Ástarljóð Strandamanns 29. nóvember 2008 01:30 Bjarni Ómar Haraldsson í hljóðveri í Danmörku við upptökur á nýju plötunni. Strandamaðurinn Bjarni Ómar Haraldsson hefur gefið út sína aðra sólóplötu sem nefnist Fyrirheit. Hefur hún að geyma melódískt popp í rólegri kantinum. „Ég er að yrkja um ástina, sem er þessi uppspretta alls góðs og ills," segir Bjarni Ómar Haraldsson um yrkisefni sín á nýrri plötu sem var að koma út. Bjarni, sem er deildarstjóri Tónskólans á Hólmavík, sendi síðast frá sér plötu fyrir áratug sem nefnist Annað líf. Hann segist hafa þroskast mikið sem manneskja síðan þá. „Vinnslan hefur líka gjörbreyst og lögin eru miklu betri." Auk þess að semja sjálfur texta naut hann aðstoðar sex textahöfunda til viðbótar. Hann segir útkomuna vera heilsteypta og vonast til að hlustendur séu á sama máli. Það er ekki á hverjum degi sem Strandamenn gefa út poppplötur. „Samkvæmt mínum heimildum er þetta fyrsti diskurinn sem er gefinn út þarna með svona tónlist," segir hann og bætir við að Mugison, sem býr á Súðavík, sé líklega sá eini sem hafi verið í svipaðri útgáfu. Hann vill þó ekki líkja sér saman við hann. „Við erum ólíkir tónlistarlega. Ég er jarðbundinn höfundur og er ekki að eltast við neina tískustrauma," segir hann. Bjarni Ómar ætlar að spila á Players í kvöld og í framhaldinu ætlar hann að kynna plötuna víðar með píanóleikaranum Stefáni Jónssyni. Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Strandamaðurinn Bjarni Ómar Haraldsson hefur gefið út sína aðra sólóplötu sem nefnist Fyrirheit. Hefur hún að geyma melódískt popp í rólegri kantinum. „Ég er að yrkja um ástina, sem er þessi uppspretta alls góðs og ills," segir Bjarni Ómar Haraldsson um yrkisefni sín á nýrri plötu sem var að koma út. Bjarni, sem er deildarstjóri Tónskólans á Hólmavík, sendi síðast frá sér plötu fyrir áratug sem nefnist Annað líf. Hann segist hafa þroskast mikið sem manneskja síðan þá. „Vinnslan hefur líka gjörbreyst og lögin eru miklu betri." Auk þess að semja sjálfur texta naut hann aðstoðar sex textahöfunda til viðbótar. Hann segir útkomuna vera heilsteypta og vonast til að hlustendur séu á sama máli. Það er ekki á hverjum degi sem Strandamenn gefa út poppplötur. „Samkvæmt mínum heimildum er þetta fyrsti diskurinn sem er gefinn út þarna með svona tónlist," segir hann og bætir við að Mugison, sem býr á Súðavík, sé líklega sá eini sem hafi verið í svipaðri útgáfu. Hann vill þó ekki líkja sér saman við hann. „Við erum ólíkir tónlistarlega. Ég er jarðbundinn höfundur og er ekki að eltast við neina tískustrauma," segir hann. Bjarni Ómar ætlar að spila á Players í kvöld og í framhaldinu ætlar hann að kynna plötuna víðar með píanóleikaranum Stefáni Jónssyni.
Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira