Segir aðbúnað á geðdeild óviðunandi 18. apríl 2008 14:45 Árni Tryggvason „Ég átti satt að segja von á því að það væri betur hlúð að þeim sem þarna liggja og þeirra sem þarna starfa,“ segir Árni Tryggvason leikari um aðbúnað sjúklinga og starfsfólks á geðdeild landspítalans. Árni ritaði lítið greinarkorn í Morgunblaðið í dag til þess að vekja athygli á málinu. Hann dvaldi sjálfur nýverið á deild 32C til þess að ná tökum á þunglyndi sem lagðist á hann í lok janúar. Þrátt fyrir að hafa áður barist við og sigrast á þunglyndi sem hrjáði hann í næstum 30 ár hafði Árni aldrei lagst inn á geðdeild fyrr en á þessu ári. Hann segir það því hafa komið sér á óvart hversu slakur aðbúnaðurinn hafi þar verið. Eitt af því sem Árni bendir á er að sjúklingar þurfi að deila herbergjum. Það geti verið erfitt fyrir menn sem séu að reyna að jafna sig á erfiðum veikindum. „Sá sem ég deildi herbergi með var ágætis maður. Það var ekki það. En hann fékk oft miklar martraðir og vaknaði upp á næturnar með miklum hávaða. Þetta þótti mér erfitt þar sem ég þurfti fyrst og fremst á mikilli hvíld að halda,“ segir Árni. Þá bendir hann einnig á að hús geðdeildarinnar sé í slæmu ásigkomulagi og illa við haldið. Hann ítrekar að starfsfólk geðsviðs hafi reynst sér vel og gagnrýni hans sé eingöngu beint að aðstöðu og aðbúnaði. „Þessi aðbúnaður er ekki sæmandi fólki sem ræður hvorki hugsunum sínum né gjörðum. Og hann er ekki heldur sæmandi þeim sem þarna starfa. Þetta er ekki þeim að kenna. Heldur fólkinu sem á að sjá um að þessir hlutir séu í lagi,“ segir Árni. Árni skrásetti með aðstoð Ingólfs Margeirssonar áratuga baráttu sína við þunglyndi. Honum leiðist sá þagnarmúr sem reistur er um sjúkdóminn og hvetur til opinskárrar umræðu. „Það er svo mikill sægur af fólki sem þjáist af þunglyndi en leynir því. Sem það má ekki gera.“ Geðheilbrigði Leikhús Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
„Ég átti satt að segja von á því að það væri betur hlúð að þeim sem þarna liggja og þeirra sem þarna starfa,“ segir Árni Tryggvason leikari um aðbúnað sjúklinga og starfsfólks á geðdeild landspítalans. Árni ritaði lítið greinarkorn í Morgunblaðið í dag til þess að vekja athygli á málinu. Hann dvaldi sjálfur nýverið á deild 32C til þess að ná tökum á þunglyndi sem lagðist á hann í lok janúar. Þrátt fyrir að hafa áður barist við og sigrast á þunglyndi sem hrjáði hann í næstum 30 ár hafði Árni aldrei lagst inn á geðdeild fyrr en á þessu ári. Hann segir það því hafa komið sér á óvart hversu slakur aðbúnaðurinn hafi þar verið. Eitt af því sem Árni bendir á er að sjúklingar þurfi að deila herbergjum. Það geti verið erfitt fyrir menn sem séu að reyna að jafna sig á erfiðum veikindum. „Sá sem ég deildi herbergi með var ágætis maður. Það var ekki það. En hann fékk oft miklar martraðir og vaknaði upp á næturnar með miklum hávaða. Þetta þótti mér erfitt þar sem ég þurfti fyrst og fremst á mikilli hvíld að halda,“ segir Árni. Þá bendir hann einnig á að hús geðdeildarinnar sé í slæmu ásigkomulagi og illa við haldið. Hann ítrekar að starfsfólk geðsviðs hafi reynst sér vel og gagnrýni hans sé eingöngu beint að aðstöðu og aðbúnaði. „Þessi aðbúnaður er ekki sæmandi fólki sem ræður hvorki hugsunum sínum né gjörðum. Og hann er ekki heldur sæmandi þeim sem þarna starfa. Þetta er ekki þeim að kenna. Heldur fólkinu sem á að sjá um að þessir hlutir séu í lagi,“ segir Árni. Árni skrásetti með aðstoð Ingólfs Margeirssonar áratuga baráttu sína við þunglyndi. Honum leiðist sá þagnarmúr sem reistur er um sjúkdóminn og hvetur til opinskárrar umræðu. „Það er svo mikill sægur af fólki sem þjáist af þunglyndi en leynir því. Sem það má ekki gera.“
Geðheilbrigði Leikhús Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira