Byrgismálið - sagan öll 29. janúar 2008 11:16 Spennandi Kompásþáttur fer í loftið á Stöð 2 í kvöld. Þar rekjum við félagarnir söguna á bak við Byrgið. Og Byrgismálið. Þetta er mikil saga - og makalaus. Og sér svo sem ekki fyrir endan á henni. Þáttur okkar um Byrgismálið frá því um miðjan desember 2006 var umdeildur - og móttökur annarra miðla voru eftirtektarverðar; það er alltaf nærtækast að skjóta sendiboðann! Fjórar ákærur eru komnar á daginn - og allur efnahagsbrotapakkinn er ennþá óopnaður. Það verður sérstaklega áhugavert að hlýða á viðtölin við mæður stúlknanna sem verst urðu úti í Byrgismálinu, en sem kunnugt er lofuðu stjórnvöld þeim miklum og harðvirkum stuðningi eftir að upp komst um óskundann. Hverjar hafa ednirnar verið? Það kemur í ljós í kvöld kl. 21.50. Spennandi ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun
Spennandi Kompásþáttur fer í loftið á Stöð 2 í kvöld. Þar rekjum við félagarnir söguna á bak við Byrgið. Og Byrgismálið. Þetta er mikil saga - og makalaus. Og sér svo sem ekki fyrir endan á henni. Þáttur okkar um Byrgismálið frá því um miðjan desember 2006 var umdeildur - og móttökur annarra miðla voru eftirtektarverðar; það er alltaf nærtækast að skjóta sendiboðann! Fjórar ákærur eru komnar á daginn - og allur efnahagsbrotapakkinn er ennþá óopnaður. Það verður sérstaklega áhugavert að hlýða á viðtölin við mæður stúlknanna sem verst urðu úti í Byrgismálinu, en sem kunnugt er lofuðu stjórnvöld þeim miklum og harðvirkum stuðningi eftir að upp komst um óskundann. Hverjar hafa ednirnar verið? Það kemur í ljós í kvöld kl. 21.50. Spennandi ... -SER.