Button: Tímatakan mikilvæg en ekki ráðandi 17. október 2009 07:16 Jenson Button er vinsæll hjá fkölmiðlum enda getur hann orðið meistari um helgina. Mynd: Getty Images Bretinn Jenson Button getur orðið heimsmeistari í fyrsta skipti um helgina í Brasilíu, ef hann nær þriðja sæti eða ofar í mótinu á Interlagos. Hann náði fimmta besta tíma á æfingum í gær og telur að tímatakan í dag sé mikilvæg, en ekki ráðandi þáttur, þar sem gott sé að fara framúr á brautinni. "Ég held að bíllinn sé samkeppnisfær og góður með mikið magn af bensíni um borð. Ég þarf þó að fínstilla bílinn á lokaæfingunni fyrir tímatökuna og sýnist að bíll Rubens Barrichello standi betur að vígi", sagði Button. "Ég er afslappaður þó titilinn sé í húfi og það er kannski meiri pressa á Barrichello. Hann er á heimavelli og menn vilja að hann sigri. Það væri frábært að komast á verðlaunapall, en ég vil náttúrulega sigra eins og alltaf. McLaren og Red Bull verða okkar helstu keppinautar og jafnvel Ferrari og Williams. En þetta verður harður slagur", sagði Button. Sýnt er beint frá lokæfingu keppnisliða kl. 13.55 og tímatakan er í beinni útsendingu kl. 16.45 á Stöð 2 Sport. Sjá brautarlýsingu frá Interlagos Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Bretinn Jenson Button getur orðið heimsmeistari í fyrsta skipti um helgina í Brasilíu, ef hann nær þriðja sæti eða ofar í mótinu á Interlagos. Hann náði fimmta besta tíma á æfingum í gær og telur að tímatakan í dag sé mikilvæg, en ekki ráðandi þáttur, þar sem gott sé að fara framúr á brautinni. "Ég held að bíllinn sé samkeppnisfær og góður með mikið magn af bensíni um borð. Ég þarf þó að fínstilla bílinn á lokaæfingunni fyrir tímatökuna og sýnist að bíll Rubens Barrichello standi betur að vígi", sagði Button. "Ég er afslappaður þó titilinn sé í húfi og það er kannski meiri pressa á Barrichello. Hann er á heimavelli og menn vilja að hann sigri. Það væri frábært að komast á verðlaunapall, en ég vil náttúrulega sigra eins og alltaf. McLaren og Red Bull verða okkar helstu keppinautar og jafnvel Ferrari og Williams. En þetta verður harður slagur", sagði Button. Sýnt er beint frá lokæfingu keppnisliða kl. 13.55 og tímatakan er í beinni útsendingu kl. 16.45 á Stöð 2 Sport. Sjá brautarlýsingu frá Interlagos
Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn