Búrma: 22 þúsund látnir, 43 þúsund saknað Guðjón Helgason skrifar 6. maí 2008 18:30 Afleiðingar fellibylsins í Búrma verða stöðugt hryllilegri eftir því sem frá líður en nú er talið að 65 þúsund manns hafi farist í hamförunum. Fjöldi þjóða hefur boðið fram aðstoð sína en erfitt er um vik vegna skemmda á vegum og fjarskiptakerfi landsins. Ekki er útlokað að tala látinna eigi enn eftir að hækka. Yfirvöld hafa staðfest að minnst 22.500 manns hafi farist og að 43 þúsund sé saknað. Óttast er að látnum eigi enn eftir að fjölga þar sem eftir er að komast að sumum svæðum sem eru illa leikin. Auk þess er Búrma lokað land og upplýsingar sem þaðan kom oft af skornum skammti. Miðað við upplýsingar nú er ljóst að fleiri hafa ekki farist í fellibyl í Asíu síðan 1991 þega 143 þúsund manns fórust þegar fellibylur skall á Bangladess. Fjölmörg ríki hafa boðið yfirvöldum í Búrma ýmis konar aðstoð - hvort sem það er að senda peninga, hjálpargögn eða björgunarfólk. Flugvél með hjálpargögn frá Taílandi lenti í höfuðborginni Rangoon í dag. George Bush, Bandaríkjaforseti, bauðst til að senda herskip til að aðstoða við leit að þeim sem eru týndir. Til þess yrði herforingja stjórnin að hleypa bandarískum sérfræðingum inn í Búrma til að meta umfang eyðileggingarinnar. Skilaboð Bush til herforingjanna voru því þau að þeir ættu að leyfa Bandaríkjamönnum að koma og hjálpa þeim að hjálpa þjóðinni. Herforingjastjórnin hefur þegar hleypt alþjóðlegum hjálparsamtökum inn í landið sem þykir til marks um hve neyðin sé mikil í landinu enda herforingjarnir ekki þekktir fyrir samvinnu við erlendar stofnanir. Sigfríður Einarsdóttir, kennari, var stödd í Rangoon þegar fellibylurinn fór yfir. Á bloggsíðu sinni segir hún að heilu trén hafi rifnað upp með rótum, staurar með auglýsingaskiltum á hafi bognað eins og lakkrísstangir, girðingar rifnað upp og mörg hús staðið eftir þak- og gluggalaus. Rauði kross Íslands hefur veitt 5 milljónum króna úr hjálparsjóði sínum til neyðaraðstoðar í Búrma til handa fórnarlömbum fellibylsins Nargis. Þeim sem vilja styðja við neyðaraðstoð Rauða krossins í Búrma er bent á söfnunarsíma Rauða kross Íslands 907-2020. Við hvert símtal dragast 1.200 krónu frá næsta símreikningi. Erlent Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Afleiðingar fellibylsins í Búrma verða stöðugt hryllilegri eftir því sem frá líður en nú er talið að 65 þúsund manns hafi farist í hamförunum. Fjöldi þjóða hefur boðið fram aðstoð sína en erfitt er um vik vegna skemmda á vegum og fjarskiptakerfi landsins. Ekki er útlokað að tala látinna eigi enn eftir að hækka. Yfirvöld hafa staðfest að minnst 22.500 manns hafi farist og að 43 þúsund sé saknað. Óttast er að látnum eigi enn eftir að fjölga þar sem eftir er að komast að sumum svæðum sem eru illa leikin. Auk þess er Búrma lokað land og upplýsingar sem þaðan kom oft af skornum skammti. Miðað við upplýsingar nú er ljóst að fleiri hafa ekki farist í fellibyl í Asíu síðan 1991 þega 143 þúsund manns fórust þegar fellibylur skall á Bangladess. Fjölmörg ríki hafa boðið yfirvöldum í Búrma ýmis konar aðstoð - hvort sem það er að senda peninga, hjálpargögn eða björgunarfólk. Flugvél með hjálpargögn frá Taílandi lenti í höfuðborginni Rangoon í dag. George Bush, Bandaríkjaforseti, bauðst til að senda herskip til að aðstoða við leit að þeim sem eru týndir. Til þess yrði herforingja stjórnin að hleypa bandarískum sérfræðingum inn í Búrma til að meta umfang eyðileggingarinnar. Skilaboð Bush til herforingjanna voru því þau að þeir ættu að leyfa Bandaríkjamönnum að koma og hjálpa þeim að hjálpa þjóðinni. Herforingjastjórnin hefur þegar hleypt alþjóðlegum hjálparsamtökum inn í landið sem þykir til marks um hve neyðin sé mikil í landinu enda herforingjarnir ekki þekktir fyrir samvinnu við erlendar stofnanir. Sigfríður Einarsdóttir, kennari, var stödd í Rangoon þegar fellibylurinn fór yfir. Á bloggsíðu sinni segir hún að heilu trén hafi rifnað upp með rótum, staurar með auglýsingaskiltum á hafi bognað eins og lakkrísstangir, girðingar rifnað upp og mörg hús staðið eftir þak- og gluggalaus. Rauði kross Íslands hefur veitt 5 milljónum króna úr hjálparsjóði sínum til neyðaraðstoðar í Búrma til handa fórnarlömbum fellibylsins Nargis. Þeim sem vilja styðja við neyðaraðstoð Rauða krossins í Búrma er bent á söfnunarsíma Rauða kross Íslands 907-2020. Við hvert símtal dragast 1.200 krónu frá næsta símreikningi.
Erlent Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira