Himinn, haf og land 24. júlí 2008 06:00 Eitt af verkum Hrafnhildar Ingu Sigurðardóttur. Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir opnar málverkasýninguna Landsmót í Gallerí Ormi í Sögusetrinu á Hvolsvelli á laugardag. Á sýningunni má sjá 24 olíumyndir af landslagi þar sem gjarnan mætast himinn, haf og land. Myndirnar eru margar málaðar með náttúruna í Fljótshlíðinni og nágrenni í huga þótt þær séu yfirleitt ekki af vandlega tilgreindum stöðum. Fljótshlíðin hefur löngum verið íslenskum myndlistarmönnum hugleikin. Fljótshlíðingurinn Nína Sæmundsson jók hróður Íslands víða um lönd. Ólafur Túbals í Múlakoti var kunnur listmálari og í Múlakoti dvöldu bæði Ásgrímur Jónsson og Gunnlaugur Scheving við listsköpun. Jóhannes Kjarval lagði einnig oft leið sína í Fljótshlíðina. Þá hefur Jón Kristinsson, Jóndi í Lambey, lengi haldið uppi merki sveitarinnar og rekið þar gallerí og frá Kirkjulæk í Fljótshlíð er listakonan María Jónsdóttir. Sýningin Landsmót er níunda einkasýning Hrafnhildar Ingu en hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum hér heima og erlendis undanfarin ár. Um þessar mundir stendur einnig yfir sýning á verkum hennar í Gallery More North í New York. Hrafnhildur Inga er fædd og uppalin á Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð. Hún stundaði myndlistarnám við Myndlistaskóla Reykjavíkur og við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk þaðan prófi í grafískri hönnun. Þá hefur hún stundað nám við Myndlistarskóla Kópavogs og dvalið að Skriðuklaustri og í Róm við nám og listsköpun. Sýningin Landsmót stendur til 24. ágúst. Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir opnar málverkasýninguna Landsmót í Gallerí Ormi í Sögusetrinu á Hvolsvelli á laugardag. Á sýningunni má sjá 24 olíumyndir af landslagi þar sem gjarnan mætast himinn, haf og land. Myndirnar eru margar málaðar með náttúruna í Fljótshlíðinni og nágrenni í huga þótt þær séu yfirleitt ekki af vandlega tilgreindum stöðum. Fljótshlíðin hefur löngum verið íslenskum myndlistarmönnum hugleikin. Fljótshlíðingurinn Nína Sæmundsson jók hróður Íslands víða um lönd. Ólafur Túbals í Múlakoti var kunnur listmálari og í Múlakoti dvöldu bæði Ásgrímur Jónsson og Gunnlaugur Scheving við listsköpun. Jóhannes Kjarval lagði einnig oft leið sína í Fljótshlíðina. Þá hefur Jón Kristinsson, Jóndi í Lambey, lengi haldið uppi merki sveitarinnar og rekið þar gallerí og frá Kirkjulæk í Fljótshlíð er listakonan María Jónsdóttir. Sýningin Landsmót er níunda einkasýning Hrafnhildar Ingu en hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum hér heima og erlendis undanfarin ár. Um þessar mundir stendur einnig yfir sýning á verkum hennar í Gallery More North í New York. Hrafnhildur Inga er fædd og uppalin á Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð. Hún stundaði myndlistarnám við Myndlistaskóla Reykjavíkur og við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk þaðan prófi í grafískri hönnun. Þá hefur hún stundað nám við Myndlistarskóla Kópavogs og dvalið að Skriðuklaustri og í Róm við nám og listsköpun. Sýningin Landsmót stendur til 24. ágúst.
Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira