Vopnahlé á Íslandi 7. janúar 2008 11:34 Það er komið á vopnahlé á Íslandi. Eftir öll ósköpin. En mikið lifandi skelfing sem þetta er indælt stríð. Skotgleði Íslendinga um sérhver áramót og allt fram á Þrettándann er náttúrlega engu lagi lík. Það er einhver frumkraftur fífldirfsku og heiðinnar gleði sem brýst út hjá landsmönnum á þessum myrkasta kafla ársins. Þjóðlegt. Hæfilega kjánalegt. Yndislega skemmtilegt í einfeldni sinni. Hef tekið eftir því að einhverjir telja þennan sið okkar Íslendinga til marks um gamaldags villimennsku sem beri að afleggja; helst banna eins og annað skemmtilegt. Þetta eru dæmigerðar úrtöluraddir þeirra sem vilja fletja út samfélagið í einhverjum öryggisvandalisma. Höldum í sérstöðuna. Berjumst bræður. En vöknum svo heilir í Valhöll að nýju og hvílumst til nýrrar orrustu undir lok nýs árs. -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun
Það er komið á vopnahlé á Íslandi. Eftir öll ósköpin. En mikið lifandi skelfing sem þetta er indælt stríð. Skotgleði Íslendinga um sérhver áramót og allt fram á Þrettándann er náttúrlega engu lagi lík. Það er einhver frumkraftur fífldirfsku og heiðinnar gleði sem brýst út hjá landsmönnum á þessum myrkasta kafla ársins. Þjóðlegt. Hæfilega kjánalegt. Yndislega skemmtilegt í einfeldni sinni. Hef tekið eftir því að einhverjir telja þennan sið okkar Íslendinga til marks um gamaldags villimennsku sem beri að afleggja; helst banna eins og annað skemmtilegt. Þetta eru dæmigerðar úrtöluraddir þeirra sem vilja fletja út samfélagið í einhverjum öryggisvandalisma. Höldum í sérstöðuna. Berjumst bræður. En vöknum svo heilir í Valhöll að nýju og hvílumst til nýrrar orrustu undir lok nýs árs. -SER.