Skráning að hefjast á Músíktilraunir 6. febrúar 2008 12:12 Undirbúningur fyrir Músíktilraunir 2008 er að hefjast. Keppnina þarf vart að kynna fyrir landsmönnum, en vandfundinn er sá íslenski tónlistamaður sem ekki hefur komið nálægt henni á einn eða annan hátt. Keppnin hóf göngu sína árið 1982 með sigri hljómsveitarinnar Dron. Síðan þá hefur hún verið útungunarstöð fyrir margar vinsælustu sveitir landsins, á borð við Mínus, Sigur Rós (sem þá hét Bee Spiders), Maus, Kolrössu (síðar Bellatrix), Botnleðja (síðar Silt), XXX Rottweiler, Mammút, Jakobínarína, 200.000 naglbítar og margir fleiri. Skráning hefst 11. febrúar og stendur til 25. febrúar á heimasíðu keppninnar. 50 hljómsveitir komast í undankeppnina sem fer fram dagana 10.-14. mars í Austurbæ. Tvær hljómsveitir komast áfram á hverju undanúrslitakvöldi, og keppa þær til úrslita í Hafnarhúsinu þann 15. mars. Þeirri keppni verður útvarpað beint á Rás 2. Ríkissjónvarpið framleiðir einnig sjónvarpsþátt um keppnina sem verður sýndur í vor. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir sigursveitina, inneignir í hljóðfæraverslunum, stúdíótímar og ferð á tónlistahátíð sem tilkynnt verður innan skamms. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Undirbúningur fyrir Músíktilraunir 2008 er að hefjast. Keppnina þarf vart að kynna fyrir landsmönnum, en vandfundinn er sá íslenski tónlistamaður sem ekki hefur komið nálægt henni á einn eða annan hátt. Keppnin hóf göngu sína árið 1982 með sigri hljómsveitarinnar Dron. Síðan þá hefur hún verið útungunarstöð fyrir margar vinsælustu sveitir landsins, á borð við Mínus, Sigur Rós (sem þá hét Bee Spiders), Maus, Kolrössu (síðar Bellatrix), Botnleðja (síðar Silt), XXX Rottweiler, Mammút, Jakobínarína, 200.000 naglbítar og margir fleiri. Skráning hefst 11. febrúar og stendur til 25. febrúar á heimasíðu keppninnar. 50 hljómsveitir komast í undankeppnina sem fer fram dagana 10.-14. mars í Austurbæ. Tvær hljómsveitir komast áfram á hverju undanúrslitakvöldi, og keppa þær til úrslita í Hafnarhúsinu þann 15. mars. Þeirri keppni verður útvarpað beint á Rás 2. Ríkissjónvarpið framleiðir einnig sjónvarpsþátt um keppnina sem verður sýndur í vor. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir sigursveitina, inneignir í hljóðfæraverslunum, stúdíótímar og ferð á tónlistahátíð sem tilkynnt verður innan skamms.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira