Bergmann - Bergmann: Tvær stjörnur 8. júlí 2008 06:00 Bergmann - Bergmann Bergmann er fyrsta sólóplata Sverris Bergmann, en hann hefur lengi þótt efnilegur söngvari og var m.a. meðlimur í hljómsveitinni Daysleeper. Það var mikið lagt í þessa plötu. Hún var þrjú ár í vinnslu og var tekin upp í London undir stjórn James Hallawell sem m.a. hefur unnið með Wet Wet Wet. Tónlistin á Bergmann er mikið unnið popp. Lögin eru mishröð, allt frá ballöðum upp í rokk, stemningin minnir stundum á Coldplay. Það heyrist strax við fyrstu hlustun að platan er faglega unnin. Hljómurinn er tær og nútímalegur og platan er mjög vel hljóðblönduð. Hljóðfæraleikurinn er líka til fyrirmyndar og söngur Sverris kemur oft ágætlega út. Það eru hins vegar tvö stór vandamál við plötuna. Útsetningarnar eru ófrumlegar og iðnaðarlegar og það sem verra er, lagasmíðarnar eru flestar mjög veikar. Og án góðra lagasmíða á poppplata eins og þessi ekki mikla möguleika. Fagleg vinnubrögð gagnast lítið ef efniviðurinn er ekki til staðar. Trausti Júlíusson Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Bergmann er fyrsta sólóplata Sverris Bergmann, en hann hefur lengi þótt efnilegur söngvari og var m.a. meðlimur í hljómsveitinni Daysleeper. Það var mikið lagt í þessa plötu. Hún var þrjú ár í vinnslu og var tekin upp í London undir stjórn James Hallawell sem m.a. hefur unnið með Wet Wet Wet. Tónlistin á Bergmann er mikið unnið popp. Lögin eru mishröð, allt frá ballöðum upp í rokk, stemningin minnir stundum á Coldplay. Það heyrist strax við fyrstu hlustun að platan er faglega unnin. Hljómurinn er tær og nútímalegur og platan er mjög vel hljóðblönduð. Hljóðfæraleikurinn er líka til fyrirmyndar og söngur Sverris kemur oft ágætlega út. Það eru hins vegar tvö stór vandamál við plötuna. Útsetningarnar eru ófrumlegar og iðnaðarlegar og það sem verra er, lagasmíðarnar eru flestar mjög veikar. Og án góðra lagasmíða á poppplata eins og þessi ekki mikla möguleika. Fagleg vinnubrögð gagnast lítið ef efniviðurinn er ekki til staðar. Trausti Júlíusson
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira