Mikil hækkun á Wall Street 19. september 2008 20:08 Hamagangur í öskjunn á Wall Street í dag. Mynd/AP Fjárfestar í Bandaríkjunum tóku fagnandi stórtækum björgunaraðgerðum bandaríska ríkisins sem tilkynntar voru í dag og felast í því að sérstakur sjóður verði settur á laggirnar sem tekur við öllum - eða velflestum - eignum bandarískra banka og fjármálafyrirtækja sem eru orðnar næsta verðlausar og illseljanlegar eftir fall á bandarískum fasteignalánamarkaði. Á meðal lánanna eru undirmálslán og veð þeim tengdum. Þetta eru skuldabréfavafningar sem hafa hrunið í verði síðasta árið og ein helsta rót lausafjárkrísunnar sem riðið hefur fjármálamörkuðum víða um heim. Björgunaraðgerðirnar munu kosta bandaríska skattgreiðendur hundruð milljarða bandaríkjadala, líkt og George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, og Henry Paulson, fjármálaráðherra landsins, bentu á í dag. Stofnun sjóðsins eru þó einungis einn stór liður í mörgum aðgerðum sem margir af helstu seðlabankar heimsins hafa tekið á sig til að koma í veg fyrir alvarlegar hremmingar um allan heim. Þar á meðal hafa bankarnir dælt inn fjármagni á markaðinn og opnað bönkum og fjármálafyrirtækjum lánaglugga svo þeir geti orðið sér úti um erlendan gjaldeyri, sem mjög hefur skort í hagkerfið. Ríkissstjórn Bandaríkjanna og aðrir ráðamenn tengdir fjármálaheiminum vestra ræða nánari útlistanir á aðgerðunum um helgina. Hlutabréf hafa hækkað víða um heim í dag, þar á meðal hér á landi. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 3,35 prósent í dag og Nasdaq-vísitalan um 3,40 prósent. Þetta er annar stóri hækkanadagurinn vestanhafs í röð en helstu hlutabréfavísitölur ruku upp um allt að fimm prósent í gær eftir að bandaríska sjónvarpsfréttastöðin CNBC lak því út hvað stjórnvöld hefðu í bígerð. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Fjárfestar í Bandaríkjunum tóku fagnandi stórtækum björgunaraðgerðum bandaríska ríkisins sem tilkynntar voru í dag og felast í því að sérstakur sjóður verði settur á laggirnar sem tekur við öllum - eða velflestum - eignum bandarískra banka og fjármálafyrirtækja sem eru orðnar næsta verðlausar og illseljanlegar eftir fall á bandarískum fasteignalánamarkaði. Á meðal lánanna eru undirmálslán og veð þeim tengdum. Þetta eru skuldabréfavafningar sem hafa hrunið í verði síðasta árið og ein helsta rót lausafjárkrísunnar sem riðið hefur fjármálamörkuðum víða um heim. Björgunaraðgerðirnar munu kosta bandaríska skattgreiðendur hundruð milljarða bandaríkjadala, líkt og George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, og Henry Paulson, fjármálaráðherra landsins, bentu á í dag. Stofnun sjóðsins eru þó einungis einn stór liður í mörgum aðgerðum sem margir af helstu seðlabankar heimsins hafa tekið á sig til að koma í veg fyrir alvarlegar hremmingar um allan heim. Þar á meðal hafa bankarnir dælt inn fjármagni á markaðinn og opnað bönkum og fjármálafyrirtækjum lánaglugga svo þeir geti orðið sér úti um erlendan gjaldeyri, sem mjög hefur skort í hagkerfið. Ríkissstjórn Bandaríkjanna og aðrir ráðamenn tengdir fjármálaheiminum vestra ræða nánari útlistanir á aðgerðunum um helgina. Hlutabréf hafa hækkað víða um heim í dag, þar á meðal hér á landi. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 3,35 prósent í dag og Nasdaq-vísitalan um 3,40 prósent. Þetta er annar stóri hækkanadagurinn vestanhafs í röð en helstu hlutabréfavísitölur ruku upp um allt að fimm prósent í gær eftir að bandaríska sjónvarpsfréttastöðin CNBC lak því út hvað stjórnvöld hefðu í bígerð.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira