Kæran kemur að norðan 16. janúar 2008 11:38 Hversvegna skyldi það nú vera að eina kæran sem verið er að undirbúa á hendur kortafyrirtækjunum vegna ólöglegs samráðs (er annars til löglegt samráð?) kemur að norðan? Kaupmannasamtök Akureyrar hafa haft frumkvæði að þessari atlögu að samkrulli Visa og Kreditkorta (eða hvað svo sem þessi fyrirtæki heita í dag). Þau segja: Það var svindlað á okkur. Stórlega. Auðvitað förum við í mál. Og vinnum aftur þá peninga sem risarnir höfðu af okkur (vegna skorts á samkeppni). Gott mál. En afhverju heyrist hvorki hósti né stuna frá Samtökum verslunar og þjónustu hér syðra? Getur verið að í þeirra ranni séu svo sterk tengsl við stórbankana sem eiga greiðslukortafyrirtækin að þau sjái sér ekki fært að fara fram með látum? Eru stærstu fyrirtækin í liði SVÞ í eigu sömu manna og hafa afgerandi völd í bönkunum? Varla er ég einn um það að vilja fá svör við þessum áleitnu spurningum. Og það fljótt. Þögnin er grunsamlega óbærileg ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun
Hversvegna skyldi það nú vera að eina kæran sem verið er að undirbúa á hendur kortafyrirtækjunum vegna ólöglegs samráðs (er annars til löglegt samráð?) kemur að norðan? Kaupmannasamtök Akureyrar hafa haft frumkvæði að þessari atlögu að samkrulli Visa og Kreditkorta (eða hvað svo sem þessi fyrirtæki heita í dag). Þau segja: Það var svindlað á okkur. Stórlega. Auðvitað förum við í mál. Og vinnum aftur þá peninga sem risarnir höfðu af okkur (vegna skorts á samkeppni). Gott mál. En afhverju heyrist hvorki hósti né stuna frá Samtökum verslunar og þjónustu hér syðra? Getur verið að í þeirra ranni séu svo sterk tengsl við stórbankana sem eiga greiðslukortafyrirtækin að þau sjái sér ekki fært að fara fram með látum? Eru stærstu fyrirtækin í liði SVÞ í eigu sömu manna og hafa afgerandi völd í bönkunum? Varla er ég einn um það að vilja fá svör við þessum áleitnu spurningum. Og það fljótt. Þögnin er grunsamlega óbærileg ... -SER.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun