Hvorki evra né fastgengi Kristinn H. Gunnarsson þingmaður skrifar 17. júlí 2008 12:16 Undanfarin ár hefur gengi íslensku krónunnar ráðist á markaði. Þá er gengið í samræmi við aðstæður í íslenska hagkerfinu á hverjum tíma. Þegar mikill halli er á viðskiptum við útlönd um langan tíma endar með því að gengið fellur og innlendir aðilar verða að draga saman seglin. Þetta er kostur við að hafa gengið á floti. Segjum sem svo að við hefðum haft evru undanfarin ár. Þá hefði viðskiptahallinn ekki haft nein áhrif á gengi evrunnar þar sem efnahagur Íslendinga er svo lítill í samanburði við evrusvæðið. Hægt hefði verið að halda áfram að fljóta að feigðarósi mun lengur en ella í skjóli styrks evrunnar og lágir vextir á þenslutímum hefðu ekki bætt úr. Annar möguleiki væri að hverfa frá markaðsgengi krónunnar og taka upp fastgengi. Þá er gengi krónunnar ákveðin föst stærð gagnvart öðrum gjaldmiðli, t.d. evru eða körfu gjaldmiðla. Fastgengið getur verið einhliða eða í samkomulagi við annað myntsvæði. Einhliða fastgengi er algerlega á ábyrgð og kostnað okkar sjálfra og hefur verið reynt með slæmum árangri. Fastgengisstefnan varð ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar að falli fyrir 20 árum. Í fastgengisstefna hafa stjórnvöld tilhneigingu til þess að skrá gengið of hátt til þess að halda aftur af verðbólgu innanlands. Stöðugleiki verður um tíma meðan fastgengið heldur en síðan verður fjármálakreppa. Vandséð hver er ávinningur af einhliða fastgengi umfram markaðsgengi ,þar sem styrkurinn á bak við gengið er sá sami í báðum tilvikum. Tvíhliða fastgengi hefur þann kost að um er að ræða samstarf tveggja eða fleiri seðlabanka sem sameiginlega verja gengi gjaldmiðilanna sem eru þá tengdir saman á ákveðnu gengi. Styrkurinn verur miklu meiri og ef litið er til evrunnar þá má giska á að Seðlabanki Evrópu sé um 1000 sinnum stærri en Seðlabanki íslands og honum myndi ekki muna um það að verja gengið. Spurningin er þá hvort Evrópusambandið hefði áhuga á gjaldmiðilssamstarfi og svo hvort það væri okkur hagstætt. Það liggur nokkur ljóst fyrir að Evrópusambandið ljær ekki máls á slíku samstarfi og raunar ekki þó það væri á útfært þann veg að við myndum taka upp evruna. Þannig að til lítils er að setja fram þá hugmynd. Auðvitað væri hægt að skoða tvíhliða samstarf við aðra en Evrópusambandið , en það er sömu annmörkum háð. Almennt vilja þjóðir ekki að aðrir taki upp þeirra gjaldmiðil. Helst kæmi til álita að ræða við Norðurlandaþjóðirnar, Dani, Norðmenn og Svía. En þar eru Danir eiginlega strax úr leik þar sem þeir eru í tvíhliða gengissamstarfi við Evrópusambandið og Svíar eru í ESB . Þannig að eftir standa þá Norðmenn og það hefur svo sem verið nefnt í umræðunni að kanna vilja þeirra til gjaldmiðilssamstarfs. Það má vel vera að rétt sé að athuga þennan möguleika frekar, þótt mér finnist ráðlegast að halda áfram að hafa íslensku krónuna og glíma við það verkefni að stjórna efnahagsmálum okkar sjálfir. Það endar svo sem alltaf á því, jafnvel þótt tekin sé upp erlend mynt, að gæfa og gengi íslensku þjóðarinnar er í okkar höndum . Evran afstýrir ekki ógæfu ef okkur eru mislagðar hendur hvort sem er. Ef menn trúa því að Íslendingar ráði ekki við verkefnið, þá eru þeir sömu þeirrar skoðunar, að við ráðum ekki við sjálfstæðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur gengi íslensku krónunnar ráðist á markaði. Þá er gengið í samræmi við aðstæður í íslenska hagkerfinu á hverjum tíma. Þegar mikill halli er á viðskiptum við útlönd um langan tíma endar með því að gengið fellur og innlendir aðilar verða að draga saman seglin. Þetta er kostur við að hafa gengið á floti. Segjum sem svo að við hefðum haft evru undanfarin ár. Þá hefði viðskiptahallinn ekki haft nein áhrif á gengi evrunnar þar sem efnahagur Íslendinga er svo lítill í samanburði við evrusvæðið. Hægt hefði verið að halda áfram að fljóta að feigðarósi mun lengur en ella í skjóli styrks evrunnar og lágir vextir á þenslutímum hefðu ekki bætt úr. Annar möguleiki væri að hverfa frá markaðsgengi krónunnar og taka upp fastgengi. Þá er gengi krónunnar ákveðin föst stærð gagnvart öðrum gjaldmiðli, t.d. evru eða körfu gjaldmiðla. Fastgengið getur verið einhliða eða í samkomulagi við annað myntsvæði. Einhliða fastgengi er algerlega á ábyrgð og kostnað okkar sjálfra og hefur verið reynt með slæmum árangri. Fastgengisstefnan varð ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar að falli fyrir 20 árum. Í fastgengisstefna hafa stjórnvöld tilhneigingu til þess að skrá gengið of hátt til þess að halda aftur af verðbólgu innanlands. Stöðugleiki verður um tíma meðan fastgengið heldur en síðan verður fjármálakreppa. Vandséð hver er ávinningur af einhliða fastgengi umfram markaðsgengi ,þar sem styrkurinn á bak við gengið er sá sami í báðum tilvikum. Tvíhliða fastgengi hefur þann kost að um er að ræða samstarf tveggja eða fleiri seðlabanka sem sameiginlega verja gengi gjaldmiðilanna sem eru þá tengdir saman á ákveðnu gengi. Styrkurinn verur miklu meiri og ef litið er til evrunnar þá má giska á að Seðlabanki Evrópu sé um 1000 sinnum stærri en Seðlabanki íslands og honum myndi ekki muna um það að verja gengið. Spurningin er þá hvort Evrópusambandið hefði áhuga á gjaldmiðilssamstarfi og svo hvort það væri okkur hagstætt. Það liggur nokkur ljóst fyrir að Evrópusambandið ljær ekki máls á slíku samstarfi og raunar ekki þó það væri á útfært þann veg að við myndum taka upp evruna. Þannig að til lítils er að setja fram þá hugmynd. Auðvitað væri hægt að skoða tvíhliða samstarf við aðra en Evrópusambandið , en það er sömu annmörkum háð. Almennt vilja þjóðir ekki að aðrir taki upp þeirra gjaldmiðil. Helst kæmi til álita að ræða við Norðurlandaþjóðirnar, Dani, Norðmenn og Svía. En þar eru Danir eiginlega strax úr leik þar sem þeir eru í tvíhliða gengissamstarfi við Evrópusambandið og Svíar eru í ESB . Þannig að eftir standa þá Norðmenn og það hefur svo sem verið nefnt í umræðunni að kanna vilja þeirra til gjaldmiðilssamstarfs. Það má vel vera að rétt sé að athuga þennan möguleika frekar, þótt mér finnist ráðlegast að halda áfram að hafa íslensku krónuna og glíma við það verkefni að stjórna efnahagsmálum okkar sjálfir. Það endar svo sem alltaf á því, jafnvel þótt tekin sé upp erlend mynt, að gæfa og gengi íslensku þjóðarinnar er í okkar höndum . Evran afstýrir ekki ógæfu ef okkur eru mislagðar hendur hvort sem er. Ef menn trúa því að Íslendingar ráði ekki við verkefnið, þá eru þeir sömu þeirrar skoðunar, að við ráðum ekki við sjálfstæðið.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar