Þröstur endurheimti Edduna 30. nóvember 2008 10:00 Þröstur hefur loksins fengið styttuna í sínar hendur. Dóttir hans fékk síðan styttuna að gjöf. „Já, ég er loksins búinn að fá hana," segir leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson sem endurheimti Eddu-verðlaunin fyrir leik sinn í Brúðgumanum á miðvikudagskvöldið. Þröstur átti ekki heimangengt á Edduhátíðina sem haldin var 19. nóvember. Hann var þá að sýna Vestrið eina í Þjóðleikhúsinu og fékk tilkynninguna um sigurinn í SMS-skeyti frá systur sinni. Félagar Þrastar og mótleikarar úr Brúðgumanum, þeir Jóhann Sigurðarson og Ólafur Darri Ólafsson, tóku við styttunni fyrir hans hönd en eins og Fréttablaðið hafði greint frá þá gengu gífuryrðin milli „stórleikaranna" og Þrastar fyrir verðlaunaafhendinguna. Svo fór að þeir Ólafur og Jóhann „týndu" óvart styttunni eftir verðlaunaafhendinguna og höfðu ekki hugmynd um hvar hún var niðurkomin. Heimsókn þeirra félaga kom því Þresti skemmtilega á óvart. „Það komu hingað tveir ægilega lúpulegir menn og bönkuðu upp á hjá mér," útskýrir Þröstur og vísar þar í samstarfsfélaga sína Ólaf og Jóhann. „Þeir höfðu engar skýringar á því hvar styttan hafði verið, báru við minnisleysi. Ég get svo sem vel skilið að þeir hafi drekkt sorgum sínum þetta kvöld eftir tapið fyrir mér," heldur Þröstur áfram og hlær. Hann segir heimsóknina hafa verið ósköp stutta, þeir hafi reyndar búist við því að fá smáskjól frá rigningunni þetta kvöld en fengu það svo sannarlega ekki hjá keppinauti sínum. Þröstur viðurkennir síðan að sama kvöld hafi hann gefið styttuna sína. Reyndar ekki langt því dóttir hans fékk hana til vörslu. „Ég gef alla verðlaunagripi sem ég fæ. Ég hef ekki pláss fyrir þá alla."- fgg Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Já, ég er loksins búinn að fá hana," segir leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson sem endurheimti Eddu-verðlaunin fyrir leik sinn í Brúðgumanum á miðvikudagskvöldið. Þröstur átti ekki heimangengt á Edduhátíðina sem haldin var 19. nóvember. Hann var þá að sýna Vestrið eina í Þjóðleikhúsinu og fékk tilkynninguna um sigurinn í SMS-skeyti frá systur sinni. Félagar Þrastar og mótleikarar úr Brúðgumanum, þeir Jóhann Sigurðarson og Ólafur Darri Ólafsson, tóku við styttunni fyrir hans hönd en eins og Fréttablaðið hafði greint frá þá gengu gífuryrðin milli „stórleikaranna" og Þrastar fyrir verðlaunaafhendinguna. Svo fór að þeir Ólafur og Jóhann „týndu" óvart styttunni eftir verðlaunaafhendinguna og höfðu ekki hugmynd um hvar hún var niðurkomin. Heimsókn þeirra félaga kom því Þresti skemmtilega á óvart. „Það komu hingað tveir ægilega lúpulegir menn og bönkuðu upp á hjá mér," útskýrir Þröstur og vísar þar í samstarfsfélaga sína Ólaf og Jóhann. „Þeir höfðu engar skýringar á því hvar styttan hafði verið, báru við minnisleysi. Ég get svo sem vel skilið að þeir hafi drekkt sorgum sínum þetta kvöld eftir tapið fyrir mér," heldur Þröstur áfram og hlær. Hann segir heimsóknina hafa verið ósköp stutta, þeir hafi reyndar búist við því að fá smáskjól frá rigningunni þetta kvöld en fengu það svo sannarlega ekki hjá keppinauti sínum. Þröstur viðurkennir síðan að sama kvöld hafi hann gefið styttuna sína. Reyndar ekki langt því dóttir hans fékk hana til vörslu. „Ég gef alla verðlaunagripi sem ég fæ. Ég hef ekki pláss fyrir þá alla."- fgg
Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira