Reiðin sem förunautur Margrét kristmannsdóttir skrifar 16. júlí 2009 06:00 Á undanförnum mánuðum hefur okkur sennilega flestum liðið svipað; orðið öskureið, pirruð, döpur og leið og hugsað upphátt: „Hvernig í ósköpunum gat þetta gerst?" Flestir hafa blótað útrásarvíkingunum, bankastjórunum, ríkisstjórninni, Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu og fleirum bæði upphátt og í hljóði. Það er rifist og skammast á kaffistofum, í fjölskylduboðum, í fjölmiðlum, á netinu - á flestum stöðum þar sem menn tjá skoðanir sínar. En reiðin er ekki góður förunautur. Í fyrsta lagi eru fáir sérlega skemmtilegir þannig og í öðru lagi breytist ástandið lítið við að láta reiðina taka völdin. En það sem skiptir þó mestu máli er að sjálfum líður okkur ekkert vel þegar við erum reið og hverjum hugnast að búa í þjóðfélagi þar sem allir eru reiðir og neikvæðir - hverjum hugnast að ala börn sín upp í þannig þjóðfélagi? Við Íslendingar þurfum að hafa í huga að þrátt fyrir allt höfum við það mjög gott. Langstærsti hluti jarðarbúa vildi án lítillar umhugsunar hafa vistaskipti við okkur þrátt fyrir þær þrengingar sem við erum að ganga í gegnum, en þessari staðreynd gleymum við oft. Það mun segja mikið um okkur sem þjóð hvernig við tökumst á við núverandi aðstæður - hvaða karakter við höfum að geyma. Ætlum við að halda áfram að fara þetta á hnefanum eða ætlum við að snúa bökum saman og vinna okkur út úr þessu sem einn maður? En það mun ekki síður segja mikið um orðstír okkar á komandi áratugum hvernig við vinnum okkur út úr núverandi stöðu. Ætlum við ofan á gríðarlega skuldsetningu komandi kynslóða að skilja þær eftir með svert mannorð á alþjóðavettvangi? Það er ótrúlega mikið til í því orðatiltæki að „eftir höfðinu dansi limirnir" og þessa dagana er fátt dapurlegra en að fylgjast með störfum Alþingis og kannski ekki að undra að þjóðin er í því ástandi sem hún er þegar horft er til þeirra sem við höfum valið að leiða okkur út úr núverandi þrengingum. Flestir stjórnmálamenn eru þó vafalítið að gera sitt besta í erfiðri stöðu en allt of margir þurfa að taka sig saman í andlitinu og átta sig á því að þetta er ekki tími hinna stóru hugmyndafræðilegu sigra. Þeir verða að átta sig á því að þeir eru ekki eingöngu framsóknarmenn, samfylkingarmenn, sjálfstæðismenn, vinstri grænir eða í Borgarahreyfingunni - þeir eru fyrst og fremst Íslendingar og að setja verður þjóðarhag ofar flokkshagsmunum. Við núverandi aðstæður verða stjórnmálamenn að leggja til hliðar venjulegt argaþras. Fátt myndi skipta eins miklu fyrir baráttuanda þjóðarinnar en að horfa til samhentrar liðsheildar á Alþingi. Aðilar vinnumarkaðarins ákváðu með stöðugleikasáttmálanum að leggja til hliðar sínar ýtrustu kröfur, snúa bökum saman og vinna sig í sameiningu út úr hruninu. Er til of mikils mælst að alþingismenn geri slíkt hið sama? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum mánuðum hefur okkur sennilega flestum liðið svipað; orðið öskureið, pirruð, döpur og leið og hugsað upphátt: „Hvernig í ósköpunum gat þetta gerst?" Flestir hafa blótað útrásarvíkingunum, bankastjórunum, ríkisstjórninni, Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu og fleirum bæði upphátt og í hljóði. Það er rifist og skammast á kaffistofum, í fjölskylduboðum, í fjölmiðlum, á netinu - á flestum stöðum þar sem menn tjá skoðanir sínar. En reiðin er ekki góður förunautur. Í fyrsta lagi eru fáir sérlega skemmtilegir þannig og í öðru lagi breytist ástandið lítið við að láta reiðina taka völdin. En það sem skiptir þó mestu máli er að sjálfum líður okkur ekkert vel þegar við erum reið og hverjum hugnast að búa í þjóðfélagi þar sem allir eru reiðir og neikvæðir - hverjum hugnast að ala börn sín upp í þannig þjóðfélagi? Við Íslendingar þurfum að hafa í huga að þrátt fyrir allt höfum við það mjög gott. Langstærsti hluti jarðarbúa vildi án lítillar umhugsunar hafa vistaskipti við okkur þrátt fyrir þær þrengingar sem við erum að ganga í gegnum, en þessari staðreynd gleymum við oft. Það mun segja mikið um okkur sem þjóð hvernig við tökumst á við núverandi aðstæður - hvaða karakter við höfum að geyma. Ætlum við að halda áfram að fara þetta á hnefanum eða ætlum við að snúa bökum saman og vinna okkur út úr þessu sem einn maður? En það mun ekki síður segja mikið um orðstír okkar á komandi áratugum hvernig við vinnum okkur út úr núverandi stöðu. Ætlum við ofan á gríðarlega skuldsetningu komandi kynslóða að skilja þær eftir með svert mannorð á alþjóðavettvangi? Það er ótrúlega mikið til í því orðatiltæki að „eftir höfðinu dansi limirnir" og þessa dagana er fátt dapurlegra en að fylgjast með störfum Alþingis og kannski ekki að undra að þjóðin er í því ástandi sem hún er þegar horft er til þeirra sem við höfum valið að leiða okkur út úr núverandi þrengingum. Flestir stjórnmálamenn eru þó vafalítið að gera sitt besta í erfiðri stöðu en allt of margir þurfa að taka sig saman í andlitinu og átta sig á því að þetta er ekki tími hinna stóru hugmyndafræðilegu sigra. Þeir verða að átta sig á því að þeir eru ekki eingöngu framsóknarmenn, samfylkingarmenn, sjálfstæðismenn, vinstri grænir eða í Borgarahreyfingunni - þeir eru fyrst og fremst Íslendingar og að setja verður þjóðarhag ofar flokkshagsmunum. Við núverandi aðstæður verða stjórnmálamenn að leggja til hliðar venjulegt argaþras. Fátt myndi skipta eins miklu fyrir baráttuanda þjóðarinnar en að horfa til samhentrar liðsheildar á Alþingi. Aðilar vinnumarkaðarins ákváðu með stöðugleikasáttmálanum að leggja til hliðar sínar ýtrustu kröfur, snúa bökum saman og vinna sig í sameiningu út úr hruninu. Er til of mikils mælst að alþingismenn geri slíkt hið sama?
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun