Pétur Ben með lag í erlendri kvikmynd 2. október 2008 05:15 Tónlistarmaðurinn Pétur Ben á lag í kvikmyndinni Adoration eftir leikstjórann Atom Egoyran. Myndin verður sýnd í Regnboganum á föstudagskvöld.fréttablaðið/stefán Tónlistarmaðurinn Pétur Ben á lag í kvikmyndinni Adoration sem er sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Lagið nefnist You Woke Me og er tekið af plötu hans Wine For My Weakness. Leikstjóri myndarinnar er Atom Egoyran sem var tilnefndur til tvennra Óskarsverðlauna árið 1998 fyrir myndina The Sweet Hereafter. „Leikstjórinn var hér á Listahátíð fyrir ári síðan, keypti plötuna mína og hafði samband við mig út af þessu lagi," segir Pétur. „Hann var þá að skrifa handritið og að hlusta á plötuna á sama tíma. Hann var rosalega hrifinn af því og vildi endilega fá að nota það," segir hann. „Svo heyrði ég ekkert í svolítinn tíma en svo fer hann að tala við mig um að gera þetta í alvörunni. Ég mixaði lagið aftur fyrir þau og lét þau hafa það í bútum og gaf þeim frjálsar hendur með þetta. Þetta er virtur leikstjóri og ég treysti honum fyrir þessu." Pétur segir að venjulega gerist svona hlutir í gegnum milliliði og því hafi þetta komið skemmtilega á óvart. „Það er heppni og tilviljun sem ræður því að þetta gerist svona." Hann er um þessar mundir að undirbúa nýja plötu með Kammersveitinni Ísafold sem er væntanleg á næsta ári. Tónleikar með Pétri, Ísafold, Ólöfu Arnalds og tónskáldinu Nico Muhly er svo fyrirhugaðir í nóvember næstkomandi. - fb Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Pétur Ben á lag í kvikmyndinni Adoration sem er sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Lagið nefnist You Woke Me og er tekið af plötu hans Wine For My Weakness. Leikstjóri myndarinnar er Atom Egoyran sem var tilnefndur til tvennra Óskarsverðlauna árið 1998 fyrir myndina The Sweet Hereafter. „Leikstjórinn var hér á Listahátíð fyrir ári síðan, keypti plötuna mína og hafði samband við mig út af þessu lagi," segir Pétur. „Hann var þá að skrifa handritið og að hlusta á plötuna á sama tíma. Hann var rosalega hrifinn af því og vildi endilega fá að nota það," segir hann. „Svo heyrði ég ekkert í svolítinn tíma en svo fer hann að tala við mig um að gera þetta í alvörunni. Ég mixaði lagið aftur fyrir þau og lét þau hafa það í bútum og gaf þeim frjálsar hendur með þetta. Þetta er virtur leikstjóri og ég treysti honum fyrir þessu." Pétur segir að venjulega gerist svona hlutir í gegnum milliliði og því hafi þetta komið skemmtilega á óvart. „Það er heppni og tilviljun sem ræður því að þetta gerist svona." Hann er um þessar mundir að undirbúa nýja plötu með Kammersveitinni Ísafold sem er væntanleg á næsta ári. Tónleikar með Pétri, Ísafold, Ólöfu Arnalds og tónskáldinu Nico Muhly er svo fyrirhugaðir í nóvember næstkomandi. - fb
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira