Stórtap hjá AMR 17. apríl 2008 09:54 Við eitt innritunarborða AMR. Mynd/AFP Bandaríska flugrekstrarsamstæðan AMR, móðurfélag American Airlines, eins stærsta flugfélags í heimi, tapaði 328 milljónum dala á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 24 milljörðum íslenskra króna og er mesta tap félagsins í rúm tvö ár. FL Group var um tíma í fyrra stærsti hluthafi flugrekstrarsamsteypunnar en hefur nú selt öll bréf sín. Stjórnendur FL Group unnu að því hörðum höndum að hagræða í rekstri félagsins, svo sem með því að þrýsta á um að AMR seldi vildarþjónustu sína. Tap AMR nemur 1,32 dölum á hlut samanborið við 30 senta hagnað á sama tíma í fyrra. Þetta er verri afkoma en spáð hafði verið en meðalspá Bloomberg hljóðaði upp á 1,27 dala tap á hlut. Bandaríska fréttaveitan Bloomberg segir stjórnendur AMR nú ætla að draga saman seglin í kjölfar tapsins, sem er að mestu tilkomið vegna hás olíuverðs. Ætli það nú að selja American Beacon Advisors, ráðgjafa- og fjárfestingaarm sinn auk þess að leita annarra hagræðingarleiða. Gengi hlutabréfa AMR hækkaði um 4,1 prósent á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær og stóð í 8,92 dölum á hlut í enda dags. Gengið fór hæst í rúma 40 dali á hlut um miðjan janúar í fyrra. FL Group greindi frá því í desembermánuði, nokkrum vikum fyrr, að það væri komið með stóra stöðu í félaginu. Það bætti verulega við sig eftir því sem á leið og sat á um níu prósentum áður en harðna tók í dalnum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bandaríska flugrekstrarsamstæðan AMR, móðurfélag American Airlines, eins stærsta flugfélags í heimi, tapaði 328 milljónum dala á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 24 milljörðum íslenskra króna og er mesta tap félagsins í rúm tvö ár. FL Group var um tíma í fyrra stærsti hluthafi flugrekstrarsamsteypunnar en hefur nú selt öll bréf sín. Stjórnendur FL Group unnu að því hörðum höndum að hagræða í rekstri félagsins, svo sem með því að þrýsta á um að AMR seldi vildarþjónustu sína. Tap AMR nemur 1,32 dölum á hlut samanborið við 30 senta hagnað á sama tíma í fyrra. Þetta er verri afkoma en spáð hafði verið en meðalspá Bloomberg hljóðaði upp á 1,27 dala tap á hlut. Bandaríska fréttaveitan Bloomberg segir stjórnendur AMR nú ætla að draga saman seglin í kjölfar tapsins, sem er að mestu tilkomið vegna hás olíuverðs. Ætli það nú að selja American Beacon Advisors, ráðgjafa- og fjárfestingaarm sinn auk þess að leita annarra hagræðingarleiða. Gengi hlutabréfa AMR hækkaði um 4,1 prósent á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær og stóð í 8,92 dölum á hlut í enda dags. Gengið fór hæst í rúma 40 dali á hlut um miðjan janúar í fyrra. FL Group greindi frá því í desembermánuði, nokkrum vikum fyrr, að það væri komið með stóra stöðu í félaginu. Það bætti verulega við sig eftir því sem á leið og sat á um níu prósentum áður en harðna tók í dalnum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira