Rod Stewart aftur með Faces 14. júlí 2008 05:15 Rod Stewart er alltaf unglegur og hress. Talið er líklegt að hann muni syngja með The Faces síðar á árinu. Unnið er að endurkomu hljómsveitarinnar Faces og nú er talið líklegt að Rod Stewart verði við hljóðnemann á tónleikaferðalagi sveitarinnar. Þetta fullyrðir Ian McLagan, einn meðlima Faces. Hann, Kenny Jones og Ronnie Wood hafa unnið að endurkomunni og telja sig nú hafa fengið Rod með sér í lið. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að Rod yrði með eftir að hann sást snæða kvöldverð með Wood á dögunum. „Rod hefur ekki verið tilkippilegur lengi," sagði McLagan í samtali við BBC. „Hann fann enga þörf til að snúa aftur, en nú held ég að hann sé tilbúinn." Hljómsveitin Faces gaf út fjórar hljómplötur á árunum 1970 til 1973. Eftir það gekk Ronnie Wood í The Rolling Stones en Rod Stewart hóf sólóferil sinn. McLagan fullyrðir að allir hljómsveitarmeðlimirnir verði lausir síðar á árinu og því sé gott tækifæri til að leggja í tónleikaferðalag. „Stones eru ekki að fara að túra næsta árið svo Woody er laus; það er líka að opnast gluggi hjá Rod," sagði hann. „Hjá mér er glugginn alltaf að opnast og lokast til skiptis en ég mun opna þennan glugga og troða mér í gegnum hann til að koma fram með The Faces aftur. Kenny er líka klár." Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Unnið er að endurkomu hljómsveitarinnar Faces og nú er talið líklegt að Rod Stewart verði við hljóðnemann á tónleikaferðalagi sveitarinnar. Þetta fullyrðir Ian McLagan, einn meðlima Faces. Hann, Kenny Jones og Ronnie Wood hafa unnið að endurkomunni og telja sig nú hafa fengið Rod með sér í lið. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að Rod yrði með eftir að hann sást snæða kvöldverð með Wood á dögunum. „Rod hefur ekki verið tilkippilegur lengi," sagði McLagan í samtali við BBC. „Hann fann enga þörf til að snúa aftur, en nú held ég að hann sé tilbúinn." Hljómsveitin Faces gaf út fjórar hljómplötur á árunum 1970 til 1973. Eftir það gekk Ronnie Wood í The Rolling Stones en Rod Stewart hóf sólóferil sinn. McLagan fullyrðir að allir hljómsveitarmeðlimirnir verði lausir síðar á árinu og því sé gott tækifæri til að leggja í tónleikaferðalag. „Stones eru ekki að fara að túra næsta árið svo Woody er laus; það er líka að opnast gluggi hjá Rod," sagði hann. „Hjá mér er glugginn alltaf að opnast og lokast til skiptis en ég mun opna þennan glugga og troða mér í gegnum hann til að koma fram með The Faces aftur. Kenny er líka klár."
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira