Ljótasti flugvöllur í hei ... 1. febrúar 2008 17:18 Var að koma frá Akureyri eftir ágætan stjórnarfund hjá Leikfélagi Akureyri en þar erum við að undirbúa ráðningu á nýjum leikhússtjóra; Magnús vinur okkar er jú á förum eftir farsælt starf svo ekki sé meira sagt. En athugasemd mín er sumsé þessi: Hvernig í ósköpunum er hægt að bjóða landsmönnum - og erlendum túristum - upp á jafn örmurlega aðstöðu og blasir við öllum á Reykjavíkurflugvelli. Þvílík skúraskrifli. Þvílíkur daunn. Og þvílíkur sóðaskapur. Skrapp á klóið eftir mjúka lendingu á suður-norður brautinni og þar var skítugra um að horfast en á verstu kráarklósettum Suður-Evrópu. Mér er hreint slétt sama þótt menn ætli að fara að reisa nýja miðstöð undir innanlandsflugið í Vatnsmýrinni. Og gefi því kannski aflátt af núverandi aðstöðu. Umhverfisslysið innandyra á Reykjavíkurflugvelli er þjóðinni til skammar. Þarf að skrifa aðra Alþýðubók um sóðaskap landsmanna ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun
Var að koma frá Akureyri eftir ágætan stjórnarfund hjá Leikfélagi Akureyri en þar erum við að undirbúa ráðningu á nýjum leikhússtjóra; Magnús vinur okkar er jú á förum eftir farsælt starf svo ekki sé meira sagt. En athugasemd mín er sumsé þessi: Hvernig í ósköpunum er hægt að bjóða landsmönnum - og erlendum túristum - upp á jafn örmurlega aðstöðu og blasir við öllum á Reykjavíkurflugvelli. Þvílík skúraskrifli. Þvílíkur daunn. Og þvílíkur sóðaskapur. Skrapp á klóið eftir mjúka lendingu á suður-norður brautinni og þar var skítugra um að horfast en á verstu kráarklósettum Suður-Evrópu. Mér er hreint slétt sama þótt menn ætli að fara að reisa nýja miðstöð undir innanlandsflugið í Vatnsmýrinni. Og gefi því kannski aflátt af núverandi aðstöðu. Umhverfisslysið innandyra á Reykjavíkurflugvelli er þjóðinni til skammar. Þarf að skrifa aðra Alþýðubók um sóðaskap landsmanna ... -SER.