Opinber laun 27. mars 2008 11:12 Skemmtilegur samkvæmisleikur sem blasir við landsmönnum í fjölmiðlum þessi Einmánaðardægrin. Hann heitir: Leitin að launum Þórhalls. Auðvitað skil ég pínu dagskrárstjórans í Efra. Það er sárt að sýna launin sín si sona. Ekki síst ef þau eru til marks um gargandi launamisrétti (sem ég hef náttúrlega ekki hugmynd um) milli dagskrárstjóranna tveggja í Efra. Og eflaust umdeilt af hvaða hvötum félagar mínir á visir.is eru að rembast við að sækja þessar upplýsingar. Vonandi er að hefðbundin fréttaforvitni ráði þar mestu. Og kannski einhver missjón fyrir jöfnum launum kynjanna. Ég veit það ekki. En þetta snýst auðvitað um tvennt. Er Ríkisútvarpið opinbert fyrirtæki? Eða er það komið fram sem Vinstri grænir óttuðust í aðdraganda rekstrarbreytinganna á þessu ríkisapparati að leyndarhjúpur legðist yfir starfsemina við opinbera hlutafélagsvæðingu þess. Og hvað þýðir raunverulkega opinbert hlutafélag? Getur einhver heilvita maður útskýrt það fyrir mér á mannamáli? Ég hreinlega efast um það. Hið opinbera á að búa við opinbert aðhald. Þar eiga meðal annars launakjör að vera upp á borðinu - og hafa verið það. Eru opinber laun í Efstaleiti? Þetta er einföld spurning. Hitt. Úrskurðarnefnd um upplýsingalög er annað hvort apparat sem virkar eða ekki. Ef úrskurður um að opinber laun skuli vera opinber, fellur milli stafs og hurðar í einhverjum samkvæmisleik lögfræðinga og lífsglaðra blaðamanna, þá er allt eins gott að leggja hana niður. En auðvitað skil ég pínu Þórhalls. Hann veit sjálfsagt ekki sjálfur hvort hann er opinber starfsmaður eða ekki. En fáum úr því skorið. Það hlýtur að vera í lagi ... -SER. ið Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun
Skemmtilegur samkvæmisleikur sem blasir við landsmönnum í fjölmiðlum þessi Einmánaðardægrin. Hann heitir: Leitin að launum Þórhalls. Auðvitað skil ég pínu dagskrárstjórans í Efra. Það er sárt að sýna launin sín si sona. Ekki síst ef þau eru til marks um gargandi launamisrétti (sem ég hef náttúrlega ekki hugmynd um) milli dagskrárstjóranna tveggja í Efra. Og eflaust umdeilt af hvaða hvötum félagar mínir á visir.is eru að rembast við að sækja þessar upplýsingar. Vonandi er að hefðbundin fréttaforvitni ráði þar mestu. Og kannski einhver missjón fyrir jöfnum launum kynjanna. Ég veit það ekki. En þetta snýst auðvitað um tvennt. Er Ríkisútvarpið opinbert fyrirtæki? Eða er það komið fram sem Vinstri grænir óttuðust í aðdraganda rekstrarbreytinganna á þessu ríkisapparati að leyndarhjúpur legðist yfir starfsemina við opinbera hlutafélagsvæðingu þess. Og hvað þýðir raunverulkega opinbert hlutafélag? Getur einhver heilvita maður útskýrt það fyrir mér á mannamáli? Ég hreinlega efast um það. Hið opinbera á að búa við opinbert aðhald. Þar eiga meðal annars launakjör að vera upp á borðinu - og hafa verið það. Eru opinber laun í Efstaleiti? Þetta er einföld spurning. Hitt. Úrskurðarnefnd um upplýsingalög er annað hvort apparat sem virkar eða ekki. Ef úrskurður um að opinber laun skuli vera opinber, fellur milli stafs og hurðar í einhverjum samkvæmisleik lögfræðinga og lífsglaðra blaðamanna, þá er allt eins gott að leggja hana niður. En auðvitað skil ég pínu Þórhalls. Hann veit sjálfsagt ekki sjálfur hvort hann er opinber starfsmaður eða ekki. En fáum úr því skorið. Það hlýtur að vera í lagi ... -SER. ið