Miðnæturbörn á tjaldið 9. nóvember 2008 04:00 Salman Rushdie vinnur kvikmyndahandrit upp úr skáldsögunni Miðnæturbörn. Þær fregnir berast erlendis frá að skáldsaga Salmans Rushdie, Miðnæturbörn, sem upphaflega kom út árið 1981, verði fljótlega kvikmynduð. Þetta þykir heyra til nokkurra tíðinda, enda hefur bókin fram að þessu ekki beint þótt henta kvikmyndamiðlinum, enda tekur hún yfir langan tíma og stórt persónugallerí. Leikstjóri myndarinnar verður Deepa Metha, en hún er einna þekktust fyrir Elements-þríleik sinn sem kafar undir yfirborð ýmissa viðkvæmra málefna sem hrjá indverskt samfélag. Metha og Rushdie hyggjast sameinast um að vinna handrit upp úr skáldsögunni, enda slíkt verkefni varla við hæfi einnar manneskju. Þau gera svo ráð fyrir að hefja tökur á myndinni árið 2010. Miðnæturbörn var fremur nýlega í fréttum vegna annars máls. Hún varð í sumar fyrir valinu sem besta Booker-verðlaunabók allra tíma, en valið fór fram í tilefni af 40 ára afmæli verðlaunanna. Það þótti því ekki síður fréttnæmt þegar nokkrum mánuðum síðar var tilkynnt um að nýjasta skáldsaga Rushdies, Enchantress of Florence, þótti ekki nægilega góð til þess að hljóta tilnefningu til þessarra sömu verðlauna nú í ár. Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Þær fregnir berast erlendis frá að skáldsaga Salmans Rushdie, Miðnæturbörn, sem upphaflega kom út árið 1981, verði fljótlega kvikmynduð. Þetta þykir heyra til nokkurra tíðinda, enda hefur bókin fram að þessu ekki beint þótt henta kvikmyndamiðlinum, enda tekur hún yfir langan tíma og stórt persónugallerí. Leikstjóri myndarinnar verður Deepa Metha, en hún er einna þekktust fyrir Elements-þríleik sinn sem kafar undir yfirborð ýmissa viðkvæmra málefna sem hrjá indverskt samfélag. Metha og Rushdie hyggjast sameinast um að vinna handrit upp úr skáldsögunni, enda slíkt verkefni varla við hæfi einnar manneskju. Þau gera svo ráð fyrir að hefja tökur á myndinni árið 2010. Miðnæturbörn var fremur nýlega í fréttum vegna annars máls. Hún varð í sumar fyrir valinu sem besta Booker-verðlaunabók allra tíma, en valið fór fram í tilefni af 40 ára afmæli verðlaunanna. Það þótti því ekki síður fréttnæmt þegar nokkrum mánuðum síðar var tilkynnt um að nýjasta skáldsaga Rushdies, Enchantress of Florence, þótti ekki nægilega góð til þess að hljóta tilnefningu til þessarra sömu verðlauna nú í ár.
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira