Alvöru þjónusta 27. mars 2008 10:57 Það er svo sem ekki alvanalegt að hrósa fólki og fyrirtækjum í svona pistlum sem oft og einatt snúast upp í neikvæðar og raunalegar romsur. En allt um það. Ég hef verið viðskiptavinur Skíðaþjónustunnar norður á Akureyri um árabil - og af því vinur minn Skapti Hallgrímsson, sá góði Moggapenni norður í Firðinum fagra, skrifar skemmtilegt viðtal við feðgana Viðar Garðarsson og Viðar Viðarsson í Skíðaþjónustunni í dag, verð ég að leggja mitt af mörkum til að mæra búðina a tarna. Þjónusta. Þvílík þjónusta. Ég held ég geti fullyrt að hvergi í verslunarrekstri landsmanna fái menn betri þjónustu fyrir jafn sanngjarnt verð og í þessari alltmúligmannabúð þeirra feðga við Fjölnisgötuna úti í Þorpi. Þvílíkir fagmenn. Og þvílík alúð við alla sem búðina sækja. Fimm stjörnur, plús. Þetta er mekka skíðamanna um allt land. Svokallað þjónustustig í verslunum landsmanna er alla jafna af heldur skornum skammti í seinni tíð. Það er leitun að fagfólki í verslunarstétt - og gott betur; ég held að íslensk verslunarstétt sé að líða undir lok. Í kjötborðum verslana veit maður betur en verslunarmaðurinn, sem yfirleitt er ráðlaus unglingur sem þekkir vart mun á farsi og lundum. Það er svo sem ekki táningunum okkar að kenna, heldur metnaðarleysi verslunareigendanna. Viðvarandi og versnandi metnaðarleysi. Sem minnir mig á hjónin sem komu inn í húsgagnaverslun og biðu lengi eftir afgreiðslu táningsstúlku. Þá loksins hún gaf sér tíma úr símanum, þar sem hún virtist vera að plana helgarfjörið með vinkonu sinni, gaf stúlkan sig á tal við hjónin. Þau spurðu hvaðan sófasettið væri sem þau hugðust kaupa fyrir einhver 300 þúsund. Það komu vöflur á stúlkuna sem sneri upp á trýnið - og sagði loks: Ég held það komi úr Tollvörugeymslunni! Hjónin gengu út. En það gengur enginn út úr Skíðaþjónustunni hjá feðgunum norður í landi án þess að vera sællegur í framan. Það á að hampa svona fyrirtækjum. Ég færi þeim feðgum minn riddarakross fyrir fagmennsku; gamaldags og góðri fagmennsku sem reist er á verkviti og reynslu og þjónustulund. Og hana nú ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun
Það er svo sem ekki alvanalegt að hrósa fólki og fyrirtækjum í svona pistlum sem oft og einatt snúast upp í neikvæðar og raunalegar romsur. En allt um það. Ég hef verið viðskiptavinur Skíðaþjónustunnar norður á Akureyri um árabil - og af því vinur minn Skapti Hallgrímsson, sá góði Moggapenni norður í Firðinum fagra, skrifar skemmtilegt viðtal við feðgana Viðar Garðarsson og Viðar Viðarsson í Skíðaþjónustunni í dag, verð ég að leggja mitt af mörkum til að mæra búðina a tarna. Þjónusta. Þvílík þjónusta. Ég held ég geti fullyrt að hvergi í verslunarrekstri landsmanna fái menn betri þjónustu fyrir jafn sanngjarnt verð og í þessari alltmúligmannabúð þeirra feðga við Fjölnisgötuna úti í Þorpi. Þvílíkir fagmenn. Og þvílík alúð við alla sem búðina sækja. Fimm stjörnur, plús. Þetta er mekka skíðamanna um allt land. Svokallað þjónustustig í verslunum landsmanna er alla jafna af heldur skornum skammti í seinni tíð. Það er leitun að fagfólki í verslunarstétt - og gott betur; ég held að íslensk verslunarstétt sé að líða undir lok. Í kjötborðum verslana veit maður betur en verslunarmaðurinn, sem yfirleitt er ráðlaus unglingur sem þekkir vart mun á farsi og lundum. Það er svo sem ekki táningunum okkar að kenna, heldur metnaðarleysi verslunareigendanna. Viðvarandi og versnandi metnaðarleysi. Sem minnir mig á hjónin sem komu inn í húsgagnaverslun og biðu lengi eftir afgreiðslu táningsstúlku. Þá loksins hún gaf sér tíma úr símanum, þar sem hún virtist vera að plana helgarfjörið með vinkonu sinni, gaf stúlkan sig á tal við hjónin. Þau spurðu hvaðan sófasettið væri sem þau hugðust kaupa fyrir einhver 300 þúsund. Það komu vöflur á stúlkuna sem sneri upp á trýnið - og sagði loks: Ég held það komi úr Tollvörugeymslunni! Hjónin gengu út. En það gengur enginn út úr Skíðaþjónustunni hjá feðgunum norður í landi án þess að vera sællegur í framan. Það á að hampa svona fyrirtækjum. Ég færi þeim feðgum minn riddarakross fyrir fagmennsku; gamaldags og góðri fagmennsku sem reist er á verkviti og reynslu og þjónustulund. Og hana nú ... -SER.