Sign fékk gullplötu fyrir lag á safnplötu Kerrang! 22. ágúst 2008 11:15 Sign með gullplötuna góðu. Árleg verðlaunahátíð Kerrang! tímaritsins fór fram í gærkvöldi. Á meðal viðurkenninga sem voru veittar var gullplata til þeirra hljómsveita sem tóku þátt í að heiðra Iron Maiden með ábreiðu en safndiskur var gefinn út með tímaritinu fyrr í sumar. Tímaritið seldist í yfir hundrað þúsund eintökum þá vikuna en venjuleg sala er í kringum fjörtíu þúsund eintök. Sign voru sérstakir gestir ritstjóra Kerrang! Paul Brannigan en hann hefur verið einlægur stuðningsmaður þeirra um langt skeið. Sign strákarnir gerðu sína útgáfu af Run to the Hills eins og frægt er orðið. Ábreiðan hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og í nýlegu viðtali við Ragnar Sólberg í London Live blaðinu segir blaðamaður í inngangi að aðeins þeir fífldjörfustu eða hugrökkustu hefði dottið í hug að ráðast á frægasta lag rokkgoðanna en bætir við að ábreiðan sé sérlega frumleg og vel heppnuð. Mikil viðbrögð urðu við útgáfu Sign á bloggsíðum og skiptist fólk í tvær fylkingar. Sumir hafa gengið svo langt að kalla þetta guðlast en aðrir hafa haldið því fram að ábreiða Sign sé betri en frumgerðin. Sign kláruðu fjögurra tónleika ferð til Bretlands þar sem þeir spiluðu meðal annars á Gay Pride í Donaster og enduðu ferðina á Kerrang! verðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Sign spila á Menningarnótt á morgun, laugardag, og á Ljósanótt, 4. september. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Árleg verðlaunahátíð Kerrang! tímaritsins fór fram í gærkvöldi. Á meðal viðurkenninga sem voru veittar var gullplata til þeirra hljómsveita sem tóku þátt í að heiðra Iron Maiden með ábreiðu en safndiskur var gefinn út með tímaritinu fyrr í sumar. Tímaritið seldist í yfir hundrað þúsund eintökum þá vikuna en venjuleg sala er í kringum fjörtíu þúsund eintök. Sign voru sérstakir gestir ritstjóra Kerrang! Paul Brannigan en hann hefur verið einlægur stuðningsmaður þeirra um langt skeið. Sign strákarnir gerðu sína útgáfu af Run to the Hills eins og frægt er orðið. Ábreiðan hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og í nýlegu viðtali við Ragnar Sólberg í London Live blaðinu segir blaðamaður í inngangi að aðeins þeir fífldjörfustu eða hugrökkustu hefði dottið í hug að ráðast á frægasta lag rokkgoðanna en bætir við að ábreiðan sé sérlega frumleg og vel heppnuð. Mikil viðbrögð urðu við útgáfu Sign á bloggsíðum og skiptist fólk í tvær fylkingar. Sumir hafa gengið svo langt að kalla þetta guðlast en aðrir hafa haldið því fram að ábreiða Sign sé betri en frumgerðin. Sign kláruðu fjögurra tónleika ferð til Bretlands þar sem þeir spiluðu meðal annars á Gay Pride í Donaster og enduðu ferðina á Kerrang! verðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Sign spila á Menningarnótt á morgun, laugardag, og á Ljósanótt, 4. september.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira