Button: Tímatakan mikilvæg en ekki ráðandi 17. október 2009 07:16 Jenson Button er vinsæll hjá fkölmiðlum enda getur hann orðið meistari um helgina. Mynd: Getty Images Bretinn Jenson Button getur orðið heimsmeistari í fyrsta skipti um helgina í Brasilíu, ef hann nær þriðja sæti eða ofar í mótinu á Interlagos. Hann náði fimmta besta tíma á æfingum í gær og telur að tímatakan í dag sé mikilvæg, en ekki ráðandi þáttur, þar sem gott sé að fara framúr á brautinni. "Ég held að bíllinn sé samkeppnisfær og góður með mikið magn af bensíni um borð. Ég þarf þó að fínstilla bílinn á lokaæfingunni fyrir tímatökuna og sýnist að bíll Rubens Barrichello standi betur að vígi", sagði Button. "Ég er afslappaður þó titilinn sé í húfi og það er kannski meiri pressa á Barrichello. Hann er á heimavelli og menn vilja að hann sigri. Það væri frábært að komast á verðlaunapall, en ég vil náttúrulega sigra eins og alltaf. McLaren og Red Bull verða okkar helstu keppinautar og jafnvel Ferrari og Williams. En þetta verður harður slagur", sagði Button. Sýnt er beint frá lokæfingu keppnisliða kl. 13.55 og tímatakan er í beinni útsendingu kl. 16.45 á Stöð 2 Sport. Sjá brautarlýsingu frá Interlagos Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bretinn Jenson Button getur orðið heimsmeistari í fyrsta skipti um helgina í Brasilíu, ef hann nær þriðja sæti eða ofar í mótinu á Interlagos. Hann náði fimmta besta tíma á æfingum í gær og telur að tímatakan í dag sé mikilvæg, en ekki ráðandi þáttur, þar sem gott sé að fara framúr á brautinni. "Ég held að bíllinn sé samkeppnisfær og góður með mikið magn af bensíni um borð. Ég þarf þó að fínstilla bílinn á lokaæfingunni fyrir tímatökuna og sýnist að bíll Rubens Barrichello standi betur að vígi", sagði Button. "Ég er afslappaður þó titilinn sé í húfi og það er kannski meiri pressa á Barrichello. Hann er á heimavelli og menn vilja að hann sigri. Það væri frábært að komast á verðlaunapall, en ég vil náttúrulega sigra eins og alltaf. McLaren og Red Bull verða okkar helstu keppinautar og jafnvel Ferrari og Williams. En þetta verður harður slagur", sagði Button. Sýnt er beint frá lokæfingu keppnisliða kl. 13.55 og tímatakan er í beinni útsendingu kl. 16.45 á Stöð 2 Sport. Sjá brautarlýsingu frá Interlagos
Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira