Yfirlögregluþjónn í lögleysu á fjöllum 4. nóvember 2008 00:01 Yfirlögregluþjónn virðist hafa brotið lög þegar hann fór á veiðar um helgina. Jón Sigurður Ólason, yfirlögregluþjónn á Akranesi, fór á fjórhjóli til rjúpnaveiða síðastliðinn laugardag í Sanddalstungu skammt hjá Norðurárdal. Slíkt er ólöglegt, að mati Ívars Erlendssonar, meðstjórnanda í Skotveiðifélagi Íslands (Skotvís). Jón varð síðar fyrir því óláni að fótbrjóta sig þar um slóðir. „Ég hef ekki brotið neitt af mér," segir Jón Sigurður. Honum þykir það leitt að vera sakaður um slíkt, ekki síst vegna stöðu sinnar en hann hefur einnig átt sæti í nefnd dómsmálaráðherra um endurskoðun vopnalaga. „Við fórum á fjórhjólum upp eftir en við vorum ekki á veiðum á hjólunum," segir hann. Hann segir að þeir hafi ekið eftir vegslóða sem lá inn múlann og skilið hjólin eftir þar á slóðanum og segist hann ekki telja slíkt lögbrot. „Meðan maður keyrir ekki utan vegar og er ekki á hjólinu við veiðarnar þá á þetta að vera í lagi. Þessi götuskráðu hjól eru ekkert öðruvísi að þessu leyti en bílar." Hann segir enn fremur að skyttur fari akandi á bílum þennan veg þegar fært er en sú var ekki raunin síðastliðinn laugardag. Menn verði hins vegar að gæta þess, segir hann, að hleypa ekki af innan við 250 metra frá farartækinu. Aðspurður segir Ívar hins vegar það vera ólöglegt að fara til veiða á fjórhjóli. Skipti þá ekki máli hversu langt frá hjólinu skyttan sé þegar hleypt er af. „Þetta hefur verið freisting hjá fáeinum veiðimönnum að fara til veiða á hjólunum en fólk hefur verið duglegt við að láta lögregluna vita," segir Sigmar B. Hauksson, formaður Skotvíss. „Í þessu tilfelli vil ég segja það að maðurinn sem um ræðir er afar virtur meðal okkar skotveiðimanna og þykir okkur því afar sorglegt að hann skuli hafa látið undan freistingunni en óskum honum að öðru leyti góðs bata." Á spjallborði vefsíðunnar hlað.is var því haldið fram að Jón Sigurður hafi ekki haft pinna í byssu sinni en pinni þessi kemur í veg fyrir að menn geti hlaðið byssu sína fleiri skotum en þremur. Veiði með pinnalausum byssum er því ólögleg. Hann svaraði því með eftirfarandi hætti: „Að byssurnar hafi verið pinnalausar er rakalaust bull. Verð að segja að mér finnst helvíti hart að vakna eftir skurðaðgerð í framhaldi af slæmu slysi og hitta Gróu á Leiti svona illilega fyrir." Lögreglumál Skotveiði Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Jón Sigurður Ólason, yfirlögregluþjónn á Akranesi, fór á fjórhjóli til rjúpnaveiða síðastliðinn laugardag í Sanddalstungu skammt hjá Norðurárdal. Slíkt er ólöglegt, að mati Ívars Erlendssonar, meðstjórnanda í Skotveiðifélagi Íslands (Skotvís). Jón varð síðar fyrir því óláni að fótbrjóta sig þar um slóðir. „Ég hef ekki brotið neitt af mér," segir Jón Sigurður. Honum þykir það leitt að vera sakaður um slíkt, ekki síst vegna stöðu sinnar en hann hefur einnig átt sæti í nefnd dómsmálaráðherra um endurskoðun vopnalaga. „Við fórum á fjórhjólum upp eftir en við vorum ekki á veiðum á hjólunum," segir hann. Hann segir að þeir hafi ekið eftir vegslóða sem lá inn múlann og skilið hjólin eftir þar á slóðanum og segist hann ekki telja slíkt lögbrot. „Meðan maður keyrir ekki utan vegar og er ekki á hjólinu við veiðarnar þá á þetta að vera í lagi. Þessi götuskráðu hjól eru ekkert öðruvísi að þessu leyti en bílar." Hann segir enn fremur að skyttur fari akandi á bílum þennan veg þegar fært er en sú var ekki raunin síðastliðinn laugardag. Menn verði hins vegar að gæta þess, segir hann, að hleypa ekki af innan við 250 metra frá farartækinu. Aðspurður segir Ívar hins vegar það vera ólöglegt að fara til veiða á fjórhjóli. Skipti þá ekki máli hversu langt frá hjólinu skyttan sé þegar hleypt er af. „Þetta hefur verið freisting hjá fáeinum veiðimönnum að fara til veiða á hjólunum en fólk hefur verið duglegt við að láta lögregluna vita," segir Sigmar B. Hauksson, formaður Skotvíss. „Í þessu tilfelli vil ég segja það að maðurinn sem um ræðir er afar virtur meðal okkar skotveiðimanna og þykir okkur því afar sorglegt að hann skuli hafa látið undan freistingunni en óskum honum að öðru leyti góðs bata." Á spjallborði vefsíðunnar hlað.is var því haldið fram að Jón Sigurður hafi ekki haft pinna í byssu sinni en pinni þessi kemur í veg fyrir að menn geti hlaðið byssu sína fleiri skotum en þremur. Veiði með pinnalausum byssum er því ólögleg. Hann svaraði því með eftirfarandi hætti: „Að byssurnar hafi verið pinnalausar er rakalaust bull. Verð að segja að mér finnst helvíti hart að vakna eftir skurðaðgerð í framhaldi af slæmu slysi og hitta Gróu á Leiti svona illilega fyrir."
Lögreglumál Skotveiði Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira