt bundið þeim skilyrðum sem fram kunna að koma í umsögnunum. Ef banna ber veitingastöðum alfarið að bjóða gestum sínum nektardans, þarf að taka af skarið um slíkt bann í lögum. Það hefur ekki verið gert. Núgildandi lög um þetta efni voru sett vorið 2007. Af umræðum um lagafrumvarpið má ráða að þingmenn gerðu sér vel ljóst að í lögunum segði, að sá, sem veitti rekstrarleyfi gæti heimilað að fram færi nektardans í atvinnuskyni á veitingastað, að fengnum jákvæðum umsögnum umsagnaraðila. Á slíkum stöðum væri sýnendum hins vegar óheimilt að fara um á meðal áhorfenda og jafnframt væru hvers konar einkasýningar bannaðar. Svandís Svavarsdóttir situr í borgarstjórn Reykjavíkur og kemur því að umsögn um það, hvort heimila skuli nektardans í atvinnuskyni. Umsögnin verður að vera jákvæð til að leyfið sé veitt. Svandís verður eins og allir opinberir sýslunarmenn að fara að lögum við ákvörðun sína. Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
umræðan Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi vinstri grænna, lætur að því liggja í grein í Fréttablaðinu 6. ágúst, að það hafi ráðist af geðþótta mínum og þvingunum gagnvart lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, að dóms- og kirkjumálaráðuneytið komst að þeirri rökstuddu niðurstöðu hinn 15. maí sl., að umsagnir embættis lögreglustjórans um rekstrarleyfi vegna veitingastaðarins Goldfingers í Kópavogi væru haldnar þeim efnisannmörkum að ógilda bæri ákvörðun sýslumannsins í Kópavogi frá október 2007 um rekstrarleyfið og sýslumanni bæri að leita eftir nýrri umsögn lögreglustjórans áður en hann tæki veitingu umrædds leyfis til meðferðar á ný. Úrskurð ráðuneytisins um þetta efni má lesa á vefsíðu þess, en þar var hann birtur með fréttatilkynningu 23. maí, 2008. Ráðuneytið tók málið til úrskurðar á grundvelli stjórnsýslukæru frá lögmanni Goldfingers. Að kenna málsmeðferð ráðuneytisins og niðurstöðu þess við þvingun á lögreglustjórann, lýsir bæði vanþekkingu og óvild. Samkvæmt lögunum skal sá, sem veitir leyfi til að reka veitingastað, í þessu tilviki sýslumaðurinn í Kópavogi, leita umsagna sveitarstjórnar, heilbrigðisnefndar, slökkviliðs, vinnueftirlits, byggingarfulltrúa og lögreglu sem m.a. kveður á um nauðsyn til dyravörslu. Óheimilt er að gefa út rekstrarleyfi ef einhver framangreindra aðila leggst gegn útgáfu leyfisins og skal rekstrarleyfi jafnframt bundið þeim skilyrðum sem fram kunna að koma í umsögnunum. Ef banna ber veitingastöðum alfarið að bjóða gestum sínum nektardans, þarf að taka af skarið um slíkt bann í lögum. Það hefur ekki verið gert. Núgildandi lög um þetta efni voru sett vorið 2007. Af umræðum um lagafrumvarpið má ráða að þingmenn gerðu sér vel ljóst að í lögunum segði, að sá, sem veitti rekstrarleyfi gæti heimilað að fram færi nektardans í atvinnuskyni á veitingastað, að fengnum jákvæðum umsögnum umsagnaraðila. Á slíkum stöðum væri sýnendum hins vegar óheimilt að fara um á meðal áhorfenda og jafnframt væru hvers konar einkasýningar bannaðar. Svandís Svavarsdóttir situr í borgarstjórn Reykjavíkur og kemur því að umsögn um það, hvort heimila skuli nektardans í atvinnuskyni. Umsögnin verður að vera jákvæð til að leyfið sé veitt. Svandís verður eins og allir opinberir sýslunarmenn að fara að lögum við ákvörðun sína. Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun